Rozadowzki hefur EKKI áhuga á velferð almennings

Það er ekki leynd yfir ógeðfelldum markmiðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Markmið hans er að veikja heimilin og atvinnulífið. Verkfærin til þess eru háir stýrivextir, slátrun velferðakerfisins og þvinganir. AGS starfar á forsendum fjármálakerfisins og AGS kallar góðan efnahag efnahag sem þjónar fjármálakerfinu og alþjóðafyrirækum. Fátækt almennings eykur völd alþjóðafyrirtækja og arðsemi þeirra.

AGS kemur ekki á óvart. Starfar eftir sömu reglum og hann hefur starfað annar sstaðar þar sem hann hefur rústað samfélögum í þágu alþjóðafyrirtækja.

Íslenska Ríkisstjórnin kemur mér hins vegar á óvart. Hvers vegna hefur Ríkisstjórnin tekið stöðu með erlendum lánadrottnum, alþjóðafyrirtækjum og valdhöfum í viðleytni þeirra við að fara rænandi og ruplandi um íslenskt þjóðarbú.

Krafan um Icesave er liður í að færa hið ólögmæta inn á svið hins lögmæta. Erlendir valdhafar vinna að því hörðum höldum að gefa þeirri hugmynd lögmæti að aðilar sem hvergi hafa komið nálægt viðskiptum einkaaðila né heldur vitað af þeim sé áskilinn áhættan af þeim. Ábyrgð verður aldrei aðskilin áhrifum. Sá sem ekki hefur áhrif á ekki að bera ábyrgð á atburðum sem hann gat ekki haft áhrif á.

Það er aldagömul hefð fyrir því að þeir sem hvergi koma nálægt verknaði verði ekki látnir sæta ábyrgð vegna hans. Sá sem ekki hafði valkost né heldur gat haft áhrif á viðskipti getur aldrei verið ábyrgur fyrir þeim nema í furðuheimi valdhafanna.

Ef Íslenska Ríkisstjórnin gengst inn á þessa óhæfu muni erlendir kröfuhafa halda uppi viðteknum hætti og skapa ný lögmæti. Þeir munu réttlæta ofbeldi gegn Íslendingum á þeirri forsendu að Íslendingar hafi svikið Icesave samninginn þegar þeir geta ekki staðið við hann. Þannig munu erlendir aðilar þróa yfirtöku á auðlindum landsins og ef marka má reynslu annarra landa munu þeir ekki fara þjóðina mjúkum höndum.

Hvernig er hægt að endurreisa Ísland þegar meðalútgjöld vegna Icesave á næstu 15 árum eru 55 milljarða á ári. Til samanburðar má geta að 20 milljarða niðurskurður á þessu ári er mikill höfuðverkur fyrir stjórnvöld. Samkvæmt áætlum á að skera niður um 170 milljarða á næstu árum en hvernig passar þessi viðbót upp á 55 miljarða á ári inn í þá áætlun.

Ef heildaskuldir þjóðarbúsins er 3.000 milljarðar og vextir að meðaltali 4% þá er vextir af erlendum lánum 120 milljarðar en vöruskiptajöfnuður var fyrstu þrjá mánuði ársins 15 milljarðar sem en miðað við það aflar þjóðarbúið ekki gjaldeyris fyrir helming af vaxtagreiðslum og þá erum við ekki farin að tala um afborganir.

Gríðalega vaxtabyrði ríkisins við erlenda aðila þarf síðan að taka úr velferðakerfinu. Hverju verður fórnað? Lífslíkum, lífsgæðum, menntun? Verða ungbörn látin deyja fremur en að fá dýra meðferð? Verður öldruðum neitað um mjaðmaliði? Verður dregið úr hjartaþræðingum? Verður bekkjardeildum fjölgað í 50 til 60 nemendur? Eitthvað verður undan að láta og gott væri ef stjórnvöld útskýrðu hvað.

Ég velti því líka fyrir mér hvort stjórnvöld hafi hugsað þetta mál til enda.


mbl.is Stýra þarf skipinu af varfærni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jakobína.

Á meðan ekki er búið að dæma fjárglæframenn og spillta stjórnmálamenn hart þá munu erlendar þjóðir koma fram við okkur eins og ótýnda glæpamenn - samningarnir verða eftir því.

TH (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 18:41

2 identicon

Það sem er alvarlegt í þessu er villimannsleg atlaga ýmissa ríkja Evrópusambandsins og þess sem heildar að almennum borgurum hér á landi.

ES veit nákvæmlega hvað þeir eru að gera með þeim gjörningum sem þeir hafa stutt.

Á að segja mér að almennir borgarar hér hafi áhuga á að Ísland renni inn í þetta samband ? Ég get ekki ýmyndað mér það. 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband