ESB stjórnar íslenskri löggjöf

Ég hef haft litla samúð með sjálfstæðismönnum og finn varla fyrir henni enn. Ég verð þó í þessu tilviki að vera sammála gagnrýni sem kemur úr þeim búðum:

Annars sæju þýsk stjórnvöld til þess að afleiðingarnar yrðu slæmar fyrir Íslendinga, í viðræðum við ESB og í samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Hvernig væru völd ESB hér á landi ef við værum í bandalaginu þegar þjónkun samfylkinnar við bandalagið er slíkt meðan við stöndum utan þess að það stjórnar löggjafarsamkomu þjóðarinnar.

Samfylkingin sem sýnir Brusselvalhöfum slíka þrælslund er stórhættuleg íslenskum almenningi.

Sænski blaðamaðurinn Johan Hakelius ritaði pistil í sænska dagblaðið Aftonposten nýverið þar sem hann segir Svíþjóð ekki sjálfstætt ríki lengur heldur aðeins kjördæmi innan Evrópusambandsins enda muni Svíar aðeins hafa 18 þingmenn á þingi sambandsins af 735 eftir kosningarnar til þingsins í sumar.


mbl.is Þingmenn fá ekkert að vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég held að ég hafi lesið það einhvers staðar að við yrðum með þrjá

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.5.2009 kl. 03:15

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Er þá ekki málið dömur mínar og herrar að þegar við verðum komin inn, hvenær sem það nú verður að berjast fyrir lýðræðisumbótum innan sambandsins t.d. með því að leggja til að allar þjóðir eigi jafnmarga fulltrúa á þinginu?

Arinbjörn Kúld, 31.5.2009 kl. 15:05

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ha, ha, Ari og þeir samþykkja það strax, eller hur?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.5.2009 kl. 15:23

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Stærstu ríkin eru búin að tryggja sér völdin forever með þessu fyrirkomulagi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.5.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband