2009-06-30
Nýfrjálshyggjuboðberi andskotans
Rob Knox virðist telja að sóðaskapurinn í stjórnarfari Íslands sé til fyrirmyndar.
Hann segir "Íslendingar virðist gera sér grein fyrir því, að það þarf að færa fórnir svo þjóðin geti orðið efnahagslega sterk á ný."
En hverjir eiga að fórna? Ekki virðast þeir sem komu öllu í kalda kol á Íslandi að fórna miklu í endurreisninni heldur á að mergsjúga almenning.
Hann segir einnig "Ólíkt mörgum öðrum löndum, sem misstu sig vegna ódýrs lánsfjár, standi Ísland að mörgu leyti vel. Þjóðin sé ung og vel menntuð, lífeyrissjóðakerfið sé sterkt og þar séu auðugar náttúruauðlindir."
Lífeyrissjóðakerfi almennings var misnotað af bankamönnum og mútuþægum stjórnendum lífeyrissjóðanna og þessir aðilar eru enn að. Nú er verið að lána úr lífeyrissjóðunum til þess að halda uppi stórverktökum við framkvæmdir sem hafa enga þýðingu fyrir endurreisn Íslands.
Endurmennta þarf stjórna hluta yngra fólks sem var sérþjálfað fyrir bankanna.
Alþjóðafyrirtæki hafa verið að hirða réttinn til nýtingu náttúruauðlinda og halda því áfram. Það sem Ísland stendur frammi fyrir núna er stærst rán sögunnar.
Ég tek undir spurningu Michael Hudson:"munu stjórnvöld verja þegna sína fyrir afætum fjármálaheimsins eða munu þau færa þeim íslenska hagkerfið á silfurfati"?
Ættu að líta til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:58 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég las fréttina sem þú tengir þessari færslu og hugsaði: áróðursvélar andskotans
Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.6.2009 kl. 18:03
Jakobína, skýrðu það út fyrir mér hvað nýfrjálhyggja er , vegna þess að þú og margir fleiri tönglast á þessu orði dag og nótt.
Steingrímur bjarnason (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 18:29
New York Times nýfrjálshyggjuboðberi? Ég... eh...
Ásamt Salon.com og Huffington Post kannski? Og The National Review þá væntanlega kommúnistasnepill eða hvað?
Jæja, fjarstæðumælirinn fullur í dag.
Páll Jónsson, 30.6.2009 kl. 18:32
Steingrímur
Hér er ágæt skilgreining á hugtakinu:
Páll ert þú ekki almennilega læs. Ég skrifa að Rob Knox sé nýfrjálshyggjuboðberi. Minnist hvergi á New York Times.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.6.2009 kl. 18:47
Ég vona að þér þyki það ekki framhleypið en mér þætti mjög fróðlegt að lesa eitthvað um þínar eigin hugmyndir um færa leið til endurreisnar efnahags- og atvinnulífi landsins.
Við þurfum að verja næstum 400 milljörðum til að endurfjármagna fjármálakerfi landsins svo það geti farið að þjóna heimilum og fyrirtækjum í skuldavanda. Til þess þarf fjármagn sem við eigum ekki til og verður að taka að láni. Finnst þér valkostur að sleppa aðstoð AGS og vinaþjóða og endurfjármagna ekki fjármálakerfi okkar? Hefurðu velt fyrir þér afleiðingunum fyrir fyrirtækin eða heimilin í landinu?
Seðlabanki Íslands varð í raun tæknilega gjaldþrota og hann verður einnig að endurfjármagna. Finnst þér það valkostur að sleppa því einfaldlega? Spurningin er hvað verður þá um fjármálakerfi okkar og gjaldmiðil.
Hallarekstur ríkisins vegna snarminnkandi tekna og aukinna útgjalda í kjölfar hrunsins er líklega að nálgast 200 milljarða króna. Halli þýðir lántökur. Miðað við ítrustu áætlanir um aukna skatta og alvarlegan niðurskurð mun skuldasöfnun ríkisins ekki stöðvast fyrr en eftir fjögur ár. Án niðurskurðar og skattheimtu heldur skuldasöfnunin áfram mun lengur og upphæðirnar verða slíkar að allir Icesave samningar blikna í samanburðinum. Finnst þér það boðlegur valkostur fyrir börnin okkar að sleppa einfaldlega niðurskurði og skattheimtum en safna þess í stað gífurlegum skuldum sem við skiljum eftir fyrir börnin okkar og barnabörn? Eða kanntu einhverja aðra leið til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs?
Gjaldmiðill okkar er svo rúinn trausti að ekki einu sinni íslensk fyrirtæki í útflutningi líta við honum nema algerlega tilneydd. Hann á því enga kaupendur nema annars vegar nauðuga og hins vegar Seðlabankann sem er að eyða erlendum gjaldeyrislánum þjóðarinnar í að kaupa krónur á markaði til að verja miðilinn algeru hruni. Bæði innlendir aðilar og erlendir eiga hins vegar fullt af þessari matadormynt og bíða þess eins að fá færi til að losa sig við hana og kaupa stöðugri gjaldeyri í staðinn. Og það þrátt fyrir að hér sé haldið uppi manndrápsvöxtum til að verja ræfilinn. Sérð þú einhverja aðra leið til að skapa forsendur stöðugleika í gengismálum en taka á ríkisfjármálunum, byggja upp öflugan gjaldeyrisvaraforða með aðstoð AGS og vinaþjóða og boða síðan heiminum að við munum stefna að upptöku evru eins skjótt og auðið er?
Vona að þér þyki þetta ekki leiðinlegt en það er bara svo miklu skemmtilegra að skiptast á skoðunum og hugmyndum um leiðir út úr vandanum en endalausar endurtekningar á þeim mistökum sem hér voru gerð og menn voru hundskammaðir fyrir að benda á.
Arnar (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 19:11
" Við þurfum að verja næstum 400 milljörðum til að endurfjármagna fjármálakerfi landsins svo það geti farið að þjóna heimilum og fyrirtækjum í skuldavanda. Til þess þarf fjármagn sem við eigum ekki til og verður að taka að láni. Finnst þér valkostur að sleppa aðstoð AGS og vinaþjóða og endurfjármagna ekki fjármálakerfi okkar? Hefurðu velt fyrir þér afleiðingunum fyrir fyrirtækin eða heimilin í landinu?
Seðlabanki Íslands varð í raun tæknilega gjaldþrota og hann verður einnig að endurfjármagna. Finnst þér það valkostur að sleppa því einfaldlega? Spurningin er hvað verður þá um fjármálakerfi okkar og gjaldmiðil. "
Arnar:
Veist þú hvað varð um alla peningana sem voru lagðir inn á t.d. Iceslave reikninga Landsbankans? Af hverju stendur alþingi frammi fyrir því, að ætla sér að velta þessu yfir á almenning?
Veist þú af hverju seðlabanki íslands er tæknilega gjaldþrota?
Það þarf enga sérfræðinga til þess að sjá hvað hefur verið að hérna. Hér fóru fullkomlega vanhæfir einstaklingar með öll völd, og þeim tókst að gera heila þjóð "tæknilega" gjaldþrota á fáeinum árum. Og til að vera nú bara alveg hreinskilin, að þá er ekki til neitt sem heitir "tæknilega" gjaldþrota. Sitjandi ríkisstjórn gæti allt eins lýst yfir þjóðargjaldþroti verði Iceslave samningarnir undirritaðir. Planið er þetta: Hér mun vinnumarkaðurinn verða borinn uppi af fólki sem sættir sig við t.d. 500 kall á tímann og þessta fólk mun vinna í hinum ýmsu verksmiðjum, sem munu framleiða matvæli ofan í elítuna í heiminum. Hinir munu ráfa um á örorkubótum, aðrir flytja úr landi og hinir.........hreiðra um sig í strákofum fjarri mannabyggðum.
Það er tilgangslaust að endurfjármagna svarthol kallinn. Og það er hámark vanhæfninnar, að þremur mönnum skuli hafa tekist að setja seðlabanka heillar þjóðar á hausinn. Og það er alveg með ólíkindum, að enginn skuli vilja láta fara fram opinbera rannsókn á embættisfærslum þeirra valdhafa, sem hér áttu að hafa stjórn á hlutunum. Í stað þess að stjórna, þá virðast þeir hafa tekið fullan þátt í sukkinu. Annaðhvort var þetta lið bara ekki edrú í vinnunni, eða þá að því var skipað að gera landið gjaldþrota, sem það er í raun og veru. Allt tal um einhver "tæknileg" gjaldþrot, er bara frasi úr munni allra afneitunarkónganna og drotninganna í íslenskri pólitík. Ekki síst sitjandi drottnara.
Óskar (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 21:36
Arnar halli ríkissjóðs skýrist af mjög miklu leyti af gríðarlegum lántökum. Ég spáði því í haust að það stefndi í 200 milljarða niðurskurð og þá töldu sumir að ég væri geðveik.
Mér er ljóst að Davíð Oddson hennti 520 milljörðum eða nánast öllum gjaldeyrisvaraforðanum inn í Kaupþing rétt fyrir hrun. Mikið útstreymi var úr Kaupþingi í kjölfarið/aðdraganda. Auðvitað skapar þetta vanda.
Mér var tjáð í seðlabankanum að gjaldeyrisvaraforðinn væri 400 milljarðar og þar af væru 100 milljarðar lán frá AGS.
Mér skilst að megin hluti lántökunnar sé til þess að "styrkja" gjaldeyrisvaraforðann. Ha hvað? Nettó gjaldeyrisvaraforði verður eftir sem áður 300 milljarðar eða hvað hann nú er og enginn lætur blekkjast af platgjaldeyrisvaraforða í boði AGS sem kostar okkur tugi milljóna í vaxtakostnað á dag...í gjaldeyri...Heimska andskotan ef þú spyrð mig.
Ef við ætlum að bjarga framtíð Íslands þá byrjum við á því að reka AGS úr landi. Lækkum stýrivextina.
Setja ný neyðarlög og sækja það sem sækja þarf til glæpamannana og stinga þeim svo inn. Það er auðvitað andstætt ný-frjálshyggjunni en það er samt það rétta.
Rukkum stóriðjuna um eðlilegt gjald fyrir orkuna (t.d.það sama og hún gerir í Kanada, þetta má gera með sköttum).
Innköllum kvótann færum fullvinnslu fiskafurða heim.
Eflum viðskiptasambönd við "vinveittar þjóðir" utan ESB.
Framleiðum öll matvæli fyrir innanlandsmarkað.
Flytjum aðallega inn hráefni til iðnaðar, sjávarútveg og landbúnað.
Nýtum eigin auðlindir á eigin forsendum og eflum anda frumkvöðla.
Öflum tekna til þess að borga skuldir en tökum ekki meiri lán. Það skapar virðingu og traust en ekki það að rústa samfélaginu til þess að greiða skuldir Björgólfs Thors.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.6.2009 kl. 21:47
Rosalega talar, eða réttara sagt skrifar, Óskar góða íslensku Engir frasar eða orðskrúð heldur kjarnyrta, hreina og tæra tungumálið sem er orðin spurning hvað á mörg ár eftir... en svo ekkert fari á milli mála þá mátti ég til að fagna skýru svari Óskars hérna inni á blogginu þín Jakobína. Vona að þú fyrirgefir mér inngripið
Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.6.2009 kl. 22:00
Þakka þér fyrir Rakel. Það er allt of lítið um það að fólk tali skýrt um þess málefni.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.6.2009 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.