Svín...

Nei ég er ekki að tala um Ríkisstjórnina.

Ég er þó þeirrar skoðunar að allar ríkisstjórnir frá bankahruninu hafi sýnt eindæma dugleysi og heigulshátt. Sjálfsagt myndi ég kalla þær svín ef ég væri ekki svona kurteis.

Bretar beittu hörðum þrýstingi til þess að fá Ríkisstjórnina til þess að samþykkja að ganga í ábyrgð vegna skulda Björgólfs Thors.

Þessi frétt er frá 16 október 2008:

Bændasamtökin vinna nú að fæðuöryggismálum í samstarfi við almannavarnir vegna mögulegs fóðurskorts í kjölfar hamla á gjaldeyrisviðskiptum. Er um að ræða innflutt fóður fyrir alifugla og svín.svin22 Verður fundað á morgun með almannavörnum um  úrræði til að styrkja stöðuna. Í fréttum Ríkisútvarpsins sjónvarps í gærkvöldi var rætt við Ólaf R. Dýrmundsson, ráðunaut hjá Bændasamtökum Íslands, þar sem fram kom að ef slíkur skortur yrði í svo veigamiklum búgreinum þá yrði óhjákvæmilega skortur á matvælum í kjölfarið. Sagði hann að það væri liður í fæðuöryggi þjóðarinnar - og þar með almannavörnum - að sjá til þess að hér sé nóg til af fóðri. „Það getur skapast hættuástand, sérstaklega í þessum búgreinum sem eru svo háðar aðfluttu fóðri og þess vegna vilja menn vera í góðri og sterkri viðbragðsstöðu," sagði Ólafur í viðtali við RÚV.

Hann bætti því við að tekið væri svona á málunum á þessu stigi til að treysta stöðuna og lagði áherslu á að það væri engin ástæða til þess að vekja áhyggjur eða ótta meðal fólks.

Hvað hefur Ríkisstjórnin gert til þess að auka fæðuöryggi á Íslandi eftir reynsluna í haust. Voru akrar plægðir í vor. Var byggi eða öðru kornfóðri sáð?

Eina byggið sem ég hef heyrt um að sé sáð er bygg með mannapróteinum fyrir lyfjaiðnaðinn. Já gróðavon alþjóðafyrirtækja gengur fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar.

Meira um þetta á Bóndi.is:

Greinargerð
Óvissutímar í efnahagsmálum þjóðarinnar, gjaldeyrisskortur og gjaldeyrishöft hafa vakið upp spurningar um hvernig fæðuöryggi landsmanna verði best tryggt.  Það liggur fyrir að þegar efnahagsörðugleikar dynja yfir hugsa einstakar þjóðir fyrst og fremst um að tryggja sínum eigin þegnum mat. Á liðnu hausti sáust bæði dæmi um að þjóðir takmörkuðu útflutning með lögum eða skattlögðu hann sérstaklega.  Ekki er því alltaf hægt að treysta á að hægt sé að flytja inn matvæli.  Þessi sömu vandamál geta einnig skapast vegna styrjalda, náttúrhamfara, sjúkdóma eða annarskonar hruns í milliríkjaviðskiptum. Hins vegar er ekki til hérlendis nein áætlun um fæðuöryggi.  Leita verður samvinnu við stjórnvöld um málið og m.a. fara yfir núverandi framleiðslu, skilgreina lágmarksbirgðir af matvælum og nauðsynlegum aðföngum til innlendrar framleiðslu. Jafnframt þarf að meta hvaða aðgerða er þörf ef fæðuöryggið er ekki fullnægjandi.

Getur verið að það hafi munað litlu í haust að við værum komin aftur til 1880 en um þann tíma segir:

Ein heimildin um veðurfar og skepnuhöld bænda þessi tvö undanfarin ár (1880-1882) segir: „Harðindin þessa tvo vetur komu illa niður á bústofni manna. Kvikfénaði fækkaði mjög um allt land, - drapst af fóðurskorti og hríðum og allskonar ótímgan.“

Frá fardögum 1881 til fardaga 1882 fækkaði fé landsmanna um 100 þúsund. Talið er, að vorið 1882 hafi fæðzt um það bil 180 þúsund lömb á öllu landinu. Af þeim drápust 65 þúsund eða meira en þriðjungur. Hallærisástand var ríkjandi í mörgum héruðum.

Minnir að menn hafi verið að þrasa um það í haust hvort kreppan drægi okkur aftur fyrir 1990

Svo má að lokum spyrja hvers vegna ekki er ræktað skepnufóður hér á landi sem bæði myndi skapa störf og spara gjaldeyri.

Ríkisstjórn sem er með álver og ESB á heilanum er hættuleg Ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.6.2009 kl. 02:47

2 Smámynd: Offari

Er það ekki öruggt að ef við göngum í esb þá tryggir Evrópusambandið okkur fæðuöryggi jafnvel þótt þeir geiti ekki framleitt handa sjálfum sér.  Fæðuöryggið er ein aðalástæðan fyrir því að ég vill ekki ganga í Esb. Þrátt fyrir að hér sé dýrt landbúnaðarstyrkjakerfi þá vill ég frekar hafa það en að landið verði háð innfluttri fæðu.

Offari, 21.6.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Offari þessum styrkjum í ESB er ekki dreift til almúgans heldur fá alþjóðafyrirtæki og aðalsmenn mest af honum í Evrópu.

Fæðuöryggi eykst alls ekki með því að við göngum í ESB því við það eykst enn frekar innflutnningur á matvælum sem drepur niður innlenda framleiðslu og gerir okkur enn háðari innflutningi.

Besta leiðin er að vera sjálfum okkur nóg um matvæli en sjálfstæðismenn rústuðu því.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.6.2009 kl. 12:12

4 identicon

,

Úr grein eftir undirritaðann ,,Lýðveldið Ísland og Evrópusambandið'' sem birtist 6.júni 2004. Þessi grein sýnir að þessi þróun er ekki tilviljun þetta plan hófst með EES samningnum sem mun að öllu óbreyttu leggja íslenskan landbúnað af og við verðum svo að treysta á í framhaldinu á aðsendan mat frá ESB löndunum. Fáum við mat sendan ef við lendum í viðskiftarbanni að því að við getum ekki greitt ICESAVE reikninginn eftir 7 ár sem dæmi? Hvað gerist ef Alþingi hafnar ICESAVE?

,Hér ber að hafa í huga þegar Íslendingar gerðust aðilar að EES samningnum töldu sömu aðilar að stigið hefði verið eitt stærsta skref til sóknar fyrir atvinnulífið hér á landi. Stundum verður manni á að þekkja ekki muninn á vörn og sókn þegar kemur að framsetningu markaðsmála. Matarbúr landsmanna, íslenski landbúnaðurinn, sem er einn stærsti öryggisþáttur í almannavörnum þjóðarinar, vegna legu landsins sem eyríki, er í hættu vegna áhrifa frá Evrópusamrunnanum.''

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 12:30

5 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Af hverju er Björgólfur Tór ekki látinn bera ábyrgð á gjörðum sínum?

Ps. Ég er búinn að finna netföngin hjá öllum þingmönnunum.

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 23.6.2009 kl. 04:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband