Meira um hræðsluáróður andskotans í anda Göbels

Taglhnýtingar samfylkingar vinna nú að því hörðum höndum að hræða þjóðina inn í ESB með vægast sagt ósmekklegum hræðsluáróðri.

Þórólfur Matthíasson titlar sig sem prófessor þegar hann hótar Íslendingum djöfuldómi ef þeir samþykkja ekki Icesave.

Samningurinn er Íslendingum gjörsamlega ofviða og margoft hefur verið sýnt fram á það með góðum rökum og útreikningum.

Ekki get ég séð að Þórólfur vísi í haldbærar heimildir máli sínu til stuðnings.

Það er algjörlega óásættanlegt þegar að menn úr fræðaheiminum fara að opinbera draumfarir sínar sem staðreyndir.

Það er vægast sagt ógeðfellt að horfa upp á samfylkinguna sem var virkur þátttakandi í að leiða þjóðina inn í þetta martraðarástand sem nú ríkir sína tilburði til að hræða þjóðina til fjandans.

Icesave samningurinn ef hann er samþykktur mun færa þjóðina í sára örbyrgð í áratugi.

Allar þessar skuldir sem Ríkisstjórnin er að safna, vaxtabyrði af erlendum lánum, háir stýrivextir og verðbæturnar eru að keyra samfélagið í ástand sem er mun alvarlegra en draumar Þórólfs.

Já og svo er frétt á Vísi.is um geimverur á einu tungli Satúrnusar og Sparisjóðurinn Byr bíður landsmönnum fjárhagslega heilsu.

Satta að segja þá er fréttin um geimverurnar trúverðugust. Hvað segir það um fjölmiðla á Íslandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurður

Í þessum pistli sakar þú menn um að standa að hræðsluáróðri.

Síðan skrifar þú:

"Icesave samningurinn ef hann er samþykktur mun færa þjóðina í sára örbyrgð í áratugi."

Er þetta ekki þá líka hræðsluáróður hjá þér?

Jón Sigurður, 26.6.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Í hádegisfréttum í dag líkti Jón Daníelsson hagfræðingur í London íslensku samninganefndinni  og þeirri ensku við knattspyrnulið Gróttu á móti Manchester United. Allir viti hvernig sá leikur fer. Hann skoraði á Alþingi að fella samninginn og semja upp á nýtt. Þrátt fyrir það sagði hann að það hefði verið nauðsynlegt að skrifa undir hann á sínum tíma. Forsendur væru gjörbreyttar frá því sl. haust. Íslendingar ættu að taka á sig hærri höfuðstól en án allra vaxta.

Nú hef ég heyrt menn spá því að ef Alþingi samþykkir ekki samninginn megi búast við að Evran fari jafnvel upp í 2000 krónur.  Ég er ekki hæfur til að meta hvort sé rétt eða að þessi nauðungarsamningur sé nauðsynlegur enda erum við í myrkri með hvað liggur á bakvið eignir Landsbankans auk þess að það var bankinn en ekki þjóðin sem efndi til þessara skuldbindinga. En samningurinn hreppir þjóðina í þrældóm og ég spái því að yfir 50.000 manns forði sér undan því oki.

Ævar Rafn Kjartansson, 26.6.2009 kl. 12:45

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nei þessi niðurstaða hefur verið studd með útreikningum. Mætti kannski vera varlegra orðað.

Vextirnir einir af "láninu" í samningnum eru 300 milljarðar. Veruleg hætta er á því að ekki náist nema 30% upp í skuldina.

það eru verulegar líkur á því að heildarfjárhæðin verði um 700 milljarðar árið 2016.

Afborganir og vextir af þessari fjárhæð verður yfir 130 milljarða árið 2016 og greiðslubyrðin hátt í það næstu sjö árin þar á eftir og þetta þarf að greiða í erlendum gjaldeyri.

Þá eru ótalin önnur lán en eingöngu vextirnir af þeim eru yfir 100 milljarðar og ekki hefur verið skýrt hvernig staða þeirra lána verður árið 2016.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.6.2009 kl. 12:46

4 Smámynd: Sævar Helgason

Þarftu ekki bara að fara að slaka svolítið á Jakobína Ingunn ?  Það eru tveir kostir í stöðunni.

- Samþykkja ICESAVE samninginn  eins og siðað fólk meðal þjóðanna og taka ábyrgð á okkar gjörðum. Við vorum jú flest ánægð meðan veislan stóð yfir - það var bara þannig. Við fáum með ábyrgð okkar stuðning okkar nágranna komi upp erfileikar . Vinir okkar eru að kenna okkur lexíu- að vera ábyrg...

- Hafna samningnum og útiloka okkur og einangra okkur hér og lifa eingöngu á því sem landið gefur-  Suðningur við okkur meðal þjóðanna hverfur á augabragði. 

Báðir kostirnir eru grábölvaðir en sá seinni hábölvaður

Ég samþykki að taka ábyrgð og er hlyntur þessu samkomulagi vegna ICESAVE

Sævar Helgason, 26.6.2009 kl. 12:53

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sævar Helgason það getur vel verið að þú hafir tekið þátt í spillingunni og teljir þig þess vegna ábyrgan. Ég gerði það hins vegar ekki og vil ekki að fjölskyldunni minni sé sökkt í skuldafen til þess að bæta fyrir syndir þínar.

Ef við skrifum upp á þennan fáránleika sem Icesave samningurinn er munum við missa virðingu og traust annarra þjóða og á okkur verður litið sem trúða alheimsins.

Hótanir þínar og Þórólfs eiga sér ekkert hald í neinum veruleika sem ég þekki. Aðrar þjóðir munu ekki einu sinni nenna að elta ólar við þetta Icesavedæmi þegar fram í sækir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.6.2009 kl. 12:59

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

- Samþykkja ICESAVE samninginn  eins og siðað fólk meðal þjóðanna og taka ábyrgð á okkar gjörðum. Við vorum jú flest ánægð meðan veislan stóð yfir - það var bara þannig. Við fáum með ábyrgð okkar stuðning okkar nágranna komi upp erfileikar . Vinir okkar eru að kenna okkur lexíu- að vera ábyrg...

Á svo að draga meirihluta þjóðarinnar með sér í svaðið. 80% Íslendinga fengu ekkert góðæri í launaumslagið. 1% þjóðar sem halaði inn 3% teknanna um 1994 tekur nú í sinn hlut 24%.

Það var ekkert hægt að gera vegna þetta voru einkabankar var svarið. Við borgum ekki skuldir óreiðumanna  en þá verðum við að uppræta alþjóðaglæpastarfsemina hér á landi. Það er óumflýjanlegt til að fá virðingu gamla alþjóðasamfélagsins 8% af alþjóðasamfélagi heimsins án fordóma.

 Hafna samningnum og útiloka okkur og einangra okkur hér og lifa eingöngu á því sem landið gefur-  Suðningur við okkur meðal þjóðanna hverfur á augabragði. 

Semja á réttu forsendum. Við veitum ekki þessum bönkum starfsleyfi á umrásvæðum annarra Seðlabanka í Seðlabankakerfi Evrópu.

Ef við semjum slíkar afborganir og vextir til að fá að innlimast? þá er engin gjaldeyrir eftir í landinu. Stuðningur við okkur hefur aldrei og verður aldrei ókeypis.

Kjör í Rúmeníu, Búlagaríu, Slóvakíu, Lettlandi, Litháen, Eistlandi, Póllandi þykja við hæfi hjá gamla alþjóðasamfélaginu EU:ES.

Fyrrverandi Bankastjóri Fjárfestingarbanka ES:EU í Lúxemborg frá stofnum hans 1995 sagði að við skyldum einbeita okkur að  okkar hefðbundnu [innlimunarhlutverk: Pólland kjúklinga, Spánverja Tómata] einhæfu atvinnuvegum hráefna. Sem er nauðsynleg fyrir alvöru samkeppi markaðsvæði fullvinnslu lágvara á Meginlandinu.

Meðlimaríki  EU:ES er í innbyrðissamkeppni um að ná fram sem mestum stöðugleika, á mannamáli að Seðlanbankasvæðið  skili sem mestum hagnaði til Miðstýringarinnar eða Nefndarinnar: einkaframkvæmdavaldið í Brussell.  

Til þess að mönnum sé stætt á þvi að standa við hótanir sínar á verða 8% heimsins að hafa málstað hjá Stóra Alþjóða samfélaginu.

Yfirlýsing frá Íslandi um að innganga inn í einokunarbandalag og Seðlabankalénskerfis EU:EU sé ekki á dagskránni um aldur og ævi, afléttir þeirri einangrun sem þjóðin hefur verið í síðustu 20 ár.  

IMF segir [heimasíða feb -mars] að plan ES og SamFo um að endurreisa vaxtaskattakerfið[fjármálakerfið] um kosta lækkaðar launtekjur íslensks almenning um aldur og ævi. Skerðingu velferðakerfis?

Þarna munu Islave reikningarnir vega þyngst.

Nóg hafa lífskjör farið aftur síðustu 20 ár. 30% peninga í umferð lánsfé? 

Weltschmerz má lækna. ES er á 8% alþjóðasamfélagsins. Norðurlöndin innan við 8% af íbúa fjölda ES:EU. Ísland um 0,06%.  Áhrif Íslands minni en Grímseyinga,

áhrif Norðurlanda minni en Vestfjarða. Mælikvarðinn Ísland.

Fyrir þá sem í alvöru eru svo vitlausi að vilja innlimast þá er skrípasamningur trygging fyrir því að öll virðulegu Meðlimaríki EU:EU munu skrá sögu Íslands sem forna ey-nýlendu Dana sem varð ágrind eða alþjóðlegri glæpastarfsemi að bráð í basli sýnu til að vinna sér sess sem sjálfstæð þjóð í alþjóðasamfélaginu: Því stóra.

Júlíus Björnsson, 26.6.2009 kl. 13:45

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Þú dregur úr krafti þinnar kjarnyrtu Íslensku þegar þú ert orðin ráðherra.  Þangað til skaltu taka aðfinnslur Skreppanna sem hrós.

En ég velti því fyrir mér á hvaða tíma Sævar lifi.  Vissulega var það siðaðra manna háttur í Rómarveldi hinu forna, að selja fjölskyldur skuldara í þrældóm, gæti hann ekki borgað.  Og Rómverjum fannst það líka siðlegt að hneppa sigraðar smáþjóðir í þrældóm.

En það eru liðin tæp 2.000 ár síðan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.6.2009 kl. 15:28

8 Smámynd: Sævar Helgason

Ég var þátttakandi í þessu "góðæri "eins og allur almenningur.

Gjaldeyrir var á útsölu (lántaka) allar innfluttar vörur á hálfvirði (lántaka)

Allar utanlandsferðir á hálfvirði (lántaka) --hver notaði ekkert af þessu frá 2004-2008 ?

Vinnulaun í hæstu hæðum (lántaka) svona er hægt að telja lengi áfram. Menntun í hæstu hæðum (lántaka)  Bílakaup (lántaka) íbúðakaup (lántaka) lán-lán lán...

Og hvaðan komu lánin ?  Komu þau ekki erlendis frá ?  Eru þau ekki verulegur partur þessarar endurgreiðslu ?

 Nortaðir þú ekkert af þessu Jakobína Ingunn ?

bestu kveðjur Sævar H.

Sævar Helgason, 26.6.2009 kl. 22:18

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sævar Helgason Ég notaði ekki meira af þessu undanfarin fjögur ár heldur en ég gerði frá 1984 til 1988.

Það hefur ávallt tíðkast að fólk hafi þak yfir höfuðið og einhverja larfa utan á sig. Það er óþarfi að reyna koma sektarkennd inn hjá fólki út af því.

Það voru fjölskyldurnar sem voru með yfir 2 milljónir á mánuðu sem settu þjóðina á hausinn. Skoðaðu skattframtölin og þá sérðu hverjir það voru.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.6.2009 kl. 22:46

10 Smámynd: Sævar Helgason

Takk fyrir þetta.  Sjálfur er ég skuldlaus að loknu þessu ævintýri og tók enginn lán..  Þó var ég meðal jóninn í launum og vann við útflutnings verðmætasköpun.. En þessir gríðarlegu fjármunir sem streymdu inní þjóðfélagið í formi lána héldu hér uppi fölskum lifistandard- allra- þó margfallt hjá sumum.   Þeir sem brugðust þjóð sinni - voru ríkjandi stjórnmálamenn og konur...  það er mín skoðurn

Nú deilum við um leiðir út úr vandanum...

kveðja 

Sævar Helgason, 26.6.2009 kl. 23:41

11 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Áróðurinn fyrir Icesave fer stig vaxandi með hverjum deginum. Það er greinilegt að áróðursdeild samfó vinnur yfirvinnu þessa dagana.

þetta er annars ekki í fyrsta skipti sem þórólfur kemur með órökstutt bull um Icesave. það er ekki langt síðan hann hélt því fram að afborganirnar yrður lítið mál kljúfa.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 27.6.2009 kl. 00:05

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð aftur.

Enn einn blekkingarþursinn birtist hjá Sævari.

Það er rétt að íslenska þjóðin er skuldug.  Og þær skuldir er verið að afskrifa í stórum stíl í uppgjöri gömlu bankanna.  Þar er þar sem skaðinn myndast gagnvart fjármögnun framtíðar því ef íslensk fyrirtæki borga ekki sínar ofteknu skuldir til baka, þá er skiljanlegt að þau fái ekki lán í framtíðinni.

ICEsave er allt annað dæmi.  Hvað skaði er það að erlendir sparfjáreigendur leggi ekki inná reikning í Landsbankanum í framtíðinni???  

En innistæðueigendur ICEsave er ekki aðrar lánastofnanir, gleymum því ekki.

Og við megum heldur ekki gleyma þeirri staðreynd að stærsti hluti af starfsemi bankanna var erlendis, undir það síðasta.  

Þess vegna er málflutningur Sævars lúmsk blekking, til að koma sektarkennd inn hjá hrekklausu og mjög trúgjörnu fólki að það hafi notað þessi lán.  En enginn hefur sýnt fram á að svo hafi verið.  Þessi innlán fóru í endurfjármögnun bankans og bankinn var ekki með það að aðalstarfsemi að lána mér fyrir flatskjá.  Hún fólst í þjónustu við fjársterka einstaklinga og fyrirtæki, hlutabréfakaup og skuldsettar yfirtökur.  Þess vegna hrundi blaðran.

Látum því ekki áróðursdeild Samfylkingarinnar blekkja okkur endalaust.

Hugsum, veru ekki trúgjörn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.6.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband