Notar minnihluti vald sitt til að kúga þingmenn í ESB málinu?

Getur það verið að fáeinir þingmenn samfylkingarinnar noti vald sitt til þess að kúga þingmenn til þess að gangast inn á þeirra sjónarmið um ESB og greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni.

Framgagna af þessu tagi eru kosningasvik. Kosningasvik sem eru sama eðlis og að telja rangt upp úr kosningakössunum.

Hegðun af þessu tagi ber vott um djúpstæða spillingu en afhjúpar einnig að kosningakerfið og líðræðið á Íslandi er ónýtt.

Mikil almenn mótstaða er fyrir heldstu hugðarefnum samfylkingarinnar sem eru að neyða Icesave upp á Íslendinga og gangast síðan undir Brusselvaldið.

Samfylkingin er að tefla menningu Íslendinga í hættu.

Ætlar samfylkingin að tryggja áframhaldansi hagvöxt með því að hleipa tugum alþjóðafyrirtæja inn í landi og selja þeim orku og láglaunavinnuafl á spottprís en hrekja þá úr landi sem hafa praktíska menntun og góða almenna heilsu?

Mér sýnist á öllu að samfylkingin beri áfram kyndil sjálfstæðisflokksins en hafi vafið um hann slæðu ESB áráttunnar.


mbl.is Hefði þýtt stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband