Minnisvarði um fávisku stjórnmálamanna

Ef stjórnmálamenn hafa ekki þekkingu til þess að taka upplýstar ákvarðanir eiga þeir að leita til sérfræðinga. Ákvörðun um að halda áfram byggingu tónlistarhallar er dæmi um illa ígrundaða ákvörðun byggða á rökum sem standast ekki faglega skoðun.

Hugtakið "sunk cost" er eitt af grundvallarhugtökum hagfræðinnar og ber að styðjast við þá hugmyndafræði sem liggur að baki þessu hugtaki þegar ákvörðun er tekin um fjárfestingar. Hugtakið felur í sér að kosnaður sem þegar hefur verið sökkt í framtakið skal ekki taka með við hagkvæmnisútreikninga sem lagðir eru til grundvallar um ákvörðun um framhald verkefnis.

Þegar því er haldið fram að þetta verkefni sé atvinnuskapandi er vísvitandi verið að blekkja skattgreiðendur, þ.e. þá sem eiga að fjármagna þennan draum Björgólf Guðmundssonar.

Fyrir viðlíka fjárhæð og ætluð er til byggingarinnar mætti skapa margfalt fleiri störf í öðru framtaki.

Steinunn Valdís sýnir í málflutningi sínum hverra erinda hún gengur. Ég spyr á þessi þjóð ekki betra skilið.


mbl.is Deilt um tónlistarhús á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband