Fólk grætur

Skömm þeirra sem hafa kallað þetta yfir þjóðina mun fylgja þeim
mbl.is Hrekkur ekki fyrir skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eldur Ísidór

Já, þetta hristi mig.

Eldur Ísidór, 8.6.2009 kl. 19:53

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Fólk grætur líka í útlöndum yfir "icesave"!...Þegar "neyðarlögin" voru sett í október 2008 af þáverandi stjórnvöldum var bókfest að !innistæður" íslendinga" væru tryggðar...umfram innistæður Hollendinga og innistæður Breta!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2009 kl. 21:38

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er miskilningur Anna. Bresk yfirvöld gáfu út yfirlýsingu 8. október og sögðust ábyrgjast innistæður allra breskra þegna.

Enda bar breskum yfirvöldum að vernda SÍNA skattborgara.

Þvingunin gagnvart Íslendingum snýst um allt annað.

Gráðug erlend yfirvöld hafa séð sér leik á borði.

Íslensk yfirvöld hafa aldrei borið ábygð á íbúum Bretlandseyja eða innistæðum þeirra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.6.2009 kl. 22:32

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Auðvita bárum við ábyrgð á OKKAR banka í englandi og hollandi, hann var tengdur við okkar seðlabanka og bauð okkar vexti sem aldrei höfðu sést annarsstaðar á byggðu bóli.

Að bresk yfirvöld hafi svo burstað okkar í samningum er svo bara gefið þarsem breska krúna hefur það nú ekkert yfir sið að gefa neitt eftir, þannig framklluðu þeir nú seinna stríðið með því að svelta þjóðverja sturlaða.

Það voru nú okkar fjármálaráðherra og forsætis sem stóðu að þessum innlánareikningum líka, það var lausn á vanda bankanna, banka sem höfðu lánað út of mikið fé. Vð vorum með í þessu geimi frá svo mörgum hliðum. Og algjörlega er það nú týpískt fyrir okkur að reyna svo að sleppa sem billegast.

Við og bankarnir okkar sviðu fé af hjartveikum börnum, gjaldþrota sveitarfélögum og líknarfélögum.......horfumst í augu við það.

Einhver Ágúst, 8.6.2009 kl. 22:58

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Útibúið í Bretlandi var undir eftirliti breska fjármálaeftirlitsins og það brást. Bretar báru ábyrgð á eftiliti með Icesave.

Það getur vel verið Ágúst Már að þú hafir sviðið fé af hjartveikum börnum, gjaldþrota sveitarfélögum og líknarfélögum en það hef ég ekki gert og það hafa aðrir Íslandingar ekki gert ef frá eru taldir Björgólfur Thor, Björgólfur Guðmundsson, Sigurjón Árnason og aðrir stjórnendur Landsbankans.

Ríkissjóður sem fjármagnaður er af íslenskum skattgreiðendum ber enga ábyrgð á skattgreiðendum annarra landa. Þetta er Bretum vel ljóst enda lofuðu þeir Icesave eigendum bótum frá fyrsta degi. Stjórnvöldum í Bretlandi hefur verið ljóst frá upphafi að ábyrgðin er þeirra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.6.2009 kl. 23:12

6 Smámynd: DanTh

Hvað ertu að fara með þessu innleggi þínu, Anna?  Ég er ekki alvega að átta mig á því!!  Áttu við að þetta sé bara gott á íslenskan almenning því íslensk stjórnvöld hafi líka spilað illa úr þessu máli gagnvart Bretum og Hollendingum? 

Ég minni þig á að það eru einungis fáeinir menn sem bera ábyrgð á þessari skömm.  Þó þessir ræflar hafi farið um víðan völl í nafni okkar sem þjóðar, þá störfuðu þeir einungis í eigin þágu.  Þeir sviku sitt samfélag og alla sína viðskiptavini, hérlendis sem erlendis, í mikilfenglegum blekkingaleik sem var ein allsherjar svikamylla frá upphafi.  Hvorki ég né nokkur þegn þessa lands berum ábyrgð á gjörðum þeirra í þeim efnum. 

Á Alþingi eru líka spilltir stjórnmálamenn, stjórnmálamenn sem þessir glæpamenn tengdust markvist til þess að ná fram sínum sviksamlegu markmiðum.  Þeir ráðamenn eru landráðamenn, sök þeirra er augljós.   

Þessi þjóð á svo ekki skilið að vera stöðugt vænd um, í hálfkveðnum vísum, að eiga þátt í sviksemi þessara drullusokka, því hún kom þar hvergi nærri.  Við berum heldur ekki ábyrgð á gerræðislegum ákvörðunum stjórnmálamanna í þessu máli, við líðum hinsvegar fyrir þær í dag.  

DanTh, 8.6.2009 kl. 23:24

7 Smámynd: Einhver Ágúst

Við kusum stjórnmálamennina og við dýrkuðum þessa keisara, þó okkur hefði átta vera ljóst að þeir voru berrassaðir fyrir framan okkur.

Lýðræði fylgir ákveði ábyrgð, þar sváfum við hvert og eitt.

Einhver Ágúst, 9.6.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband