Byggja upp láglaunasvæði á Íslandi

Stýrivöxtum enn haldið uppi. Með því að halda uppi háum stýrivöxtum er verið að draga fjármuni úr atvinnulífinu til þess að styrkja bankanna.

Síðan á að koma tapinu áfram til launþega með launalækkunum. Það er búið að finna fínt orð yfir þetta. Stöðugleikasáttmáli heitir það.

Stöðugleikasáttmáli þýðir að launafólk á að taka launaskerðingu sem skilar sér til atvinnuveitenda sem síðan skila henni til fjármálakerfisins í formi vaxta.

Segið svo að AGS hugsi ekki vel um fjármálakerfið.

Sagt hefur verið:

Kerfið sem sjóðurinn setur á laggirnar kemur þjóðum sjálfkrafa á vonarvöl og gengur í stuttu máli út á að viðhalda okurvöxtum (oft til þess að verja gjaldmiðilinn), krefjast óraunhæfra endurgreiðslu lána (sem þvingar niðurskurð á félagslegri þjónustu og orsakar fjöldauppsagnir) og stuðla þannig að atvinnuleysi sem kollvarpar öllu hagkerfinu. Þessi vinnubrögð hafa verið endurtekinn í S-Ameríku, Afríku, Asíu og A-Evrópu—alltaf með sömu afleiðingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Message

Launafólk hefur hér svo áratugum skiptir  - daglega tekið við  launaskerðingum vegna verðbólgu og gengisfalls sem m.a. hefur verið í boði óreiðumanna á ýmsum stöðum. Að auki í boði s.k. "verkalýðsleiðtoga" sem samið hafa fyrir þeirra hönd um smánarleg lágmarkslaun.   Af hverju heldur þú að það hafi þurft að klippa tveimur núllum aftan af krónunni fyrir nokkkrum árum ?  Til að fela óða-verð-bólguna, t.d.

reiðumenn" spruttu ekki upp á síðustu árum, þeir hafa verið hér nokkuð lengi ; siðlausir og miskunnalausir einstaklingar sem mata eigin krók - á kostnað fjöldans; fleyta rjómann ofan af.

Þannig hefur heill her manna lifað á stöðugum gengisbreytingum; einstaklingar í lykilstöðum með innherjaupplýsingar sem þeir hafa geta nýtt sér til að kaupa og selja á réttum tíma. Og almenningi hefur stöðugt blætt. Krónunni okkar líka auðvitað - enda tvö núll farin af.

Og það furðulegsta  af öllu - ef að fólk lítur aðeins, bara örlítið út fyrir kassann - er að laun hafa ekki verið tengd þróun verðlags - en allt hefur þetta verið í boði gjörsamlegrar vanhæfrar verkalýðsforystu.  Þar á meðal má finna einstaklinga á ofurlaunum sem hreykja sér hátt  á tyllidögum.

Hafa ber í hug að það er ekki "náttúrulögmál "að tengja ekki laun við verðlagsþróun.  Þetta er manngert fyrirbæri - og hverjum hugnast það ? 

Að sjálfsögðu verður stöðugleikasáttmálinn kostaður af almenningi - sem fyrr. Því stjórnmálmenn hér skortir þor og dug til að taka á rótum vandans; sama niðurstaða og í fyrra innleggi mínu í dag

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 21:06

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hagsmunir Lánadrottna [skuldsetjara/fjárfesta] eru hafðir að leiðarljósi: ES:EU efnahagslegir hagsmunir að mati meirihluta meðlimaríkja ES.

Með samið er [um yfirtöku/innlimun] er millifærslan sett í gangi eignafærsla frá skuldara til lándrottins [bókast síðar] : Skuldin vex svo skuldsetjari, það er lánadrottinn styrkir stöðu sína dag frá degi. Allir vita um meir en 30 ára gömul útvíkkunar áform ES:EU [Áður Frakka og Þjóðverja]. Allir vita um væntanlega skiptingu Norðurpólsins. Mannfjölgunin 6 milljarðar og þarf af leiðandi prótín skortur er ástæða til drepa fyrir í stað þess að svelta í hel.

Ríkisstjórnin getur stöðvað dráttarvextina að mati fulltrúa ES:EU hún verður bara að eiga frumkvæði að eigin slátrun. Gott  að vera ekki í ríkisstjórn ef maður er huglaus [lítil greind] og trúir ekki á þjóðina alla. Ríkistjórnin á ekki gott að mínu mati. Hún veit ekki betur, hefur ekki greind til að greina á milli.

Júlíus Björnsson, 4.6.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband