Svíkja um vaxtabætur

Fasteignamat er skattstofn og hefur áhrif bæði á vaxtabætur og fasteignagjöld. Með því að hækka fasteignamatið kemst ríkisstjórnin hjá því að standa við gefin loforð um hækkun vaxtabóta.

Hækkun fasteingnamats leiðir til svokallaðra jaðaráhrifa í skattheimtu og leiðir m.a. til skattpíninga á lágtekjufólki.

Hækkun fasteignamats getur hæglega þurrkað út vaxtabætur hjá láglaunafjölskyldu.

Fasteignagjöld miðast líka við fasteignamat og bitnar þessi aðgerð sérlega á þeim sem eru með stórar eignir en neikvæða eiginfjárstöðu, þ.e. þeim hópi sem verst stendur núna.

Þessi aðgerð er í beinni mótsögn við loforð ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Fasteignamat íbúða hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þarna er verið að hjálpa sveitarfélögum landsins sem eru meira og minna á kúpunni.

Arinbjörn Kúld, 12.6.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já en því miður bitnar þetta á þeim sem síst skildi. Þetta er skattheimtuaðferð sem tekur ekki tillit til tekna eða neyslu og getur komið láglaunafólki og atvinnulausum í veruleg vandræði.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.6.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband