Bankaræningjar, bankastjórar og bankaeigendur

Davíð Oddson seldi vini sínum og flokksbróður Landsbankann.

Björgólfur Guðmundsson átti sér langan feril og sögu í viðskiptum sem gera má ráð fyrir að Davíð Oddsson hafi þekkt vel til:

Björgólfur Guðmundsson tók við tugmilljónum króna sem starfsmaður Landsbankans, Haukur Heiðar, stal úr bankanum á sjö ára tímabili. Haukur Heiðar var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjárdráttinn árið 1980.

Sem deildarstjóri ábyrgðardeildar Landsbankans hafði Haukur Heiðar um sjö ára skeið, frá 1970 til 1977, dregið sér rúmar 50 milljónir króna með skjalafalsi. Í flestum tilfellum notaði Haukur Heiðar féð sem hann dró sér til þess að borga ábyrgðarskuldir fyrirtækja Björgólfs Guðmundssonar, Dósagerðarinnar og Bláskóga, eða kom fénu úr landi og inn á bankareikning í Sviss. Björgólfur greiddi Hauki Heiðar síðan féð til baka í reiðufé með vöxtum að sögn þeirra beggja. Nokkrum sinnum kom hann á skrifstofu Hauks Heiðar í Landsbankanum með milljónir króna í umslagi.

Björgólfur var ekki ákærður í málinu á sínum tíma því Haukur Heiðar sagði að hann hefði verið einn að verki.

Í vitnaleiðslunum yfir Björgólfi, sem raktar eru í dómnum í máli Hauks Heiðar, kemur fram að Haukur Heiðar hafi nokkrum árum áður boðist til að lána Björgólfi fé. Björgólfur segir í dómnum að hann hafi þegið boð Hauks Heiðar um peningalán því hann hafi talið að Haukur ætti féð sjálfur sem hann bauðst til að lána honum. Björgólfur var fjárþurfi á þeim tíma. Björgólfur segir í dómnum að honum hafi verið algerlega ókunnugt um að nokkuð „óhreint“ hafi verið í viðskiptum sínum og Hauks.


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Margt skrýtið gerist hjá Mammon. Frændur eru frændum verstir ekki sýst í valdættum. Einskip v. Hafskip.  Sekt lýkur þegar refsingu er lokið. Siðvillingar eru hættulegast tegund mannfólks vegna þess að þeim er einkar lagið að ganga í augun á fólki t.d.

Verð fyrir banka skipti líka sínu máli og hraði til móts við einkavæðingu var mikill.

Svo getur verið að sumir hafi einfaldlega talið sig hafa tak á sumum.  Tilgangurinn helgar víst meðalið hjá sumum.

Það sem mér finnst aðalatriðið að allt sem getur losað okkur við  IMF [EU] er af hinu góða hvaðan sem kemur neyðin er það stór. Margir eiga um sárt að binda og mega ekki við væntanlegum skorti eða meiri.

Eitt gott koma fram hjá Davíð homun var sama um Björgólf en ekki þjóðina.

Sumir mættu segja  það sama um vini eða styrktaraðila sína sem sögðust fyrir nokkru hafa skuldað útibúum innanlands og utan 900 milljarða sumir segja í dag 1500 milljarða.

Okkur rennur í grunn hver er efstur á óskalistanum í myrkri ríkistjórnarinnar  sem treystir ekki lögráða einstaklinum[frændum]sínum fyrir upplýsingum sem varða hana beint.

Júlíus Björnsson, 5.7.2009 kl. 06:10

2 identicon

Davið minnir mig einna mesta á BAGDAD BOB sem inn í það síðasta laug að alt gengi svo vel hjá Írakíska hernum þegar Bagdad var umkringt af Amerikanska hernum....

Jóhannes (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband