Hvert er hlutverk Ríkisstjórnar og forsetans?

Við horfum upp á hrikalegar afleiðingar óstjórnar ráðamanna í áraraðir. Mats Jósefsson var svo ofboðið að hann var farinn að pakka niður og sjá fyrir sér í draumsýn fagmennskuna í Svíþjóð.

Mats Josefsson var spurður af því hvernig svo illa gæti verið komið fyrir fjármálakerfum og hann svaraði: að til þyrfi óskhyggju, vanrækslu og skammsýni.

Ég held að það sé nokkuð ljóst að þeir sem setið hafa við völd á Íslandi hafi einmitt gerst sekir um óskhyggju, vanrækslu og skammsýni. Hluti þess vanda sem hefur skapast má rekja til þess að íslenskir valdhafar vanræktu hlutverk sitt sem gæslumenn íslenska ríkisins og fóru í stað þess að spila "business" með fjárglæframönnum. Græðgin varð allsráðandi í gjörðum þeirra.

Þeir seldu velferð þjóðarinnar fyrir störf fyrir börn sín og tengdabörn, fyrir lán og fyrirgreiðslur í bönkum og fóra að nýta sér völd sín til þess að mata krók sinn í skjóli nætur (sem hefur reyndar verið viðvarandi um áratugi á Íslandi en fór úr böndunum síðustu ár vegna ofurgræðgi).

Er það eðlilegt að forseti Íslands og utanríkis/iðnaðarráðherra skrifi undir samninga við emírinn í Katar um samstarf í bankamálum? Fjölskylda emírsins hefur sætt rannsókn vegna peningaþvættis og tengist mútum. 

Er það eðlilegt að forseti Íslands og ráðherrar ferðist um á puttanum með fjárglæframönnum og séu með þessa sömu putta í viðskiptasamningum á vegum fjárglæframanna?

Er það eðlilegt að forseti Íslands og ráðherra séu í leynimakki með fjárglæframönnum í fjarlægum löndum um auðlindir þjóðarinnar?

Er þetta fólkið sem við treystum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband