Forhertari en andskotinn

Það er eins og maður búi í furðuveröld andskotans. Hvernig dettur útrásarvíkingnum Finni Sveinbjörnssyni sem lánaði amerískum misyndismönnum 8 milljarða úr Sparisjóði Mýrdælinga, litlum sparisjóði, að tala um tilboð. Hvers vegna í fjandanum er þessum manni leyft að stjórna Kaupþingi.

Er ekki búið að bjóða almenningi þessa lands upp á nóg?

Og hvers vegna ástundar Fréttablaðið áróður fjandans í boði Björgólfsfeðga og Kauðþings.

Já Vilhjálmur Bjarnason ég tek undir það með þér þessi fjandi er með öllu ólíðandi.

Er ekki komin tími til þess að Ríkisstjórnin fari að rífa sig upp úr þeim forarpitti sem hún virðist vera föst í og koma þessu glæpahyski undir lás og slá og reki algjörlega vanburða stjórnendur bankanna.


mbl.is Varar við borgarastyrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Segðu!

Haukur Nikulásson, 7.7.2009 kl. 23:02

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég segi bara af hverju er Vilhjálmur ekki löngu orðin ráðherra eini maður sem hefur vit á fjármálum.

Forherðing er algeng afleiðing mikils eftirlætis. Þau sem fylltust ágirnd  eru en við sama heygarðshornið.

Júlíus Björnsson, 7.7.2009 kl. 23:07

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Já forherðingin er svo mikil og fólk þjáist af siðferðisblindu.    Ég skil ekkert lengur!  Þetta er skilningi mínum ofaukið!

Baldur Gautur Baldursson, 8.7.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband