Fjárglæframenn búnir að rústa grunnstoðum samfélagsins

Bankar, lífeyrissjóðir og tryggingafélög lentu í kjaftinum á fjárglæframönnum sem voru handpikkaðir til þess arna af sjálfstæðisflokki og framsóknarflokki.

Samfylkingin sem af miklum dugnaði tók FULLAN þá í að setja síðan þjóðarbúið á hausinn notfærir sér nú öngþveitið í samfélaginu og ætlar að gera landið efnahagslega óbyggilegt fyrir afkomendur okkar með því að selja það í hendur alþjóðafyrirtækja og erlendra lánadrottna.

Já hún er lítil föðurlandsástin hjá fyrirliðum fjórflokkanna.

Græðgin allsráðandi


mbl.is Sýndu Samson mikið traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Man einhver eftir sígaununum sem voru teknir úr umferð  á Selfossi og sendir til síns heima? Þeir þóttu geta verið varasamir.Og hvað með Nígeríubréfin? Mér finnst athyglivert að bera okkar fjármálamönnum saman  við Nígeríumenn eða sígauna sem flakka um  .Nígeríumennirnir höfðu enga stjórnmálamenn með sér að ég best veit urðu að skálda þá sjálfir upp.Okkar  svindlarar höfðu stjórnmálamenn vestræns lýðræðisríkis með sér.Ég hef aldrei heyrt annað en nokkra hundrað dollar sem hafa tapast til Nígeríumannanna en ekki ævisparnaðinn. en þeir þykja viðsjárverðir en ná tæpast nema örfáum þúsundköllum út úr fólki. Tjónið sem hinir fátæku svikahrappar ná að valda er aldrei nema brotabrot af  því sem íslensku glönnunum tókst að afreka.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 14:13

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hvað og ég spyr enn og aftur hvað græðir samfylkingin á þessu sem og hinir? Þegar við vitum það þá getum við tekist á við spillingaröflin sem enn eru að.

Kveðja að norðan

Arinbjörn Kúld, 10.7.2009 kl. 15:34

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jakobína:

Veistu ekki að þetta fólk veit ekki hvað föðurlandsást er. Þau týndu henni í  valdaþráhyggjunni og peningagræðginni allri saman.

Arinbjörn:

Peningavald og valdhyggja með aurana vinklaða út um allt á meðan að þjóðin mun svelta. Spillingin grasserar út um allt þjóðfélagið.

Væri gott að fá fréttamenn einhvers blaðsins að skoða hvernig þau græða á þessu!

Guðni Karl Harðarson, 10.7.2009 kl. 19:18

4 Smámynd: Elle_

Glannar finnst mér þó of vægt orð fyrir svikara.

Elle_, 11.7.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband