...Já leyfum útlendingum að græða á íbúum bæjarins

Suðurnesjamenn hafa byggt upp Hitaveitu Suðurnesja.

Bæjarstjórinn er búin að selja nánast allar eignir bæjarins en útsvar bæjarbúa rennur nú að miklu leyti í vasa vina bæjarstjórans sem leigja bænum það sem bæjarfélagið átti sjálft áður.

Nú ætlar hann að selja útlendingum  og einkaaðilum réttin til þess að rukka bæjarbúa um heita vatnið. Og viti menn bærinn ætlar að eiga áfram rörin í jörðinni. Já það verður varla skafið af "snilld" Árna Sigfússonar.

Já og svo ætlar hann líka að lána vinum sínum útlendingunum og einkaaðilunum 6 milljarða til þess að þeir geti keypt réttinn til að rukka Suðurnesjamenn fyrir afnot af hitaveitunni sem þeir byggðu upp sjálfir.

Nei Árni ætlar ekki að lána þeim sjálfur persónulega heldur ætlar hann að láta bæjarbúa í Reykjanesbæ um að lána þessum vinum sínum 6 milljarða.

Kannski langar Árna að vera bankastjóri og lána útlendingum peninga svo þeir geti grætt meira á bæjarbúum.


mbl.is Kaupin í HS Orku bænum í hag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband