2009-05-24
Katar, peningaþvætti og íslensk stjórnvöld
Forseti Íslands og Össur Skarphéðinsson hafa sýnt arabaheiminum mikinn áhuga.
Þeir hafa verið gestir al Thanis fjölskyldunnar en um hana segir nú á Eyjunni:
Síðar komu fleiri mál fram í dagsljósið, m.a. í rannsókn The Guardian, þar sem talið er að Al Thani fjölskyldan hafi tengst peningaþvætti. Er m.a. rifjað upp mál sem tengdist prins Turki bin Nasser í Sádí-Arabíu, en þar var ekki aðeins vélað með fjármuni heldur fékk fjölskylda hans ýmsan annan lúxus, svo sem tugmilljóna króna lúxusbíla og fleira. Nokkuð sem gæti hljómað kunnuglega í eyrum Íslendinga.
Svo virðist sem Al Thani hafi veriði milligöngumaður í peningaþvætti sem tengdust viðskiptum BAE við ýmis ríki. Þannig var hann eigandi bankareikninga á eyjunni Jersey, sem notaðir voru sem einskonar stoppustöð peninga í lok tíunda áratugarins Þegar upp komst um eitt slíkt tilfelli, um aldamótin, borgaði Al Thani sex milljónir punda til stjórnarinnar á Jersey til að valda ekki frekara umtali, nokkuð sem síðar var álitið mútugreiðslur til að láta málið niður falla.
Valdhafar hafa lýst því yfir að tvíbent sé að aflétta leynd en stóra spurningin er "hverjum þjónar leyndin"?
Sheikh Hamad Bin Khalifa Al Thani, kom fram eindreginn vilji þjóðarleiðtoga Katars til að kanna rækilega möguleika á náinni samvinnu við Íslendinga á sviði banka- og fjármála, heilbrigðismála og rannsókna í læknavísindum, nýtingu hreinnar orku, háskólamenntunar og rannsóknaásamt því að þróa samræður um hvernig smærri ríki eins og Ísland og Katar gætu í sameiningu haft áhrif á stefnur og strauma á alþjóðavísu.
Í viðræðum forseta Íslands og emírsins af Katar og á fundum iðnaðarráðherra Össurar Skarphéðinssonar og orkumálaráðherra Katars var farið yfir fjölmörg verkefni sem íslenskir bankar og fyrirtæki, háskólar og rannsóknastofnanir gætu komið að.
Náin samvinna við Íslendinga á sviði
Banka- og fjármála,
Heilbrigðismála og rannsókna í læknavísindum
Nýtingu hreinnar orku,
Þróa samræður um hvernig smærri ríki eins og Ísland og Katar gætu í sameiningu haft áhrif á stefnur og strauma á alþjóðavísu.
Stefnur í ofangreindum málefnum á Íslandi:
Bankastarfsem: Peningaþvætti og svikamillur í markaðsmálum.
Heilbrigðisstarfsemi og rannsóknir: Einkavæðin heilbrigðisstofna og sóðastarfsemi á borð við ræktun mannspróteins á byggökrum.
Nýtingu hreinnar orku: Unnið að því bak við tjöldin að koma jarðvarmaauðlindum í eigu fjárglæframanna (útrásavíkinga).
Bjarni Ármannsson, Kristján Guy Burges tengjast þessari viðleitni til alþjóðasamstarfs.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Facebook
Athugasemdir
Kristján Guy Burges er aðstoðarmaður utanríkisráðherrans .
Og...
þetta er haft eftir nýbakaðri iðnaðarráðherru:
"KATRÍN Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir á (svo) að nú eigi að marka heildstæða orkustefnu sem taki mið af fjölbreyttu atvinnulífi, sjálfbærni og loftslagsmálum. Eins heildstæða sóknarstefnu fyrir íslenskt atvinnulíf um land allt. Í þeirri stefnumörkun sé allt undir" (mbl. 13. maí)
Þýðing á orðum iðnaðarráðherrunnar óskast á íslensku.
Sé ástæðu til að trúa því að nýja iðnaðarráðherran muni vera fyrirætlunum Össurar mjög trú. Hún hefur tækifæri til að sýna annað og hvet ég hana til að sýna það strax. Ljómandi góð byrjun væri að hún opinberaði hvað Össur og Ólafur Ragnar hafa verið að gera með íslenskar orkuauðlindir í arabaríkjunum.
Helga (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.