Hvað er verið að þagga niður með Icesave samningnum

Það er augljóst stjórnmálamenn hafa margt að fela um aðdraganda bankahrunsins. Það verður augljósara með degi hverjum að samþykkt ríkisábyrgðar á Icesave-samningnum er versta hugsanlega niðurstaða á Icesave-deilunni.

Ríkisstjórnin gerir allt sem í hennar valdi stendur til þess að leyna þáttum í framvindu samningsins og mistúlka samninginn.

Ríkisstjórninni er mjög umhugað að Icesave-ferlið fari ekki fyrir alþjóðadómstóla sem myndu skoða málið með fránum augum.

Hvað er það sem þolir ekki nánari skoðum

og hvað er það sem samfylkingin vill leyna?


mbl.is Ekki formleg umsögn Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Líklega er það þessi ljóslifandi staðreynd að borgum við ekki spilaskuldirnar og mokum fjármunum í hendur Bretum, munu þeir standa í vegi fyrir aðildarviðræðum okkar og gera þær gagnslausar.  Yfir þessu gleðjumst við sem viljum EKKI ganga í ESB, en hitt er sorglegt að alþjóðastjórnmálin skuli vera á sandkassalevel!  

Baldur Gautur Baldursson, 14.7.2009 kl. 17:50

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það hefur verið sagt berum orðum í breskum fjölmiðlum að Bretar muni ekki styðja aðild að ESB ef Icesave samningurinn fer ekki í gegn.

Samfylkingin og því miður forysta vinstri grænna eru greinilega tilbúin til þess að gera landið efnahagslega óbyggilegt fyrir Íslendinga gegn stuðningi

Breta í aðildarumsókn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.7.2009 kl. 17:58

3 identicon

Jón Helgi bloggari spyr:  Þarf einhver að hræðast niðurstöðuna? Er það kannski hin raunverulega ástæða mótstöðunnar við að fara dómsstólaleiðina?

Ég færði inn á bloggið hjá honum: 

Mín niðurstaða á þessu er alveg klár að það er eitthvað mjög gruggugt á ferðinni. Þetta er engan vegin eðlilegt; hvað þá sanngjarnt.

Það eru einhverjir sem hræðast dómsstólaferilinn og niðurstöður þeirrar málsmeðferðar. Mikið.

Ein vísbending er að ef dómsstólaleiðin er farin verður gerð krafa um að slóð Icesave fjármunanna, sem lagðir voru inn á reikninganna - sé greind og lögð fram. Það hefur fennt yfir slóðina. Reynt er hvað af tekur að þagga málið.

Dauðaþögn ríkir.

Staðfest.


Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 18:07

4 Smámynd: Elle_

Já, það lítur svona út.  Ógnarlega grunsamlega. Það er ekki hægt að skilja þaðÞað liggur við að maður gráti.

EKKERT  ICESLAVE

Elle_, 14.7.2009 kl. 18:21

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er einmitt einna stærsta spurningin í þessu öllu saman.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 15.7.2009 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband