Óvinur Íslands er maður sem tekur að sér verkefni sem hann ræður ekki við

Ef maðurinn hefði viljað gera Íslandi gagn hefði hann séð til þess að hæfir einstaklingar tækju að sér þetta verkefni.

Nú hefur hann bætt versta samningi sögunnar á feriðskránna og brosir út að eyrum.

Hvað skyldi gleðja hann?

Svavar sýndi undirlægjuhátt aldarinnar í þessari samningsgerð.

Íslendingur með reisn velur dómstólaleiðina.

Íslendingur með reisn tekur ekki að sér verkefni sem hann ræður ekki við.

Íslendingur með reisn gengur ekki brostandi frá því verkefni að hneppa næstu kynslóð í ánauð.


mbl.is Hagkerfið kemst í skjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nefndu einhvern sem hefði gert betur. Það er allveg makalaust hvað margir eru til í að draga allt niður í neikvætt væl en koma ekki með neinar lausnir.

Kjartan (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ekki þennann?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.6.2009 kl. 13:51

3 identicon

Auðvelt að segja svona. Alltof margir gagnrýna en koma ekki með neinar lausnir.

Ef þú villt ekki þennan samning hvernig vilt þú þá gera málið upp.

Kjartan (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 13:57

4 identicon

Gott er til þess að vita að Jakobína Ingunn Ólafdóttir skuli vera með fulla reisn og hæfni. Þess utan laus við undirlægjuhátt. Það hentar vel við uppkvaðningu margvíslegra dóma um menn og málefni.

Sverrir (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 14:10

5 identicon

Þið sem verjið þennan samning og heimtið tillögu að betri lausn af gagnrýnendum. Forsendurnar eru rangar. Ísland á ekki að þurfa að leysa þetta mál. Bretar eiga að leysa það. Ef þeir telja að íslenskir skattgreiðendur beri ábyrgð láta þeir einfaldlega á það reyna fyrir dómsstólum. 

Ég er kominn út á hálann ís hér (á alveg eftir að skoða málið) en það er til eithvað sem heitir "odious dept", ólömæt skuld (veit ekki um íslenskt heiti). það eru skuldir sem hafa verið þvingaðar upp á einhvern. það er viðurkent að slíkar skuldir séu óréttmætar og eigi ekki að borga. það ætti að eiga við hér alveg sama hvað íslensk stjórnvöld hafa gengist inná í fortíðinni. það er verið að þjóðnýta tap einkafyrirtækis og öll rök fyrir því að við eigum að greiða þetta standast ekki.

sá sem tekur lán ber ábyrgð á því að borga skuldina. Sá sem lánar ber áhættuna. EKKI einhver annar!!

ábyrgð ríkisins á innistæðum á Íslandi hefur ekkert með þetta að gera og mismunar ekki eftir þjóðerni heldur landamærum. Ákvörðun íslenska ríkisins um það hvernig dreyfa eigi íslensku skattfé á íslenska skattgreiðendur kemur Bretum eða ESB einfaldlega ekkert við.

ég sendi eftirfarandi tölvupóst á þingflokk VG og reyndi að rökstyðja mál mitt þar. 

-----------------------------------------------------

Kæru Þingmenn VG.

Vegna Samninga um lausn á Icesave deilunni við Hollendinga og Breta.

Ég vil hvetja ykkur til að skoða allar hliðar á þessu máli áður en þið
takið afstöðu til þess. Ennig að þið krefjist þess að öll smáatriði og
forsendur í þessum samningi verði gerð opinber áður en nokkur
atkvæðagreiðsla fer fram. Enfremur tel ég að þetta mál sé það stórt í
sniðum að taka eigi ákvörðun um það í þjóðaratkvæðagreiðslu


Rökstuðningur-------------------------------------------------------

      * Myndu íslensk stjórnvöld lúta samskonar skilmálum ef um t.d.
        Færeyjar væri að Ræða?
Breskir innistæðueigendur borga ekki skatta á íslandi því er vandséð
hvernig íslenskir skattgreiðendur beri ábyrgð á innstæðum í einkabanka
starfræktum í Bretlandi.
Íslenskur almenningur ber hvorki samfélagslega né siðferðilega ábyrð á
málinu. Við höfum hvergi komið nálægt neinum ákvörðunum.

Lögfræðingar hafa dregið í efa lagalega ábyrgð íslands í málinu. Þetta
hlýtur að þurfa að athuga ofan í kjölinn. Og ef það hefur verið gert
þarf að upplýsa um það í smáatriðum áður en ákvörðun er tekinn.
 

Samkvæmt fréttum mun íslenska ríkið (Skattgeiðendur á Íslandi) ábyrgjast
um 640.000 Mkr króna (skv núverandi gengi krónunnar) til greiðslu á
innistæðutryggingum í Icesave.
Þessa upphæð munu Bretar og Hollendingar lána Íslenska ríkinu á 5.55 %
vöxtum. Engar afborganir eða vaxtagreiðslur munu fara fram á næstu sjö
árum en lánið skal borgast upp á næstu 15 árum. Eignir þrotabúisins mun
svo koma á móti.

Vextir af þessu verða skv. núverandi forsendum yfir 35.000 Mkr á ári sem
þýðir að kostnaðurinn að þessu gæti orðið allavega um 400.000 Mkr.
samkvæmt Hagstofunni var verg landsframleiðsla (VFL) 2008 1.465.065 Mkr
þannig að kostnaðurinn vegna þessa einstaka máls gæti auðveldlega numið
1/3 af VLF. Þetta bætist við gríðarlegan annan kostnað sem leggst nú
íslenskan almenning.
Þessar tölur um kostnað eru að sjálfsögðu skot út í loftið því að
óvissan um flestar forsendur eru algjörar.

Það hefur ekki komið neitt vitrænd mat (allavega ekki fyrir sjónir
almennings) hver kostnaðurinn gæti orðið.

-Það er ekkert í hendi um virði eigna Landsbankans.
-Hve mikið af eignum bankans fer til annarra kröfuhafa en þeirra
innistæðueigenda sem falla undir þessa innistæðutryggingu og hvaða
afleiðingar getur það haft ef þeir fá ekkert.
 
M.ö.o. við vitum ekkert um getu okkar til að greiða þetta lán niður
eftir sjö ár (allavega hefur almenningur ekki gögn til að meta það)

þessar skuldbindingar, ásamt öðrum slíkum sem verið er að leggja á
íslenskan almenning, gætu hæglega orðið til þess að Ísland fylgdi í
fótspor landa eins og Argentínu, Tælands o.s.frv. (listinn er sorglega
langur).

Ákvarðanir alþingis um þessar mundir gætu haft gríðarlega afdrifarík
áhrif á íslenskt samfélag í framtíðinni.

Ég bið ykkur því að hugsa ykkur vel um áður en þið samþykkið ábyrgð
Íslensks almennings á gjörðum einkafyrirtækja.

Benedikt G. Ófeigsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 15:03

6 identicon

Þú ert ítrekað beðin um að benda á annan og betri samningamann og hvaða betri niðurstöðu þinn maður hefði fengið. 

Væri ekki rétt að svara og koma með eitthvað uppbyggilegt.  Manni líður bara hálf illa að sjá svona fúkyrðaflaum eins og frá þér kemur.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 19:02

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jón Óskarsson ég vil byrja á því að lýsa samúð minni með viðkvæmni þinni.

Ég vil benda þér á að það eru 12 ráðherrar við störf í ráðuneytum og það er þeirra hlutverk að finna hæfa samningamenn en ekki mitt.

Það er fjöldi íslenskara og erlendra aðila með þekkingu og reynslu til þess að sjá við slyngum erlendum samningamönnum. Ég sá engan þeirra í þessari Icesavenefnd.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.6.2009 kl. 19:23

8 identicon

Það er alveg hárrétt að valið á samninganefnd er fyrst og fremst pólitískt en ekki faglegt. Ég held samt að það hefði engu breytt. 

 Ég hef engin haldbær rök fyrir mér, en í ljósi framgöngu Breta, ESB, og linku íslenskra ráðamanna í málinu held ég  að þetta hafi ekki verið samningaviðræður heldur hótanir og ofbeldi að hálfu Breta. allavega voru öll ummæli Breskra yfirvalda í þeim dúr.

Það er verið knésetja íslendinga í málinu og það var alltaf meiningin.

Við eigum einfaldlega ekki að gangast við ábyrgð á þessu og taka afleiðingunum ég efast um að þær yrðu verri en það sem nú liggur fyrir. allavega gætum við haldið einhverri reisn.

Benedikt G. Ófeigsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 20:41

9 identicon

Davíð Oddsson hefði verið fullkominn samningamaður og eflaust fengið úr Bretunum hundruði milljarða í bætur fyrir hryðjuverkastarfsemi Breta.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband