Mætum á Austurvöll og mótmælum nauðasamningi ESB

Stjórnmálaelítan á Íslandi þráir að vera í náðinni hjá stjórnmálaelítum í Evrópu. Þeim langar að fá að vera með í klúbbi fína fólksins í Evrópu og hugsar með skelfingu til þess að verða útskúfað frá nægtarborðum þeirra sem arðræna alþýðu landa.

Með Icesave samningnum vilja þau friðþægja "fína fólkið" sem er í raun hinir verstu ruddar sem leyfa það að gamalmenni farist úr vosbúð yfir vetrartímann í þeirra eigin heimalöndum.

Með Icesave samningnum vill stjórnmálaelítan tryggja sér klúbbaðild en margar kynslóðir afkomenda okkar eiga að borga klúbbaðild þeirra með því að lifa í sárri fátækt og örbyrgð. Tækifæri þeirra til menntunar og velmegunar verða ekki þau sömu og við höfum fengið að kynnast vegna vanhæfni og græðgi einstaklinga sem sitja við völd í skjóli valdamúra sem þeir hafa reist um embætti sín.

Liggjum ekki dofin heima hjá og okkur og leyfum þessu að gerast

Förum á Austurvöll og verjum afkomendur okkar.


mbl.is Mótmæli vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég er sem sagt einn af fína fólkinu. Ég fer ekki á Austurvöll af þessu tilefni. Með því vona ég að ég getir slegið skjaldborg um heimilin í landinu. Ég leggst ekki svo lágt að halda því fram að ríkistjórnin sé ekki fulltrúi almennings í landinu. Jafnvel Ríkisstjórn GH (og Sólrúnar) var það þó af miklum vanmætti. Ég lít svo á að sé þessi samningur felldur í þingi þá verður ríkisstjórnin að segja af sér. ..."og ekki tók þá betra við"; svo vitnað sé í Revíuna.

Gísli Ingvarsson, 13.6.2009 kl. 12:22

2 identicon

Ullum á Icesave. Við þurfum ekkert á lánum frá öðrum að halda. Við þurfum enga samvinnu við aðrar þjóðir. Tökum N-Kóreu okkur til fyrirmyndar. Berjumst.

Magnús (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 13:05

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Magnús venjulega eru öfgayfirlýsingar á borð við þínar merki um lélegan málstað.

Eðlilegur vettvangur fyrir Icesavedeiluna er Alþjóðadómstóllinn í Haag. Hvers vegna skirrist ríkisstjórnin við þeirri leið?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.6.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband