Þegar fordómar eru aldir upp í ungmennum

Herinn elur á fordómum og óvinahugsun þegar óhörnuð ungmenni eru þjálfuð fyrir stríð. 498328BSnarrugluðum ungmennum er fengin varsla fanga.

Tilgangurinn með þessari fyrru er að tryggja alþjóðafyrirtækjum aðgang að olíu. Þegar alþjóðafyrirtæki mæta til leiks mettast atburðarrásin af sjúkleika.


mbl.is Nauðganir myndaðar í Abu Ghraib
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er munur á esb fordómum?

Tryggvi (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 23:39

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Skil ekki spurninguna

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.5.2009 kl. 23:50

3 identicon

kinþáttafordómar, heimshlutafordómar, menningarfordómar, esbfordómar og kynjafordómar eru ekki allir fordómar (að dæma fyrirfram) gönuhlaup?

Tryggvi (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:23

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að þú sér að rugla saman skoðunum og fordómum. Það að hafa skoðun á einhverju þarf ekki nauðsynlega að þýða fordóma. Ef ég ætla t.d. að ferðast á nýjar slóðir þá kynni ég mér bæklinga og tala við fólk sem farið hefur á þessa staði og vel síðan einn þeirra. Það þarf ekki að þýða að ég hafi fordóma gegn öðrum stöðum sem ég vel ekki. Ég minni þó á að þegar ég vel eina leið er ég að hafna öðrum.

Ég er ekki á móti ESB en ég er á móti því að sækja um ESB NÚNA. það er einfaldlega þannig að aðildarumsókn mun draga til sín gríðarlega fjármuni, orku og tíma stjórnmála og starfsmanna. Þessu væri mun betur varið í uppbyggingu innanlands.

Þessi gönuhlaup samfylkingar er það fáránlegasta sem ég séð til misvitra sjórnmálamanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.5.2009 kl. 01:01

5 identicon

Herinn hefur alltaf samanstaðið af ungum mönnum (og nú nýlega, ungum stúlkum), sem svo er innrætt að hlýða skipunum án þess að hugsa.

Það er einmitt "kjarni málsins" sem blað kjarna málsins talar ekki um.

Pyndingarnar eru ekki á ábyrgð þessara vesalings fólks sem var sett í þetta helvíti á jörðu.  Fólkinu var sagt að "mýkja" fangana fyrir yfirheyrslur.  Því var hrósað þegar það gat þröngvað fram fáránlegar játningar eða upplýsingar (þú játar allt undir pyndingum).

Það eru þeir sem létu skrifa djöfulleg minnisblöð með lagagildi, svokallað "torture memo" sem bera ábyrgðina.  Svo auðvitað allir yfirmenn milli forsetans og þessara ógæfusömu ungmenna, sem fengu ekki þann siðferðilega stuðning sem yfirmenn í her og lögreglu eiga að gefa undirmönnum sínum,

Ungt fólk í lögreglu og her sem fær það hlutverk að hafa lögvarið vald yfir borgurum eigin ríkis eða erlendra ríkja, þarf að fá skýr skilaboð að ofan, eins og hópur af hundum er á ábyrgð eigandans, þá er þetta fólk á ábyrgð sinna yfirmanna.

Sjá Viðtöl við böðlana

Georg O. Well (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband