Skýrslur sem eru ekki til og blekkingarleikur stjórnvalda

Þessi skýrslan er týnd og þessi skýrsla er ósýnileg.

ossurskyrsla

Fannst eftir nokkra leit í fjármálaráðuneytinu. Skýrslan sem gerð var fyrir Össur að því er ætla mætti af forsíðu hennar hafði bara farið framhjá honum.

Það skiptir engu máli að það kemur fram í skýrslunni að Ísland hafi ekki formlega ábyrgst skuldbindingar tryggingarsjóðs innistæðueigenda hvað varðar Icesave innistæðurnar.

Össur vill bara að við göngum í ábyrgð fyrir 1.000 milljarða af því að honum langar til þess.

Auðvitað skipta svona skýrslur engu máli sérstaklega þegar þær eru týndar í fjármálaráðuneytinu.

Og auðvitað skiptir engu máli þótt að fullveldi Íslands sé fórnað fyrir Hollendinga og Breta ef Össuri langar til þess.

Og hvaða máli skiptir þótt Íslendingar fórni lífsbjörg sinni, auðlindunum, ef Össuri langar til þess.

Nei kæru Íslendingar við eigum ekki að vera með þessa frekju. Valdhafinn hefur talað og honum langar ekki til þess að þjóðin hafi neitt um málið að segja enda er hún ekki þjóðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband