Sannleikann og heilindin fram yfir æruna

Ég vek athygli á þessum orðum ágæts manns sem sagði um þöggun....þar væntanlega aðrir þættir sem koma til líka. mannlegir þættir eins og hræðsla við viðbrögð, hagsmunatengls, o.s.frv. sem eru að einhverju leiti afleiðing af andrúmslofti þar sem ráðist er með miklum þunga gengn allri gagnrýni og menn jafnvel sviptir ærunni fyrir að segja sína skoðun.

Ég varð fyrir því óláni við stofnun samfylkingarinnar að ég var innlimuð í hana vegna þess að ég hafði verið félagi í Kvennalistanum.

Í kvennalistanum var þröng valdaklíka sem byggði múr um völd sín með samræðustjórnmálum. Í þessu felst að stað lýðræðis tala konur sig að niðurstöðum. Þöggun og andlegt ofbeldi var ríkjandi og konur sem settu sig upp á móti establishmentinu voru gjarnan sakaðar um að vera með vondan málflutning. "svona málflutningur tíðkast ekki hér" eða eitthvað í þeim dúr. Ekki mátti tala um mistök því þá var verið að rífa niður (mistök eru ekki til þess að draga lærdóm af heldur til þess að gleyma þannig að hægt sé að endurtaka þau).

Kvennalistinn var að lokum seldur fyrir völd örfárra kvenna sem sumar hverjar hafa síðan orðið uppvísar af því að þiggja höfðinglegar gjafir frá þeim sem rænt hafa þjóðina. Ágætar konur sem gerðu þjóðinni gott með framlagi sínu á þingi fyrir kvennalistann yfirgáfu stjórnmálin með rýtinga í bakinu eftir stöllur þeirra sem fóru yfir til samfylkingarinnar.

Því miður hafa þessar konur (samfylkingarkonur) sem falar eru auðvaldinu náð að hafa mikil áhrif og stuðlað að hruni þjóðarbúsins.

Það er einnig sorglegt að horfa upp á hvernig þær hafa náð að menga menningu samfylkingarinnar með þöggun og andlegu ofbeldi. Uppnefningar hafa verið þessum konum tamar og ein af aðferðum þeirra til þess að þagga niður í þeim sem fara með "vondan málflutning" eða vekja athygli á mistökum þeirra sem helst mega ekki komast í umræðuna.

Tveimur mínútum eftir bankahrun steig samfylkingarkona fram og talaði um lýðskrumara. Viðvörun til þeirra sem hugsanlega færu að tala um "mistök."

Ég hef aðallega fengið tvær uppnefningar frá samfylkingunni en þær eru "bitur" og "fórnarlamb." Engum hefur úr þessum ranni þó dottið í hug að væna mig um mútuþægni, þjófnað eða annað sem mætti færa sönnur á. Ekki þar fyrir að hegðun af því tagi virðist vera ásættanleg á þessum vígstöðvum.

Ég bendi á þetta í þeim tilgangi að vekja athygli á þessari aðferðafræði sem er einföld þöggunaraðferð.

Þessar stimplanir eru hannaðir til þöggunar en afhjúpa í raun útþynnta verkfærakistu þessara kvenna í pólitískri umræðu.

Ég vil kvetja fólk til að taka sannleikan og heilindi sín fram yfir æruna sem getur orðið skammlíf í baráttunni fyrir réttlæti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar æra manna er notuð sem vopn í áróðri er hún ekki mikils virði lengur. Heilindi og heiðarleika er hins vegar ekki hægt taka frá fólki.

Það þarf samt gríðarlega sterk bein til halda áfram gegn straumum vitandi að það getur valdið útskúfun úr því samfélagi sem maður tilheirir. 

En það að hafa kjark til að "taka Sannleikan og heilindi sín fram yfir æruna" eins og þú orðar það, er líklega það mikilvægasta af öllu sem hvert og eitt okkar hefur fram að færa og það eina sem á endanum skilar árangri í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi. 

Benedikt G. Ofeigsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér Benedikt. Ég ætla að halda uppteknum hætti og fara að mínu striki sem er nokkuð utar en hið viðtekna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.5.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband