Erfitt að losna við embættismenn sem tengdir eru oligarkaveldinu

Undanfarin ár hefur þróast á Íslandi stjórnarfar sem líkja má við oligarkíu Rússanna. Vald glæpamafíunnar var orðið algjört. Stjórnmálamenn spilltu dómsvaldinu og embættismannakerfinu með því að raða þangað aðilum tengdum sjálfum sér og glæpamafíunni. Með þessum hætti þróaðist stjórnafar á Íslandi í glæpamafíu sem lék sér að auðlindum og velferð þjóðarinnar.

Spillingin var svo ríkuleg að "viðskiptamenn" og "kjölfestufjárfestar" voru farnir að móta löggjöf landsins vegna vinfengis við stjórnmálamenn. Þeir stærðu sig að því að ná í gegn nánast öllum óskum um lagabreytingar. Stjórmálamenn þáðu tugi milljóna af "viðskiptamönnum" og "kjölfestufjárfestum". Fjölmiðlar á Íslandi eru í eigu olígarkanna.

Ríkissaksóknari og lögregla hefur varið kröftum sínum í að eltast við smábófa en létu stórglæpamennina óáreitta við sína iðju.

Dómskerfið tekur hart á glæpónum sem stela sjampói í Hagkaup eða ætla má að hafi einbeittan brotavilja. Farið er hins vegar mjúkum höndum um mál stórglæpamannanna þá sjaldan sem þeim er ekki vísað frá.


mbl.is Valtýr vill ráða Evu Joly
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott er að skoða þessi má í samhengi.

Staðreyndin er sú að að börn og unglingar undir lögaldri eru tekin föst og færð til yfirheyrslu hjá lögreglu.

Einkahlutafélag hér í eigu þekktra auðmanna sem m.a. rekur smásöluverslanir  hér stundar það að kæra óvitana - vegna hnupls á karamellum - til lögreglu með sérstakri beiðni um refsingu

Þess má geta að ef viðkomandi barn lendir á sakaskrá vegna karamelluhnuplsins mun það skerða verulelga möguleika þess sem borgara um ókomin ár. Viðkomandi auðmönnum er greinilega alveg sama um það; m.ö.o. það er engin miskunn gagnvart óvitunum.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 11:46

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jebbs - við kunnum sko að forgangsraða eða þannig

Arinbjörn Kúld, 13.6.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband