Hefur Jakob ekki lesið Icesave samninginn?

Í samningnum segir:

Including the making, enforcement or execution against any of its property or assets (regardless of its or they-ir use of intended use) of any order or judgement. Þ.e. "óháð notkun eða ætlaðri notkun" þetta verður vart túlkað öðruvísi en að hlutverk og eðli eignarhalds sé engin hindrun í yfirtöku eigna ríkisins.

Samningurinn eyðir þeirri griðhelgi sem Jakob vísar í að neðan.

En Jakob Möller ráðgjafi utanríkisráðuneytis segir: 

Bretar og Hollendingar geta ekki gert tilkall í eignir íslenska ríkisins, þar með talið Alþingishúsið, vegakerfið, sendiráð og eignir Seðlabankans. Þetta kemur fram í álitsgerð um Icesave-samningana sem Jakob Möller, hæstaréttarlögmaður, vann fyrir utanríkisráðuneytið.

Jakob segir þessar eigur órjúfanlegan þátt í rækslu þess hlutverks sem er í eðli ríkisins. Þá séu erlendar eigur ríkisins, s.s. sendiráð og eignir erlendra seðlabanka hjá Englandsbanka undanþegnar aðför í Bretlandi og því varðar gegn aðfararhæfi með Vínarsamningnum.

Jakob telur óheppilegt að deiluefni verði útkljáð í breskri lögsögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband