Er þessi maður með doktorsgráðu?

Hvernig kemst hann að þeirri niðurstöðu að "þjóðfélagið" hafi allt of oft sætt sig við að fyrirtæki hafi starfað á gráu svæði.

Á síðustu árum hafa fyrirtæki í eigu útrásarvíkinga hagað sér svínslega gegn almenningi sem hefur þurft að standa ráðþrota gegn þeim vegna skorts á laga- og stofnanaúrræðum.

Það hefur ekki þýtt að kæra einfaldlega vegna þess að staða var tekin með útrásarvíkingum og spilltum stjórnmálamönnum gegn almenningi sem átti bara að vera þægur.

Þaggað var niður í skíthræddum almenningi og það voru valdhafarnir og fjölmiðlarnir sem gerðu það enda gengu þeir erinda fjárglæframannana.

ÞAÐ ERU VALDHAFARNIR EN EKKI ALMENNINGUR SEM ÁKVEÐUR Á HVAÐA SVÆÐI ER STARFAÐ OG ÞAÐ VORU ÞEIR SEM VÖLDU HIÐ GRÁA


mbl.is „Við létum þetta yfir okkur ganga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jakobína ..

þú verður að afsaka en hvað var það rangt sem hann Gylfi Magnússon sagði.

 Ég hef nefnilega oft velt vöngum mínum yfir þetta tímabil og hef meðal annars litið í eigin barm og komist að því að ég (sem hluti af þjóðinni) lét hluti viðgangast án þess að mótmæla því af fullum krafti.

1. Húsnæðisbólan fékk að grassera því að útrásarfyrirtækin þögguðu niður í gagnríni fjölmiðla með því að ausa í þeim peninga í formi auglýsingatekna. Oftar enn ekki þegar ég reyndi að benda fólki á þetta mætti ég dræmum eyrum og margir reyndu að réttlæta bóluna- Þeir græddu nefnilega svo mikið af peningum á henni- eða réttara sagt þeir héldu það í einfeldni sinni.

2. Það var löngu orðið vitað mál að það kostaði íbúð að komast inn á alþingi og ef mig rétt minnir lét fólk þetta yfir sig ganga eins og hvert annað og mætti ég einmitt mjög dræmum eyrum er ég gagnríndi þetta á sínum tíma. 

3. Eins og gylfi gat réttilega til... var reynt að fara eins langt og lögin leifðu og einmitt margsinnis farið á þessi gráu svæði.

Svo ég spyr...

er þetta ekki rétt hjá honum.... Það er meiri hluta ræði á íslandi og ár eftir ár ... kusum við sama flokksbandalagið yfir okkkur...  

Í það minnsta ... sé ég ekki hvað hann hefur sagt rangt þarna og svo virðist að hvað sem þessi maður lætur út úr sér þá er hann hataður fyrir það..

Brynjar Jóhannsson, 18.6.2009 kl. 15:59

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það sem þú segir breytir ekki þeirri staðreynd að þarna var almenningur ekki að verki heldur stjórnvaldið og fjölmiðlavaldið.

Almenningur var í besta falli ómeðvitaður um það hvað var að gerast vegna gengdarlauss áróðurs fjölmiðla og stjórnmálamanna sem græddu á ástandinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.6.2009 kl. 16:10

3 identicon

Almenningur kýs stjórnvöld og getur því ekki firrt sig ábyrgð.  Auk þess að held að flestir sem eitthvað fylgdust með þjóðmálum á síðustu árum hafi vitað innst inni að þetta ástand á Íslandi væri aðeins "dularfullt", svo ekki sé tekið sterkara til orða!  Hins vegar virðist sem enginn hafi viljað / þorað að enda partýinu, enda hefði það alls ekki verið vinsælt á þeim tíma.  Ekki einu sinni vinsælt núna, enn fólk sem trúir að allt hafi verið í sómanum, allt bara vondum útlendingum að kenna.

AS (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 16:27

4 identicon

Jakobína,

Er þetta ekki bara menntun okkar fólks í hnotskurn sem þarna kemur fram.  Eða það innræti sem hann er að vísa í sem býr í honum ennþá?

Brynjar,

Hvað vissu ég og þú í raun þ.e. til að sanna til að koma í veg fyrir þetta. Jú, jú sumir tóku þátt en tæplega með fulla yfirsýn.

Hvað var hinn margrómaði og vel menntaði her eftirlitsmanna í stjórnkerfinu sem átti að fylgjast með þessu.  Kanski á sama stað og hin sofandi stjórnvöld sem Jóhanna talaði um í gær á Austurvelli??.  Heyrðu var hún ekki í þeirri stjórn???..fáránlegt.....

itg (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 16:27

5 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Smá komment um ábyrgð almennings

Það er vissulega rétt að almenningur kaus flokka á þing og sumir kusu í prófkjörum þannig almenningur hafði vissulega einhver áhrif á það hverjir sátu á alþingi. En þar með var "lýðræðislegri" þáttöku almennings lokið. Það er eingin lýðræðislegur grundvöllur til, fyrir hinn almenna kjósanda að hafa áhrif ákvarðanir stjórnvalda.

það að velja fólk eða flokka á alþingi er afskaplega takmarað vald og þegar orðræðan fyrir kosningar hefur ekkert að gera með raunverulega stefnu sem tekin er að kosningum loknum, þá er valið í kjörklefanum í raun fullkomið aukatriði. Kosningar eiga meira skylt við fegurðarsamkeppni en lýðræði. 

Eins og Brynjar benti réttilega á var gagnrýni þögguð niður með offorsi. Og allri gagnrýni  drekkt skipulega með áróðri.

Annað sem Brynjar bendir réttilega á er að menn komust ekki inn á þing öðru vísi en að eiga fjársterka velgjörðarmenn sem takmarkar en frekar áhrif venjulegs kjósanda á þingmenn en gerir þingmenn fjárhagslega háða auðvaldinu.

Í raun er ekkert lýðræði  hér í þeim skilningi að kjósendur hafi einhver áhrif á þær ákvarðanir sem eru teknar. lýðræðið takmarkst algjörlega við val á sætasta flokknum.

Ef almennur kjósandi vill hafa áhrif þarf hann að bindast samtökum með mörgum öðrum venjulegum kjósendumog þrýsta á stjórnvöld með skrifum og beinum aðgerðum en það þarf gríðarlega stóran hóp til að þetta hafi einhver áhrif í stórum málum. Í því andrúmslofti sem verið hefur undanfarna áratugi þarf mikla vinnu og eljusemi til að afla sér almennilegra upplýsinga, og kjark  til að standa uppi í hárinu á pólitísku valdi og auðvaldi (auðvaldið hefur stjórnað í raun).

þetta er ekkert í líkingu við að standa upp í hárinu á t.d. Kínverskum stjórnvöldum en samt talsvert mál. Venjulegir launaþrælar hafa takmarkaðan tíma aflögu og  fara því ekki spyrna við fótum fyrr enn ástandið fer að hafa veruleg áhrif á kjör þeirra.

Þess má geta að það hefur verið virk andstaða meðal almennings gegn þróunni í skipulagsmálum og við vitum hvernig  þeirri andstöðu var tekið. Hún var í besta falli hundsuð, í versta falli mætt með óhróðri, skýtkasti og hótunum.

En að því sögðu. Almenningur ber vissulega ábyrð upp að vissu marki. Við búum ekki í kína og eigum ekki á hættu að vera fangelsuð eða skotin ef við mótmælum. 

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 18.6.2009 kl. 17:15

6 identicon

Reyndi ekki Jón Gerald einmitt að kæra Baugsglæpagengið undir forystu Jóns Ásgeirs með þekktum árangri?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 20:29

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og það má líka nefna eylífðarsamráð olíufyrirtækja sem ekki hefur verið stemmt stigu við, við litla hrifningu almennings.

Það er almenningur, neytendur sem tapar á gráu svæðunum og því nokkuð langt gengið að segja að þjóðfélagið hafi sætt sig við þau.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.6.2009 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband