Fyndin króna

Það er hlegið af krónunni um heim allan segir Guðmundur Ólafsson. Ég veit ekki hvað fólk í útlöndum er að gera í dag en kannski eru peningabrandarar vinsælir núna.

Það þarf að koma stöðugleika á krónuna áður en önnur mynt er tekin upp.

Margir hagfræðingar mæla fyrir einhliða upptöku erlends gjaldmiðils en samfylkingin þorir því ekki vegna þess að þá muni ESB refsa Íslendingum. Skemmtilegir vinir það eða hitt þá heldur.

Það er útlit fyrir að ESB séu að þvinga Íslendinga í ESB ef marka má það sem sagt er. Ekki fannst mér þó fyndið að Guðmundur Ólafsson skyldi bera fram hræðsluáróður fyrir inngöngu í ESB á RUV.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Svolítið skondið að lesa þetta viðtal við Ágúst Valfells, sérlegan talsmann einhliða upptöku Evru. Í einu svarinu segir hann:

Menn gleyma því að ef Ísland uppfyllir Maastricht skilyrðin með eigin gjaldmiðil, þá þarf það ekki á evrunni að halda.

Sem sagt: Við þurfum ekki á Evrunni að halda. Ástæðan hlýtur að vera sú að krónan sé allt eins góð eða henti íslensku hagkerfi betur.

Haraldur Hansson, 29.5.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já rökleysan í umræðunni virðist vera endalaus

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.5.2009 kl. 17:29

3 identicon

Guðmundur Ólafsson telur best að taka upp nýjan gjaldmiðil en hann er svo hrifinn af verðtryggðu krónunni að hann vill halda henni.  Ekki mjög gott að skilja þann fræðing frekar en marga aðra fræðinga. 

Reyndar er það satt að víða um heim brosa menn af krónunni og reyndar líka þeim sem henni "stjórna" en þeir hinir sömu eru flestir að drepast úr hlátri þegar þeim er sagt frá verðtryggðu krónunni, spyrja reyndar oft hvort við séum rugluð.   

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 17:53

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ég var einmitt að velta því fyrir mér áðan hvernig í fjandanum yfirvöld komast upp með að haga sér svona. Þau eru að setja fyrirtækin á hausinn, fjölskyldurnar á hausinn, virðast ætla að losa þjóðina við auðlindirnar og krónan enn á niðurleið. Vanhæfni andskotans.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.5.2009 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband