Ekki leyfilegt að gera aðildarríkin ábyrg skv tilskipun ESB

Það sem stendur í tilskipun ESB um innlánstryggingar er sá grunnur sem íslensk stjórnvöld fóru eftir.  Og í þessari tilskipun segir skýrt í 24 lið samkvæmt stjórnartíðindum ESB sem skylt er að þýða á íslensku.
Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfir-völd þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er stórmerkileg tilskipunar-grein og furðulegt, að mönnum hér skuli hafa sézt yfir hana. Hafðu heilar þakkir fyrir þetta, Jakobína, og nú bíður maður bara viðbragða þeirra, sem þurfa að svara fyrir alla þessa misskilnings-ábyrgðarvitleysu. En þú ættir að bæta við tengli inn á þessa tilskipun, á ensku, þyzku eða frönsku, to make this incontastable.

Jón Valur Jensson, 19.6.2009 kl. 02:30

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

incontestable.

Jón Valur Jensson, 19.6.2009 kl. 02:31

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já það væri gott að fá linkinn.

Arinbjörn Kúld, 19.6.2009 kl. 02:42

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hér er linkurinn. Greinin er á bls. 3.

Þetta hefur alltaf legið fyrir en athyglinni haldið frá þessu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.6.2009 kl. 02:52

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Úbbs, bara allt til á íslenzku, frábært.

Jón Valur Jensson, 19.6.2009 kl. 03:04

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hverslags ósköp eru þetta; hvaða pyndingaraðferðir voru notaðar?

Árni Gunnarsson, 19.6.2009 kl. 07:48

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Það er ótrúlegt í jafn mikilvægu máli að hvorki fjölmiðlamenn, gjammandi háskólaprófessorar í hagfræði, eða allir bjánabelgirnir í Samfylkingunni sem hafa endalaust fullyrt að það standi í EES samningnum og tilskipun ESB, hafi lesið þá samninga sem þeir endalaust vitna í.

Vanhæfnin er algjör og ef minnsta alvara væri til í þessu þjóðfélagi þá á maður eins og Árni Páll að segja af sér strax á morgunn.  Maðurinn hefur margoft lýst yfir að Ísland eigi að borga samkvæmt EES samningnum.

En það stendur þveröfugt og þar sem maðurinn var þingmaður þegar hann byrjaði að bulla, lögfræðingur að mennt svo einhver tók mark á honum, menntunar hans vegna, þá er svona lygi grafalvarleg.

Og þeir, sem var taldir okkar hæfasta fjölmiðlafólk, starfsmenn Spegilsins, voru svo blindaðir í Evróputrúboði sínu, að þeir létu hvern bullukollinn á fætur öðrum fullyrða án þess að rökstyðja mál sitt.  Það er ekki flókið mál ef menn vita hvað þeir eru að segja, að koma með þann lagatexta sem við á.  En ef þú vilt trúa lyginni þá tekur þú þátt í útbreiðslu hennar með því að krefja menn ekki um rök.

En málið snýst um skuldbindingar sem á besta veg eru 350 milljarðar eftir 7 ár og tæpir 1000 milljarðar eftir sama tíma.

Hvers eiga aldraðir, sjúkir, öryrkjar, barnafólk, fólk með lágar tekjur að gjalda.  Þau borga skatta til að þetta fjölmiðlafólk fái laun, þau munu bera byrðarnar af ICEsave og þessu liði er alveg sama.  

Draumurinn um ESB blindar alla Sýn.

Sorglegt hve Ísland er mikið brandarríki.  Hver eru eiginlega takmörkin á lyginni og rangfærslunum áður en fólk fær nóg og krefst ábyrgðar.

Ef Árni Páll situr út vikuna þá er Ísland skríparíki.  Ef starfsmenn Spegilsins (ég nefni þá því þeir hafa getuna.  Minnist ekki á Ruv því þar hvarf öll fagmennska við ehf.) biðjast ekki afsökunar í næsta þætti, þá eru þeir ærulausir því þeir leyfðu lyginni að blómstra á sinni vakt.

Og hver gaf Morgunblaðinu leyfi til að bregðast borgurum þessa lands.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.6.2009 kl. 08:58

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jakobína, klausan segir einmitt að ríkið sé ábyrgt ef eftirfarandi er ekki uppfyllt:

"og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun"

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2009 kl. 10:25

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Ætla að taka ómakið af Jakobínu.

Þú skalt lesa þessa tilskipun og íslensku lögin sem byggja á þessari tilskipun.   Þú sleppur millikaflanum sem ég get pastað fyrir þig ef hann hefur farið fram hjá þér.

þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar.

Það er ekki hægt að orða hlutina skýrar.  Krafan felst í því að aðildarríkin hafi komið á viðurkenndu innlánskerfi.  Ég skal endurtaka þetta fyrir þig.  Krafan felst í því að aðildarríki hafi komið á viðurkenndu innlánstryggingakerfi.   Og það gerðu íslensk stjórnvöld.  Og þú mátt hártoga það á allan hátt en orðin eru skýr.  Og veistu hvernig íslensk stjórnvöld vita hvernig lögin eru fullnægjandi????  Jú annars gerir Eftirlitsstofnun EFTA athugasemdir og vísar málinu til EFTA dómstólsins ef ekki er gerðar viðunandi breytingar að hennar mati. 

Og Eftirlitsstofnun EFTA gerði það ekki.  

Veistu af hverju?  Íslensku lögin eru algjörlega í samræmi við tilskipun ESB og þar er hvergi minnst á bakábyrgð aðildarríkja en hins vegar er  þar klausa, sem Jakobína vitnar í að framan, að  aðildarríki beri ekki ábyrgð.

Ekki ábyrgð.

Það er ekki hægt að rífast um þessa hluti nema röktækni fólks sé á sama plani og þess manns í den sem tók engin rök gild nema þau væru skrifuð á Esperantó því það væri alheimsmál.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.6.2009 kl. 10:46

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei.  Þetta er bara rangt hjá ykkur.  Ég er búinn að kynna mér þetta útí hörgul, sérstaklega dírektívið á ensku og hvernig allir - endurtek: Allir, hafa skilið það enda er það augljóst.  Ef tryggingarsjóðurinn getur ekki staðið við skuldbindingar sínar er ríkið ábyrgt.  Þessi útúrsnúningavitleysa sem einhverjir tveir þrætubóka "snillingar" hafa verið að bera á borð er tómt þvaður. 

"og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu"

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2009 kl. 11:00

11 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Ómar kristjánsson

Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld
þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa
séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum
af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar
sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu
í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun.

 Ef þetta er lesið  í heild þá sést að setningarhlutinn "og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu" vísar í kerfin sem viðurkennd eru af stjórnvöldum.  þ.e. þetta á við um tryggingarsjóðinn (sem á að tryggja að innistæðueigendur fái bætur og tryggingu) ekki stjórnvöld. þessi setning er því tekin gróflega úr samhengi. Klausan í heild segir að ef að stjórnvöld sjái til þess að þessi kerfi (þ.e. tryggingarsjóður) séu sett á fót á löglegan hátt séu þau EKKI ábyrg. 

þessi fullyrðing  " allir - endurtek: Allir, hafa skilið það enda er það augljóst" er alröng. Reyndar hafa ekki komið nein lögfræðileg rök um að við séum ábyrg einungis að við séum það ekki (neðst á þessari færslu eru linkar á skrif Stefáns Más og Lárusar Blöndal).

Ég skora á þig Ómar að vísa á lögrfæðiálit sem segir að við séum ábyrg.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 19.6.2009 kl. 11:52

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei.  Bara bull.  Lágmarkið er bottom line.  Skilmálarnir er að lágmarkið sé borgað.   Ef það er ekki borgað eru ríkin ábyrg.

Allt tal um annað er hallærislegur og barnalegur útúrsnuningur sem er ekki fólki hæfandi sem kreytir sig með einhverjum titlum úr háskóla.

Benedikt, Lögfræðiálit ?  Halló !  Það stendur skýrt í didrektivinu drengur !!

Allir, endurtek ALLIR, hafa skilið þetta þannig frá upphafi vega.  Íslenskir, erlendir - Allir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2009 kl. 12:23

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blesaður nafni.

Viltu fá textann á ensku.  Gjörðu svo vel.

the system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a Member State itself or by any of its local or regional authorities.
Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.6.2009 kl. 12:25

14 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Í greinagerð með tilskipun 94/19/EB er sagt:

Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld
þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa
séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum
af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar
sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu
í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun.

Ég tel vafamál ríkja um lagagrundvöll þessara samninga og eðlilegast hefði verið að leita til dómstóla til að fá öllum vafa eytt.

Í lögum um innistæðutryggingar (L98/1999) koma fram eftirfarandi greinar:

10. gr. Fjárhæð til greiðslu.
Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr.
er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt jón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu.
Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum.
Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi. Krafa sjóðsins nýtur rétthæðar í samræmi við 1. mgr. 112. gr. .aga um gjaldþrotaskipti o.fl. við gjaldþrotaskipti, en ella er hún aðfararhæf án undangengins
dóms eða sáttar.

Sem segir okkur það að sjónum er heimilt að taka lán til að mæta skuldbindingum sínum ef stjórn sjóðsins telji það brýnt.

2. gr. Stofnun.
Með tryggingar samkvæmt lögum þessum fer sérstök stofnun er nefnist Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta, hér eftir nefndur sjóðurinn. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og starfar í tveimur sjálfstæðum deildum með aðskilinn fjárhag og reikningshald, innstæðudeild og verðbréfadeild, sbr. þó ákvæði 12. gr.

3. gr. Aðilar að sjóðnum.
Viðskiptabankar, sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og aðrir sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti, sem hafa staðfestu hér á landi, skulu eiga aðild að sjóðnum. [Hið sama gildir um útibú þessara aðila á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og í Færeyjum.]1) Þessi fyrirtæki, hér eftir nefnd aðildarfyrirtæki, bera ekki ábyrgð á skuldbindingum hans umfram lögbundin framlög til sjóðsins, sbr. ákvæði 6. og 7. gr.
Fjármálaeftirlitið skal halda sérstaka skrá um aðildarfyrirtæki.
1)L. 108/2006, 92. gr.

Tryggingasjóður er sjálfseignarstofnun og ríkissjóður er ekki aðili að þeirri stofnun og því lítur út fyrir að ekki sé lagaskylda fyrir ríkisábyrgð.

Góðar stundir.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.6.2009 kl. 12:33

15 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Ok Ómar Haltu þig á jörðinni

"Ef það er ekki borgað eru ríkin ábyrg."  Hvar stendur þetta? ekki í þessari málsgrein sem við erum að rökræða!! hún segir hið gagnstæða.

"Allir, endurtek ALLIR, hafa skilið þetta þannig frá upphafi vega.  Íslenskir, erlendir - Allir." 

Komdu með tilvísun í einhvern sem rökstyður með  þetta álit (ásamt þeim rökum sem hann notar).

Allt tal um annað er hallærislegur og barnalegur útúrsnuningur sem er ekki fólki hæfandi sem kreytir sig með einhverjum titlum úr háskóla.

Benedikt, Lögfræðiálit ?  Halló !  Það stendur skýrt í didrektivinu drengur !!

Ég hef ekki skreytt mig með einu né neinu. En á þessi settning virkilega að flokkast undir rökræður eða er þetta einungis skýtkast rökþrota manns!!

"Það stendur skýrt í didrektivinu drengur"  HVAR? ekki í þessari málsgrein.

Vísa til viðbótar í athugasemd Axel Þórs.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 19.6.2009 kl. 12:45

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Benedikt, eg veit í rauninni ekki til hvers eg er að svara þér.  þú ætlar reinilega ekki að skilja.

Sko, klausan er í rauninni að segja: Ef innistæðueigendur fá ekki bætur greiddar- er ríkið ábyrgt.

Það er það sem hún er að segja.  Að fá lágmarkið greitt er grundvallaratriði.

Sáðu til.  Direktívið er í raun tvíþætt.

1. Innistæðueigendur fá lágmarkstryggingu/rétt.  Um 20.000 evrur.

2. Ríkin eiga að koma upp sjóði eða kerfi til að kövera sig varðandi bætur.  Ef það bregst, ef rétthafar fá ekki bætur frá sjóðnum:  Ríkið ábyrgt.

Direktívið segir nákvæmlega það.

Það er hallærislegur útúrsnúningur að segja að nóg sé að koma upp kerfi - og svo þurfi ekkert að borga !

Þetta er svo augljóst að þarf ekki að ræða meir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2009 kl. 13:12

17 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa tilskipun 94/19 á ensku þá er hún aðgengileg hér:

http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=CELEX:31994L0019:EN:HTML

Axel Þór Kolbeinsson, 19.6.2009 kl. 13:25

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Þú ert eins og maðurinn sem kom fyrir dóm og sagði að honum hefði verið fullkomlega heimilt að drepa manninn.  Hann vísað í lagagrein sem stóð að ...... eru líkamlegir áverkar sem leiða til mannsláts heimilaðir.

Hann bara gleymdi að taka fyrri part lagann með í reikninginn en þar stóð að verði maður fyrir alvarlegri líkamsárás sem gæti kostað mann lífið, þá má maður valda árásarmanni í nauðvörn áverka sem gæti leitt til andláts hans. 

Allt er hægt að rökræða sleppa menn hluta af setningum, þú þurftir til dæmis ekki að sleppa milli setningunni um að koma upp löglegu innlánskerfi, þú gast látið þér nægja að sleppa ekki-nu.  Þá hefðir setningin hljómað svona:

Tilskipun þessi getur gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld
þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa
séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum
af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar
sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu
í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun
.

Og þar með hefur þú líka rétt fyrri þér.

Það má vera fáránlegt að hafa tilskipunina  svona, það er þitt mat.  En svona var hún samin og eftir því fóru íslensk stjórnvöld.  Ef höfundar tilskipunarinnar hefðu viljað að ríki væru í bakábyrgð fyrir tryggingasjóðnum þá hefðu þau sagt það skýrum orðum.  En ekki sagt það skýrum orðum að þau væru það ekki.

Og þau hefðu líka þurft að tilgreina hvernig viðkomandi ríki gætu varið sig gagnvart hruni, það er hvernig þau gætu fjármagnað alábyrgð, og þá án þess að setja fjármálakerfið í þrot með stórauknum  gjöldum því jú það stendur líka skýrt í Direktivinu eins og þú kýst að kalla tilskipun ESB að það eru fjármálafyrirtæki sem fjármagna tryggingakerfið.  Og þú mátt líka hafa það í huga að kerfið má ekki vera þannig útbúið að það setur þjóðríki í þrot.  Slíkt er bannað samkvæmt alþjóðalögum og öllum þjóðríkjum er heimilt að segja sig frá slíkum gjörningi án eftirmála.

En hinsvegar getur sá sem á fleiri byssur haft aðra skoðun en það er líka ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum. 

Og að lokum, komdu með þessa beinu tilvitnun í "direktivið" sem þú talar svo um að mikilli þekkingu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.6.2009 kl. 13:44

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ok. Lokaorð.  (sorry Jakobína fyrir þessa innrás á bloggið þitt)

Sko, eg get tekið undir að direktívið er nokkuð flókið og tekur tíma að ná grunnatriðunum.  En þega maður hefur geið sér tíma er alveg augljóst að innistæðieigendum eru gefin þarna lágmarksréttindi sama what skeður.   (Líka á ísl.)

Það hefur í sjálfu sér ósköp lítinn tilgang að kvóta sitt á hvað einhverja búta úr tilskipuninni.  Það er heildarmyndin sem blívur.  Eg er buinn  að lýsa um hvað hún snést og hver eru réttindi og hverra er ábyrgðin.

Nú, eitt mál hefur fjallað um svipað hjá ECJ en þó dáldið annars eðlis því í því tilfelli var viðkomandi stofnun ekki inní tryggingarkerfi (of langt mál að fara útí hvers vegna)

Þar komast dómsstóllinn að því, alveg eins og ég og allir aðrir nema einhverjir 2 sallar líklega uppí háskóla)  að lágmarkið væri gultryggt sama what.  En umfram það væru engin réttindi:

"The Court ruled that the various Directives on banking supervision did not confer rights on individuals,  and so individual depositors were not entitled to damages from banking supervisors if those Directives were breached. The only individual right guaranteed under European Union law was the minimum deposit insurance covering the first 20,000 euros"

http://en.wikipedia.org/wiki/Peter_Paul_and_Others_v_Bundesrepublik_Deutschland

Útúr þessu máli hafa sumir meir að segja viljað snúa útúr.  Alveg ótrúlegt.

Þarna var stofnunin ekki í tryggingarsjóði.  Niðustaða lágmarkið blívur.

Okkar dæmi.  Stofnun var í sjóði en hann gat ekki borgað.  Niðurstaða: Þarf ekkert að borga ! Haló !!

Að sjálfsögðu þarf að borga.  Að sjálfsögðu.  Ríkið á endanum ábyrgt.  Punktur og basta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2009 kl. 14:03

20 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Er það ekki nokkuð langt gengið Ómar Bjarki að líkja okkur við stofnun sem ekki uppfyllti skilyrðin þegar ljóst er að við gerðum það.

Íslendingar uppfylltu skilyrði tilskipunarinnar um það leikur enginn vafi.

Síðan kemur þú með það að innistæðueigendur eigi að fá sitt "no matter what". Það breytir engu um það að ríkisjóður Ísland er ekki ábyrgur.

Það er skýr ágreiningur um þetta og málið á að leysa fyrir dómstólum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.6.2009 kl. 14:29

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Það er þitt mat að það sé flókið.   Mitt mat er það að það sé gallað því það lofar án þess að tilgreina leiðirnar.  Dómurinn sem þú vísar í kemur þessu máli ekki við.  Auðvitað á fólk sinn rétt á innlánstryggingu.  Um það er ekki deilt.  En ef svo margir þurfa á tryggingunni að halda að kerfið brestur þá er gat í löggjöfinni.  

Hver á að borga????  Tilskipunin kveður ekki á það en hún kveður skýrt á um að aðildarríki séu ekki í bakábyrgð.  Annars hefði þessi setning ekki verið orðuð svona.  Til dæmis ef höfundar hennar hefðu viljað viðhalda vafa þá hefðu þeir ekki sett þessa klausu inn en hún er einmitt sett inn til að geirnegla að aðildarríki beri ekki ábyrgð.

En ef íslensku lögin eru röng, þá er löngu liðin sá frestur sem ESB/EFTA hafði til að setja út á þau.  Og því gilda íslensku lögin um ábyrgðarsjóð innistæðna.  Hver ber þá ábyrgðina við gjaldþrot sjóðsins er spurning en henni þarf að svara eftir viðurkenndum leiðumOg þær leiðir eru skýrt negldar í EES samningnum og þar stendur hvergi að ef einhver þjóð/þjóðir telja sig eiga kröfu á hendur annarri þjóð, þá kúgi þær hana til hlýðni.

Þannig virka ekki alþjóðlög og einu dæmi sem þú hefur um svona málflutning síðustu 70 árin eru  ættuð frá yfirgangsstefnu þriðja ríkisins sem taldi sína þjóð það merkilega að um hana giltu engar reglur og engin lög önnur en lög hins sterka.  

Bush stjórnin bandaríska reyndi að markaðssetja svipaðan hugsunarhátt en jafnvel hún þorði ekki annað en að leita samþykkis Sameinuðu þjóðanna á kúgun sinni.  Og í dag þurfa allar refsiaðgerðir sem þið Samfylkingarfólk hótið þjóð ykkar endalaust á, að hljóta samþykki eða vera í samræmi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna.

Og ég myndi ekki veðja á að Sameinuðu Þjóðirnar lesi "direktivið" á sama hátt og þú.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 19.6.2009 kl. 14:40

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Væru hér hundrað einkaaðilar að Tryggingarsjóðinum og einn færi á hausinn þá geta allir  skilið um hvað er að ræða og það mun vera staðan sem reglurnar miða við. 99 Aðilar skipta upphæðinni á milli sín.

Hinsvegar hrundi allt kerfið á Íslandi og það er alls ekki tekið á því í tilskipunni. 

Ástæðan er sú að uppúr 1994 fóru Stærstu Bankar Evrópu Sameiningarinnar í samráði við Seðlabanka Evrópu að skuldsetja Íslendinga  meir en nokkurn tíman áður. Samtök ES innflutnings aðila kalla þá Aljóðlega fjárfesta í ræðu og riti. 

Þegar þessi fáu Lándrottnar gerast allt í einu ábyrgir 13 árum síðar og lánlínur byrja að lokast: Uppgötva "meintu" Íslensku snillingarnir að spilað hafði verið með veikleika þeirra allan tíman [m.a. óreiðu og glannaskap]. 

ES var að styrkja fámagnsfestingar sínar á Íslandi, væntanlegri meðlimaeyju Evrópu Sameiningarinnar. Hátt gengi eykur gróða útflutnings aðila ES: við hættum að framleiða sjálf. 

Gripið var til örþrifaráða  betlið var komið til Arabíu og Singapúr.  Það sem toppað allt voru raunvextir á innlánum sem Íslenskar kennitölur þóttust geta borgað almenningi í ES.  Allt upp í 250% hærri en tíðkast hafa í ES hingað til.

Útlánsvextir borga innlán. Á Íslandi eru Íbúðalánsvextir um 300% hærri en breskir

1.200.000 vaxtagreiðsla Íslensk  er um 450.000 kr. í Bretlandi af sambærilegri íbúð á ári.  

Breska Fjármálasamfélagið veit að ef almennir innlánsvextir hækka þá hækka útlánavextir og stöðugleikinn er úr sögunni. Verðbólgan er komin á fullt. Þetta túlkast efnahagslegt hryðjuverk.

Ég segi að græðgi ES hafi borið ábyrgð á öllu hruninu hef ekkert álit á útrásarvíkingunum sem ég tel þjóðarskammir.

Það er sá sem græðir þegar upp er staðið sem er sigurvegari það vita hinir reyndu Borgar ES.

Hrun útibúanna er 80% ES að kenna. Hún fjármagnaði braskið frá upphafi. 

Það er glæpur að ráða til sín leigumorðingja.  

Það þarf að leysa þetta lagalega undantekningartilfelli í viðurkenndum Dómsölum. Hver á að bera ábyrgð á Tryggingarsjóði Einkabankakerfis.

Júlíus Björnsson, 19.6.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband