Búsáhaldsbyltingin krafðist lýðræðis en ríkistjórnin býður skuldaánauð

Það sem er að gerast var fyrirsjáanlegt og svona verða hlutirnir meðan gamlir spilltir stjórnmálamenn ráða för.

Lýðræðisumræða hefur verið kæfð

AGS er að rústa atvinnulífi og verðmætasköpun á Íslandi með stefnu sinni.

Ríkisstjórnin vinnur að því að binda þjóðina enn fastar á skuldaklafa gegn erlendum ríkjum.

Sífellt fleiri landsmenn verða hnepptir á bás skuldaánauðar og smánarlauna


mbl.is Valtur meirihluti í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Minn gamli skólafélagi úr MA, steingrímur J. kallar Icesave samkomulagið "besta mögulegu niðurstaða".

Nú þarf að fara að skvetta köldu vatni á karlinn til að vekja hann upp.

Fram kom að Steingrímur og félagar létur bretana kúga sig og neituðu aðkomu dómstóla (...Jóhanna og Steingrímur tóku greinilega yfirgangnum fagnandi því þá þarf ekki að kryfja málavöxtu sem myndi opinbera spillinguna sem var undirliggjandi).

Þeir bugtuðu sig og samningaferillinn fór í rangan farveg.

Lægra er ekki hægt að fara sem ábyrgðaraðili heillar þjóðar.  Vanhæfið er alveg kristaltært.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 22:06

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég er reiður, ofsareiður. Þess vegna þegi ég á blogginu áður en ég segi eða geri eitthvað sem ég sé svo eftir. Sammála öllu sem hér og víðar hefur komið fram í andófinu gegn icesave. Hef engu við það að bæta öðru en því að líkurnar á brottfluttningi af landinu aukast dag frá degi.

Arinbjörn Kúld, 10.6.2009 kl. 00:24

3 identicon

Já maður þarf að draga andan djúpt og telja upp á 10 áður en maður opnar munnin eða skrifar eithvað

Það er þó örlítil von um að þetta verði ekki samþykkt. ég er reyndar hræddur um að XD veiti þessu stuðning eða hlutleysi þannig hugsanleg andstaða innan VG dugi ekki.  

En viðbrögðin í samfélaginu veita von. Íslenskur almenningur er smám saman að breytast úr leiðitömum sauðum í virka þjóðfélagsþegna með skoðanir og kröfur á valdhafana. vonandi að þetta sé þróunn sem heldur áfram og vonandi nær íslenskur almenningur að koma í veg fyrir að íslendingar verði gerðir að þrælum auðvaldsins. Það verður einungis gert með þrotlausri vinnu og samstöðu.

Benedikt G. Ófeigsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband