1 verkefni: hjálpa útrásarvíkingunum

Fyrst á lista ríkisstjórnarinnar er:

Samið um Icesave við Breta og Hollendinga til að greiða fyrir alþjóðlegu samstarfi og endurreisn efnahagslífsins.

Alþjóðafyrirtæki ráða yfir rúmlega 50% af hagkerfum. Í heimskreppunnibirtist barátta alþjóðafyrirtækja fyrir umráðum yfir auðlindum jarðar. Ríkisstjórnir aðstoða auðvaldið við að komast yfir eignir almennings með því að styrkja fjármálafyrirtæki í einkaeigu með fjármunum úr ríkissjóði sem teknir eru úr vasa skattgreiðenda.

Vinstristjórnir friðþægja almenning með ölmusuhyggju. Almenningur er skattpíndur og honum steypt í skuldir en síðan ganga þessar svokölluðu vinstristjórnir fram og bjóða "sértækar aðgerðir" það er að segja ölmusu til hluta þeirra sem þær hafa komið á vonarvöl.

Lítum þá á fyrsta verkefni Ríkisstjórnarinnar: greiða fyrir alþjóðlegu samstarfi og endurreisn efnahagslífsins. Hvað þýðir "endurreisn efnahagslífsins" Er skuldbinding upp á 650 milljarða gagnvart Bretum og Hollendingum liður í þeirri endurreisn?

Viðskiptajöfnuður þarf að standa undir afborgunum og vaxtagreiðslum af erlendum lánum. Viðskiptajöfnuðurinn var jákvæður um 15 milljarða á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sem gerir um 60 milljarða á ársgrundvelli.

Markmið ríkisstjórnarinnar með Icesavesamningnum er ekki að bæta hag almennings.  Icesavesamningurinn greiðir einungis leið fjármálakerfisins og alþjóðafyrirtækja. Ríkisstjórnin leitar leiða til þess að komast í náðinna hjá Evrópuklúbbnum. Hvað má það kosta?

Flýtur almenningur sofandi að feigðarósi í þeirri trú að ölmusuríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur muni bæta upp þá skuldahýt sem hún er að koma samfélaginu í?

Viljum við þetta?


mbl.is Segir 21 verkefni af 48 afgreidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Ég segi NEI! við þessu bulli ríkisstjórnarinnar. Það er vel þekkt, eins og þú réttilega bendir á, að "vinstri/jafnaðar" stjórnir búa til félagsmálapakka sem þeir verða svo góðir við og allir tárast yfir "aumingjagæsku þeirra".

Hafsteinn Björnsson, 12.6.2009 kl. 14:43

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Allar ríkisstjórnir vinna í umboði Alþingis sem aftur starfar í umboði þjóðarinnar.

Hefur þessi þjóð gefið Alþingi umboð til að samþykkja óútfylltan víxil upp á litla 650 milljarða?

Þessi bráðabirgðasamningur Svavars stúdents jók ekki að mun tiltrú fjármálaheimsins á Íslendingum. Gengishrap krónunnar hefur komið í kjölfarið og við það hækkaði samningurinn um 37 milljarða.

Getur einhver nefnt mér dæmi um að virðing þjóðar vaxi við að krjúpa á kné og glúpna fyrir hótunum?  

Árni Gunnarsson, 12.6.2009 kl. 18:14

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Árni.

Þetta þótti alltaf góður siður hjá þeim þjóðum sem horfðu framan í ógn Mongólana.

En er ESb ígildi ógnarverknaða þeirra????

Er Evrópa byggð upp af illmennum??'

Eða eigum við að brosa af bulli Leppa og Skreppa Samfylkingarinnar í þessu máli???????????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.6.2009 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband