Baugsmenn og Björgólfsmenn fá völdin

Sigrún Davíðsdóttir segir frá eftirfarandi í Speglinum.

Helgi S. Gunnarsson verið ráðinn sem framkvæmdastjóri fasteignaumsýslu Landsbankans. Helgi hefur langa reynslu í fasteigna- og byggingageiranum, nú síðast sem framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Portus sem Landsbankinn átti helminginn í. Stjórnarformaður Portusar var Björgólfur Guðmundsson, annar aðaleigandi Landsbankans.

Steinþór Baldursson er fyrrum yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar bankans og kom áður að undirbúningi Icesave. Hann var ráðinn í eignaumsýslu hlutafjáreigna.

Jónas Þór Þorvaldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fasteignaumsýslu Kaupþings. Hann er fyrrum framkvæmdastjóri Stoða - fasteignafyrirtækisins í eigu Baugsveldisins. Stoðir hafa komið við sögu í ýmsum af ógagnsærri hreyfingum Baugsveldisins undanfarin ár

Sigrún segir:

Ríkisbankarnir þrír eiga eftir að véla með óhemju verðmæti sem verða seld með tímanum. Enginn efi er á að bankarnir halda á lofti að það verði gert á gagnsæjan hátt. Þetta er ekki spurning um andlit og ábyrgð heldur um að eyða tortryggni, ýta undir nýjan þankagang og skapa þá tilfinningu að verið sé að ná í aðra menn en þá sem eru tengdir rekstri og eigendum gömlu bankanna.

Svo stal ég þessari fínu mynd hjá Agli:untitled 123

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband