Velta sér upp úr sóðaskapnum

Hvers vegna viðgengst sóðaskapurinn þrátt fyrir allan skítinn sem hefur flotið upp á yfirborðið?

Þriðjungur fjölskyldna í landinu stefnir í þrot.

Þetta er afleiðing af sóðalegum stjórnmálum síðastliðin ár.

Samfylkingin tók við 25 milljónum af Jóni Ásgeir og 16 milljónum af Björgólfi Thor.

Er verið að rannsaka Björgólf Thor eða er hann ósnertanlegur?

Icesave innistæðurnar hlóðust upp á vakt samfylkingarinnar í bankamálaráðuneytinu og á vakt fjármálaeftirlits sem starfaði undir stjórn bankamálaráðuneyti/samfylkingar.

Samfylkingin hefur komist upp með mútuþægni, makk með útrásarvíkingum um að komast yfir orkuauðlindir, að ljúga að þjóðinni, að leynda hana staðreyndum, klíkuráðningar og vanhæfni í stjórnsýslu.

Samfylkingin fékk umboð í síðustu kosningum til þess að halda uppteknum hætti ef marka má atburði síðan í kosningum. Misnotkunin á eignum hins opinbera og fjármunum úr vasa skattgreiðenda heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Lausn samfylkingarinnar er að þjarma að almenningi og greiða skuldir óreiðumanna úr vasa almennings.


mbl.is Takmarka ábyrgð vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Já, það er margt sérkennilegt lið í Samfylkingunni! Það er eins og það sé sama liðið sem var í útrásarhópnum sem nú vælir eftir ESB aðild.

Hvað er þetta fólk að fela?

Vilhelmina af Ugglas, 31.5.2009 kl. 20:15

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ég er þeirra skoðunar að það séu enn sömu aðilar sem kippa í spottana bak við tjöldin

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.5.2009 kl. 20:19

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Bjöggarnir eru ekki nefndir á nafn í Mogganum, trúlega skipun frá Óskari Magnússyni

Finnur Bárðarson, 31.5.2009 kl. 21:25

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ef stjórnvöldum hefðu minnsta skybragð á því hvað þarfa að gera hér myndi vera byrjað á að taka á fjölmiðlamálunum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.5.2009 kl. 23:41

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það vantar ekki bara skynbragð heldur líka vilja. Kannski skýra allar milljónirnar sem þeir hafa fengið frá bjöggunum þetta sinnuleysi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.5.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband