Hugsa bara um #%#$#% á sjálfum sér...

...sagði maður við mig í vetur um stjórnmálaelítuna.

 Nú er ríkisstjórnin að koma því þannig fyrir að misgjörðir þeirra og getuleysi vegna Icesave fari ekki að brenna á almenningi fyrr en hún er búin að koma málum sínum í höfn.

Ríkisstjórnin gengur fram með rangfærslur og villandi upplýsingar og treystir því að almenningur skilji ekki hvaða þýðingu þessi nauðungarsamningur hefur fyrir þjóðina.

Skuldbindingin er upp á 900 milljarða á næstu 7 árum. Allir aðrir þættir málsins eru í óvissu.

Miðað við þá stjórnvisku sem ríkti í Landsbankanum má gefa sér að eignir hans séu nánast verðlausar.

Björgólfur Thor lifir nú í vellystingum í Bretlandi umvafin skjaldborg flokkseigendaklíkunnar.

Það er dapurlegt að horfa upp á sóðaskapinn í stjórnarráðinu.


mbl.is Steingrímur fær fullt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki talað um að allt að 95% myndu fást upp í þessa tölu á þessum tíma 

Þetta er kannski bertra en gerðardómurinn sem Árni Matthisen samþykkti á sínum tíma.

Þannig að nettótalan verði 45 milljarðar þegar upp verður staðið. 

Ekki eins slæmt og í fyrstu var talið. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 17:07

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Lánasöfn Landsbankans gætu verið orðið ónýt á morgun. Það er verið að skuldbinda þjóðina til þess að greiða 50 milljarða á ári.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.6.2009 kl. 19:47

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Þetta er fróðleg blinda sem fram kemur hjá Jóni hér að framan.  Árlegir vextir eru tæpir 40 milljarðar.  Hvernig getur nokkur maður trúað því í fullri alvöru að nettótalan verður 45 milljarðar þegar dæmið er endalega gert upp?

Segjum að allt innheimtist með vöxtum og vaxtavöxtum.  Er lánasafn Landsbankans með meðalvexti uppá 5,5 %?   Var það sem sagt hannað með það fyrir augun að fitta við þetta skuldabréf?  En ef þeir voru með spákonu sér við hlið sem sá fyrir hrunið og núverandi ICEsave samninga, hverjir eru tilbúnir að greiða 5,5% vexti af því sem innheimtist?  Lánið er jú afborgunarlaust fyrstu 7 árin.  Og almennir stýrisvextir í heiminum kringum hálft prósent.  

Og til hvers er verið að eyða stórfé í samninga og skapa óvissu í efnahagslífinu ef lánasafn Landsbankans var svona rosalega öruggt og vel hannað?

Ef fólk trúir þessu, hvar eru endamörk trúgirni þess.  Er tunglið úr osti?  Eða er Elvis að syngja á Júpíter?   

Ég get ekki að því gert að mig langar til að vita hvar mörkin liggja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.6.2009 kl. 23:52

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ef vextirnir leggjast við höfuðstól þá verður vaxtakostnaðurinn á ári komin yfir 50 milljarða í lok tímabilsins. Höfuðstóllinn verður hátt í 1000 milljarðar. Ég þori ekki að reikna hvernig dæmið lítur út eftir 15 ár.

Þetta hafa yfirvöld skuldbundið ríkissjóð í ábyrgð fyrir. Þessi gjörð er landráð ekkert annað.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.6.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband