Drápsklifjar

Ég er eiginlega alveg orðin ringluð á ruglinu í stjórnmálum og viðskiptum. Ekki vil ég sjálfstæðisflokk og framsókn við völd en samfylkingin hefur margsannað að henni er ekki treystandi fyrir velferð almennings.

Mats Josefsson segir að Íslendingar geri sér enga grein fyrir því hvað það kostar að fjármagna bankanna. Íslendingar gera sér satt að segja ekki grein fyrir nokkrum sköpuðum hlut miðað við ró þeirra.

Hann segir að það kosti 1250 milljarða að endurfjármagna bankakerfið. Þá spyr ég hvað þýðir það?

Fyrir fólkið í landinu þýðir það 4.000.000 á hvert mannsbarn. Skatttekjur ríkissjóðs eru um 400 milljarðar í venjulegu árferði. Spáð er að vaxtagreiðslur ríkissjóðs verði um 130 milljarðar á komandi árum. Ef ríkið á að greiða 130 milljarða í vaxtatekjur og guð má vita hvað í uppbyggingu bankanna hvað verður þá um almenning.

Ríkistjórnin er ekki á réttri braut. Þetta er ekkert annað en hryllingur og svo berst þetta lið við að bjarga sjálfum sér og fámennri hagsmunaklíku.

Ég fæ ekki betur séð en að rotturnar hafi yfirgefið skipið í bankahruninu.


mbl.is Umskiptingar á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Álfheiður sagði að við fengjum pening á móti, eða var það Geir Harde eða Ingibjörg Sólrún.

Það skiptir ekki máli hvaða fólk situr á valdastól, sami embættismaðurinn semur ræður þeirra og afhendir þeim blöðin sem þau lesa upp úr.

Það er ekki fyrirsjáanlegt um langa framtíð að nokkur kaupi Íslensku bankanna á hærra verði en þeir voru seldir á sínum tíma.  Verð fjármálafyrirtækja hefur skroppið saman um 90% víðast hvar í heiminum og margir fjárfestar og almannasjóðir hafa tapað gífurlegu fé á eignarhaldi í þeim.  Þessir aðilar munu ekki kaupa neitt fjármálafyrirtæki á neinum þeim prísum sem voru við lýði í vitleysistímanum.

Þess vegna er Álfheiður að blekkja, eða Baldur sem talar í gegnum hana, eða var það Konni.  Man það ekki.

Brúttóskuldirnar fara langleiðina með að vera brúttóskuldir.  Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.5.2009 kl. 19:59

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Málið er að með því að minnka innflutning vinna stórframkvæmdir sjálf, þá skapast fullt að störfum. Fullvinna sjávarafurðir og stefna að mikilli söluherferð undir mörgum logo [sjálfstæð farmleiðslufyrirtæki] hávöru framleiðslu út um allan heim: Skapar mörg viðskiptatengd störf.

Einn banki er nóg því eftir að tölvurnar komu og heimbankarni, þá þarf þessi þjónusta ekki að kosta almenning neitt. 

Fjárfesta í Kerfi til að halda upp  margra ára [alda] skuldarekstri nær ekki nokkurri átt.

Eru Íslensk fyrirtæki [Bankar líka ] upp til hópa leppfyrirtæki ES:EU fjárfesta. Þannig hljóma allvega þeir sem fara fyrir þeim. 

Júlíus Björnsson, 26.5.2009 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband