Um hvað er Steingrímur að tala: hræðsluáróður andskotans

Hver er ekki búin að fá sig fullsaddan af hálfkveðnum vísum stjórnmálamanna sem gefa sífellt í skyn einhverjar hörmungar ef þjóðin lætur ekki teyma sig út í byrðar sem hún stendur ekki undir.

Steingrímur segir á RUV "Ég er í engum vafa um að skásta lausnin er það samkomulag sem við höfum gert og býð ekki í afleiðingarnar af því að ef því yrði hafnað."

Ég efast ekki um að besta lausnin fyrir Steingrím sé að flytja byrðarnar yfir á börnin okkar. Auðvitað byði hann ekki í afleiðingarnar ef hann þyrfti að taka á vandamálunum sjálfur í stað þess að láta atvinnulífið og fjölskyldurnar borga brúsann.

Ég er farin að trúa því í fullri einlægni að Steingrímur sé leynifélagi í samfylkingunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þessar meintu afleiðingar eru líklega þær að skrúfað yrði fyrir gjaldeyrisstreymi til landsins, innflutningur stöðvaður í kjölfarið og hafnbann sett á landið. Síðan yrði landið hernumið af ESB og innlimað í sambandið. Þannig myndu íslenskir stjórnmálamenn missa sín völd og kannski bæri það hið besta mál - eða hvað?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 26.6.2009 kl. 12:40

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ari eigum við ekki að segja "bring it on". Allt er skárra en að hafa þessa trúða við völd í landinu.

Annars held ég að þessi taugaveiklun Ríkisstjórnarinnar sé úr lausu lofti gripin. Samfylkingin er búin að láta Gordon Brown hræða sig upp úr brókunum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.6.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband