Óhollt að bulla svona mikið

Fjármálaráðuneytið segir....Fjármálaráðuneytið talar, segir, hugsar....hefur tilfinningar?

 , að ákvæði um takmörkun friðhelgisréttinda í Icesave-samningunum við Breta og Hollendinga skapi á engan hátt grundvöll fyrir aðför að eigum íslenska ríkisins hér á landi. ...Hvernig er þetta rökstutt?....þarf fjármálaráðuneytið ekki að rökstyðja sinn málflutning. Hefur þessi skepna sem fullyrðir en rökstyður ekki forræði í túlkun málsins...

Nafnlausir þursar í þjónustu ríkisstórnarinnar þeysast fram á völlinn og ryðja úr sér réttlætingu fyrir klúðri samfylkingarinnar sem virðist vinna að því hörðum höndum að afsala fullveldi þjóðarinnar eftir öllum leiðum sem henni getur dottið í hug.

Öll umræða um að með ákvæðinu hafi verið opnað fyrir aðför eða fullnustu í eigum íslenska ríkisins hér á landi er því úr lausu lofti gripin og enn langsóttara er að telja að ákvæðið skapi grundvöll fyrir aðför að  íslenskum náttúruauðlindum.

Skildu Hollendingar túlka þetta á sama hátt?

Verum róleg það verður skorið úr um það fyrir dómstólum bresku "vinaþjóðar" okkar


mbl.is Icesave-samningar birtir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Ekki hægt að orða hlutina betur.  Aðeins blinda villir fólki Sýn ef það ekki sér þetta samhengi. 

Meðfædd heimska er engin afsökun.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 18.6.2009 kl. 13:30

2 Smámynd: Offari

´Hvorki ég né börnin mín hafa gengist við þessari ábyrgð.

Offari, 18.6.2009 kl. 13:40

3 identicon

Sæl.

Indriði Þorláksson fullyrti í Kastljósinu að "alþjóðasamfélagið" "vinaþjóðirnar" hafi sagt að þessir samningar væru alveg "frábærir" fyrir Ísland.

Hvenær fengu þær þá að lesa samningana?

Voru þeir ekki slíkt leyndarmál að raðlygararnir Jóhanna og Steingrímur lugu því til að Hollendingar og Bretar leyfðu ekki þjóðinni eða þingheimi að lesa þá, en reyndist síðan vera lygar og ólánsparið vildu einfaldlega leyna landráðstilrauninni með að varna landsmönnum aðgangi að samningunum.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 22:02

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Eru þetta vinaþjóðir í sama skilningi og bankarnir eru vinabankar skuldunautanna sem þeir eru að henda út af heimilum sínum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.6.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband