Kreppan rakin til glóbalismans

Græðgi fjármálaaflanna hefur leitt til undirmálslána og markaðsmisnotkunar.

Fjármálastarfsemi undanfarin ár hefur átt meira skilt með glæpastarfsemi en fagmennsku.

Stækkunarárátta ESB hefu leitt minni og fátækari þjóðríki í ógöngur.

Efnahagkerfi Lettlands hugsanlega að hrynja þrátt fyrir að þeir hafi verið í ESB síðan 1. maí 2004 eða í 5 ár og allan þann tíma unnið að því að taka upp evruna. Gjaldmiðill Letta, latið, er tengt við gengi evrunnar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var beðinn um að aðstoða landið um svipað leyti og Ísland. Það sem er helzt að drepa Letta núna er tengingin við evruna sem þýðir að latið er alltof hátt skráð. Þeir þurfa að fella gengið og slíta á tenginguna en Evrópusambandið er á móti því enda óttast það þá að önnur ríki sambandsins fari að hugsa sinn gang. En efnahagsástand Lettlands er orðið það alvarlegt að hrun þar gæti hæglega haft keðjuverkun um allt Evrópusambandið.

Er ekki áróður Evrópusambandssinna að ef við hefðum verið í ESB hefðum við ekki lent í bankahruninu sl. haust??


mbl.is Niðurstaða eða ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Jú, Rogoff færði fullnægjandi rök fyrir því í viðtali Boga Ágústssonar við hann fyrr á árinu.

Nema ESB hefði bannað starfsemi íslenska banka á efnahagssvæðinu en slíkt er hæpið.  Það gilda jú lög á svæðinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.6.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband