Sumar skuldir eru jafnari en aðrar

Jóhannes Björn um græðgisöflinn sem enn lifa góðu lífi eftir kosningar:

Það sem núna blasir við er landflótti unga fólksins og hrikalega misskipt samfélag þar sem valdaklíkan afhendir sjálfri sér allt bitastætt á silfurfati. Svo setningin fræga í Animal Farm sé endursögð og heimfærð upp á nýju ríkisbankana, þá eru allar skuldir jafnar … en sumar skuldir eru jafnari en aðrar.

Fáir virðast hirða um myllusteininn sem hangir um háls heimilanna, heldur eru þau eru keyrð betur í kaf á degi hverjum. En þeir sem geta togað í rétta spotta og látið afskrifa hjá sjálfum sér verða kóngar morgundagsins.

Þetta er ekki grunnur sem heiðarlegt og réttsýnt fólk vill byggja á nýtt þjóðfélag.


mbl.is Lántakar með frystingu inn í sumarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Allar mínarskuldir eru vetrarskuldir þannig að mínar skuldir eru ójafnari en aðrar skuldir.

Offari, 17.5.2009 kl. 17:15

2 identicon

Sammála þessu, hér þarf að koma til breytt hugsun og STÓRAR aðgerðir. Hefði haldið að stjórn sem kennir sig við jafnaðarmennsku ætti að fara að skilja þegar skilaboðin eru svona skýr.

Þrándur (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband