Lögfræðiálit eru kjaftasögur valdhafanna

Valdamenn og auðmenn ráða lögfræðinga til þess að gefa út álit sér í hag. Gunnar Birgisson fær lögfræðiálit hjá lögmannastofunni Lex. Landsbankalögmennirnir hvítþvo Sigurjón Árnason. Löfræðingar gefa álit um að að afskriftir í Kaupþingi hafi verið lögmætar jafnvel þótt þær hafi verið hluti af markaðsmisnotkun.

Svo er allt útlit fyrir að Bakkabræður séu að kaupa Kaupþing í Lúxemburg......k0668963


mbl.is Var ekki skylt að bjóða verkin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lögfræðiálit er ekki niðurstaða með dómi heldur álit fyrir þann sem borgar
reikninginn fyrir álitið.  Hann vil að sjálfsögðu hafa álitið eins og það er
best fyrir hann.  Það fá allir álit hjá lögmanni við sitt hæfi eins og
kostur er hverju sinni. Þess vegna eru dómstólar hugsaðir að kveða upp úr
hvort álitið er rétt.

Ég er fullviss að þessi rök Nýja Kaupþings halda ekki fyrir dómi sem er
engum háður. Ætla þeir í Nýja Kaupþingi að verja þennan gjörning Gamla Kaupþings fyrir dómi ef svo fer að kröfuhafar í þrotabú Gamla KB fara alla leið þegar Neyðarlögunum verður aflétt hér á landi þ.a.s ef það verður þá nokkurn tímann

Þessi gjörningur er undanskot á fjármunum það er klárt. Hvað segja þeir sem
eiga kröfu í þrotabúið og sjá að það er búið að koma þessu undan með þessum
hætti. Það ber að hafa það í huga að þessi flétta átti að auka virði
hlutabréfanna í leiðinni í Gamla Kb áður en hann fór á hausinn.

Hvað segja þeir sem telja á sér brotið s.s. lífeyrissjóðir sem fjárfestu í
hlutabréfum bankanna oft þegar þau voru í hæstu hæðum

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ





 

B.N. (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

En hver borgar síðan álit dómstólsins?

Baldur Fjölnisson, 15.6.2009 kl. 21:39

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ef einhver breyting hefur orðið í þjóðfélaginu þá virðist mér að spillingin vaxi.

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 15.6.2009 kl. 21:53

4 identicon

Vísir, 15. jún. 2009 22:08

Ber við trúnaði um kostnað og greiðanda álits

mynd
Eiríkur tjáir sig hvorki um kostnað lögfræðiálits sem LEX vann né greiðanda þess.

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar:

,,Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður LEX sem vann lögfræðiálit um viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun, segist ekki tjá sig um kostnaðinn við lögfræðiálitið sem hann vann að beiðni Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra Kópavogs. Hann segist ekki heldur vilja segja til um hver komi til með að greiða fyrir álitið, enda sé hann bundinn trúnaði um allt slíkt.''

Hvernig finnst ykkur þegar þið lesið þessa frétt sem var að birtast á visi.is kl.22.08?

Er ég ekki heitur?

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B,N, (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 23:17

5 identicon

Vísir, 15. jún. 2009 21:51

Ekki búin að ræða starfsmannalánin

mynd
Hulda segir margt á dagskrá fundarins annað en starfsmannalánin. Mynd/Kaupthing.is
„Við erum ekki einu sinni búin að ræða það," sagði Hulda Dóra Styrmisdóttir, stjórnarformaður Kaupþings, þegar blaðamaður truflaði hana á stjórnarfundi bankans rétt í þessu. Spurningin var hvort niðurstaða væri komin í hvort persónulegar ábyrgðir starfsmanna og stjórnenda gamla bankans á lánum upp á fimmtíu milljarða, yrðu felldar niður.

„Það eru margvísleg mál á dagskrá. Við erum ekki að sitja hérna í marga klukkutíma að ræða starfsmannalánin," sagði Hulda.

Ef  Hulda væri dómari myndir þú treysta hennar dómgreind hvort álitið sé rétt ef það kæmi eitt frá þér Jakobína og eitt frá KB bankanum? Í hvað veruleika er þetta fólk er það einhvað skrítið að Eva Joly sé að hugsa sinn gang

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ


B.N. (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 23:37

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ég held að Eva Joly sé að reyna að vekja þjóðina upp. Það er ömurlegt að horfa upp á hvað þetta er heimskulegt, ófaglegt og hreint út sagt barbarískt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.6.2009 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband