Gríðarleg viðbrögð eru við reiði þessa manns. Við skiljum reiði hans þegar við horfum upp á stjórnvöld verja handónýta stjórnsýslu sem engu fær áorkað við að koma böndum á glæpamennina.
Hinir "gjaldþrota" auðkýfingar sem settur þjóðabúið á hausinn búa enn í villunum sínum, sigla í snekkjunum sínum og eru ósnertanlegir. Enn sitja spilltir þingmenn á Alþingi Íslendinga sem þegið hafa veglegar gjafir af þessum mönnum.
Útrásarvíkingarnir vilja losna við Evu Joly. Þeir vilja losna við hana vegna þess að hún bendir óhrædd á að hið úrelta kerfi og morkin stjórnsýsla og löggjöf virka ekki ef réttlætið á að ná fram að ganga.
Ódugur stjórnmálamanna og varnir þeirra um völd sín hafa leitt til þess að löggjöfin á Íslandi er fornaldarleg og ver ekki almenning. Hvers vegna má ekki breyta lögum sem sett voru í tíð Ólafs Thors?
Er eðlilegt að menn sem eru búnir að liggja í gröfum sínum í áratugi og hafa aldrei heyrt minnst á skuldabréfavafninga skuli enn stjórna landinu með löggjöf sem þeir settu við allt aðrar aðstæður?
Stjórnarskrá Íslendinga var samin 1862. Er þetta boðlegt?
Er það boðlegt að það sé verið að bera fjölskyldur út af heimilum sínum?
Er það boðlegt að Ríkisstjórnin sé að skrifa upp á að Hollendingar geti gengið að ríkiseignum og hvaða ríkiseignum spyr ég?
Er það eðlilegt að fjölskyldur útrásarvíkinga skuli neita að víkja úr embættum vegna vanhæfni og hafi vald til þess?
Er það eðlilegt að Ríkisstjórnin sé búin að undirrita samning sem samin er á torskyldu ensku lögfræðimáli áður enn búið er að þýða samninginn?
Skilur Ríkisstjórnin samninginn sem hún er að mæla með?
Bankinn fékk ekki lyklana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:27 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 578523
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðar pælingar.
Marinó G. Njálsson, 18.6.2009 kl. 00:44
Ég get bara ekki sofið eftir fréttir dagsins....hvílkir hörmungarráðamenn og rammspillt og vanhæf stjórnsýsla sem við virðumst hafa hér. Oh my God!¨!!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.6.2009 kl. 01:07
Þá má segja um rök þín að það munaði mjóu en það munaði nógu. Íslenska stjórnarskráin er ekki sökudólgurinn heldur EES samningurinn sem opnaði landið fyrir óheftu og frjálsu peningastreymi landa á milli. Undanfarin ár hefur þvílík vitleysa verið leyfð í okkar landi að maður er enn forviða. Bæjarfélögin mörg hver seldu allar eigur sínar og notuðu fjármagnið sem út úr því kom misviturlega og í dag eru leiguafborganir sjálfsagðra eigna í bæjarfélögunum að þurrka upp bæjarsjóðina. Þá byrjar hringavitleysan að lækka laun og minnka þjónustuna sem sveitafélögin eiga að veita samkvæmt lögum landsins. Það ber á hertum innheimtuaðgerðum og jafnvel til að undirstrika það sem ég segi hér ofar hafa atvinnuleysisbótaskrifstofur skroppið saman í öllu húsnæðisbrjálæðinu og þar er kvartað yfir mannfægð við skráningar atvinnulausra. Nota bene sveitafélögin skulda 256 milljarða í erlendum myntkörfulánum. Samkvæmt EES samnignum gátu þau sem stórir lántakendur sótt lán sín til erlendu bankanna milliliðalaust og Seðlabanki Íslands gat engu breytt. Ef illa færi mætti alltaf setja álögur sveitafélaganna í hæstu hæðir handa almenningi enda þörf á eins og hvert annað meðlæti með kreppunni.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 01:09
Nei þetta er ekki boðlegt og við mótmælum öll.
Það þarf að reka Nýfrjálshyggjuna út í ystu myrkur og við þurfum að fá félagshyggjuna við stjórnvölin.
Ekki flokka sem segjast vera félagshyggjuflokka en starfa í anda Nýfrjálshyggjunnar og mannfjandsamlegs auðmagns.
Hrunið átti að vera lærdómur, það átti að endurreisa Nýtt Ísland. Ekki gósenland innheimtulögfræðinga.
Og fela vanhæfum bankamönnum öll völd. Um hverjir fá að lifa og hverjir fá að deyja.
Og viðskiptaráð á ekki að vera aðalráðgjafi stjórnvalda. Frjálshyggja þess rústaði þessu þjóðfélagi og þeirra tími er liðinn.
En arkitektar Hrunsins og Leppar þeirra ráða öllu og smiðir þeirra eru á fullu við að endurreisa gamla spillta Ísland. Nema nýjung felst í skuldahlekkjum ESB.
Verði þeim að góðu en þetta var ekki það sem félagshyggjufólk Íslands vildi. Fólkið sem barði potta sína og pönnur á torgum svo lærdómur Hrunsins yrði eitthvað Nýtt og betra.
En þjófar í skjóli nætur með grímu félagshyggjunnar á andliti, stálu byltingu fólksins og boða nú hinn endalega dóm, ICEsave nauðungina og setja börn okkar upp í pant. Það eru þeir sem ógna sjálfstæði okkar og tilveru.
Það er ekkert að því að vera fátækur, og takast á við erfiða tilveru. En það er mikið af því að vera fátækur þræll án vonar og hafa ekkert með örlög sín og barna sinna að gera.
Draumur þjófanna má ekki verða að veruleika.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.6.2009 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.