Úr Hvítbók...Útrásarforsetinn

Ég held að til þess að ná megi fram stjórnmálaumbótum á Íslandi þurfi Útrásarforsetinn að víkja.

Útrásar foringinn

Forsetaembættið
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands í Finnlandi ásamt Róberti Wessman, Hannesi Smárasyni, Björgólfi Thor Björgólfssyni og Hreiðari Má Sigurðssyni.

Enginn íslenskur ráðamaður hefur veitt útrásarvíkingum jafnmikið skjól og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Guðjón Friðriksson missti trúverðugleika sem sagnfræðingur, þegar hann tók að sér á kostnað þriggja banka, sem allir eru orðnir gjaldþrota, að mæra forsetann fyrir framgöngu hans. Þegar Guðjón var gagnrýndur, sagði hann, að vissulega gengi Ólafur Ragnar stundum of langt í ákafa sínum.

Smáfuglarnir eru þeirrar skoðunar, að þessi orð Guðjón hafi enn sannast, eftir að Geir H. Haarde hafði afhent Ólafi Ragnari lausnarbeiðni sína. Þá flutti Ólafur Ragnar ræðu með fjórum skilyrðum, sem stjórnmálamenn ættu að virða við stjórnarmyndum. Reyndi hann þar að knýja stjórnmálaforingjana til að taka að sér tillögur sínar um sáttmála um samfélagsmál í áramótávarpi hans – en þessar tillögur féllu dauðar til jarðar, strax og þær höfðu verið kynntar. Nú virðist forsetinn sjá leið til að blása lífi í þær að nýju, eftir að hann fékk það hlutlausa verkefni að mynda nýja stjórn. Hann reynir einnig að troða sér inn í þá hreyfingu um „nýtt lýðveldi“, sem virðist að fæðast.

Þá sagði Ólafur Ragnar, að forsætisráðherra í starfsstjórn gæti ekki gert tillögu um þingrof. Þessi yfirlýsing stangast á við það, sem áður hefur verið talið um vald starfsstjórnar – vald starfsstjórna hefur verið talið hið sama og ríkisstjórna að því er varðar allar embættisathafnir.

Stjórnmálamenn segja smáfuglunum, að nú hafi Ólafur Ragnar ákveðið að stofna til stjórnlagakreppu ofan á stjórnarkreppu og bankakreppu. Þykir þetta sýna, að Ólafur Ragnar sé enn við sama heygarðshornið og þegar hann hélt fram málstað útrásarvíkinga – það er hann sé ekki í neinum tengslum við það, sem máli skiptir í íslensku þjóðlífi og gerist offari, hvenær sem tækifæri gefst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband