2009-07-19
Verður Ísland ruslahaugur Bretlands?
Í stað þess að leggjast yfir vandamálið sem skapaðist í kjölfar bankshrunsins og reyna að leysa það á grundvelli jafnræðis og réttlætis ákvað Brusselvaldið í samvinnu við samfylkingu að nota vandamálið til þess að þvinga Íslendinga inn í Evrópusambandið.
Þannig sé ég þetta mál.
Ferli þessa máls hefur verið óeðlilegt á öllum stigum þess og þakka ég Elvíru fyrir hennar innlegg í umræðuna um það hvað varðar lög og stefnu Evrópusambandsins.
Það er ein setning sem höfð er eftir henni sem ég vil vekja sérstaka athygli á:
Mendez lítur málið alvarlegum augum og telur að ef samningurinn nái fram að ganga muni það setja löggjöfina um innri markaðinn í uppnám, enda muni það ala á tortryggni ríkja í millum ef málalyktir fjármálahruns geti orðið þær að almenningur þurfi að borga brúsann.
Áróðurinn í fjölmiðlum og af hálfu stjórnvalda hefur verið slíkur að það er búið að slíta úr samhengi ýmsa mikilvæga þætti sem almennt er viðurkennt innan fræðaheimsins að hangi saman.
T.d.
Svik--> vantraust
Áhrif--> ábyrgð
Völd--> ábyrgð
Leynd--> trúnaðarbrestur
Sök--> refsing
Sakleysi--> engin refsing
Glannaskapur--> meira tap
Varúð--> minna tap
Samfylkingin, Hollendingar og Bretar ásamt Brusselvaldinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur tekist að telja íslenskum almenningi trú um að það sé eðlilegt að SAKLAUSIR taki á sig tap, ábyrgð og refsingu meðan SEKIR, þ.e. stjórnmálamenn, embættismenn og glæpamenn lifi áfram við sömu kjör og þeir hafa haft og sleppi við ábyrgð, tap og refsingu.
það er algjörlega úr tengslum við allt sem ég þekki (en ég er með meistaragráðu í viðskiptafræði M.sc) að þeir sem taka áhættu með því að eiga í viðskiptum (viðskiptavinir Icesave) tapi engu en aðilar sem vissu ekki einu sinni um þessi viðskipti (Íslendskur almenningur) og tóku enga áhættu (þeim vitanlega) skuli eiga að taka á sig tapið.
Auðvitað er hættulegt að vera með illa menntað fólk í ríkissjórn.
Þetta kallast siðrof og leiðir til hnignunar samfélagsins
Misbýður umgjörðin um Icesave |
Bretland er að springa undan sjálfu sér. Þéttbýlið er slíkt að gangstéttirnar halda varla fólki á leiðinni á vinnuna á morgnana. Ruslið flæðir um allt í London. Mengun og á sumrin ber á vatnsskorti.
Englendingum hefur ekki sést fyrir í græðgi sinni og mikil eymd hefur skapast í sumum hverfum í London. Gamalt fólk býr við vosbúð og látast alltaf fjöldi þeirra á veturna vegna fátæktar. "Fína fólkið" heldur samt gleði sinni og lítur svo á í hroka sínum að það sé meðfædd forréttindi þeirra að lifa í vellystingum og hafa vinnuhjú. Það er síðan annarra en þeirra að sjá um skítinn sem þeir skilja eftir sig.
Samfylkingin og vinstri græn hafa nú tekið upp merki sjálfstæðismanna í tilburðum þeirra að gera Ísland að ruslakistu Breta og Bandaríkjamanna. Skýrt dæmi um það er að leyfi hefur verið gefið til þess að rækta erfðabreytt bygg með mannapróteini til lyfjaiðnaðar undir beru lofti. Forsvarsmennirnir segja að engin hætta sé á smiti í annað bygg. Ætla þeir að setja upp skilti við akranna sem segir: "umferð fugla bönnuð" eða mýs eða refir.
Á suðurnesjum hefur ríkisstjórn samfylkingingar og vinstri grænna og sjálfstæðismenn í Keflavík ákveðið að leyfa útlendingum að tæma orkuauðlindirnar ef marka má umræðu í New York Times.
Yfirleitt þegar stjórnmálamenn gera díla við útlendinga um að fá að misnota landið okkar (sem virðist vera að verða ruslahaugur alheimsins) þá gera þau díla við misyndis og glæpamenn sem er verið að rannsaka erlendis. Menn víla ekki fyrir sér að reyna að koma hverjum skítaiðnaðinum á fætur öðrum fyrir á Íslandi. Starfsemi sem önnur lönd vilja losna við.
Hver stjórnmálamaðurinn af fætur öðrum verður uppvís af því að vera í viðskiptum við erlenda fjárglæframenn.
Ég tek það fram að ofangreind færsla er ekki ritgerð með upphafi, miðju og niðurlagi heldur er ég að koma á framfæri mörgu af því sem mér misbýður. Bretar flytja óþverrann sinn til annarra landa. Þetta hefur á sér fingraför alþjóðafyrirtækja en íslensk stjórnvöld eru ekkert að gera til þess að losa þjóðina úr klónum á þessum glæpamönnum. Vinnubrögð samfylkingarinnar er að beygja sig undir vöndinn og mér misbíður það.
Úrgangur fluttur aftur til Bretlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.7.2009 kl. 04:33 | Facebook
Athugasemdir
Hvað streymir mikið af geislavirkum úrgangi að Íslandsströndum frá Sellafield stöð Bretanna ?
Skoskur eldislax ku vera mengaður af geislavirkum efnum frá Sellafield. Namm.
Óreiða Breta tekur á sig ýmsar myndir sbr.
"The revelation comes as Britain is due to face fierce criticism this week (23rd-27th June) at an international meeting of environment ministers in Germany for failing to tackle nuclear pollution from Sellafield".
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 16:51
Hmm...var það ekki Davíð Oddsson sem var vondi kallinn ???
Eða er sannleikurinn loksins að síast inní fólk.
Það er Samfylkingin sem er rottan !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 20:39
Æææ. Hvílík samsuða. Um hvað snýst pistillinn? Hefst á unfjöllun um fjólksfjölgun og slæman aðbúnað eldri borgar í UK. Svo fullyrt að "megin stefnumál" VG og Samfylkingar snúist um að BANNA EKKI rannsóknir á erfðabættu Byggi á Íslandi og séu þar með augljóslega að gera Ísland að ruslakistu fyrir UK og USA. Svo er hent fram bull-fullyrðingu um að orkulindir Suðurnesja séu að tæmast?? og klikkt út með meðvitað sé sérstaklega sóst eftir viðskiptasamböndum við mafíósa og aðra slíka.
Váá. Get focused. Um hvað ertu eiginlega að tala eða fyrir hverja að skrifa? Við þurfum vissulega á gagnrýnni þjóðfélagsumræðu að halda þessa dagana. Það er alvara á ferðum og viðsjárverðir tímar. Ekki darga þá umræðu niður fyrir það plan að allir þeir sem opna munninn eða skrifa blogg verði "réttilega" skilgreindir sem ruglukollar.
Háski (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 23:21
Það verður erfitt að díla við þetta allt saman
Júlíus Valsson, 19.7.2009 kl. 23:38
Háski þú verður að fyrirgefa en ég skrifa ekki fyrir fólk sem kann ekki að íta á tengla og sem getur ekki lesið í stefnu og samhengi.
Ég gagnrýni ekki erfðarannsóknir heldur ræktun erfðabreytts byggs undir beru lofti. Ef þú skilur ekki munin á þessu ættir þú að finna þér lesefni við hæfi.
Það segir ekki að orkuauðlindirnar á Suðurnesjum séu að tæmast. Hins vegar er það svo að miðað við áætlaða orkunotkun þá verður gengið á þær sem þýðir að þær verði ekki nothæfar í framtíðinni.
Ég segi heldur ekki meðvitað sé sóst eftir viðskiptasamböndum við mafíósa heldur segi ég að stjórnmála menn hafi orðið uppvísir að slíkum viðskiptum og styð það með tegli á frétt.
Ef þú skilur ekki einfaldann texta þá ráðlegg ég þér að finna einhverjar barnasíður eða síður með einföldum texta til að lesa.
Og Birgir þó að einn hafi hagað sér eins og asni þá þýðir það ekki að annar geti ekki gert það líka. Davíð Oddson hefur ekki einkaleifi á heimskulegum ákvörðunum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.7.2009 kl. 23:51
Þú talar um stefnu og samhengi. Spistillinn þinn hefur því miður enga stefnu og er afar samhegnislaus svo vægt sé til orða tekið.
Byggrannsóknir gætur reynst afar miklilvægar fyrir Ísland bæði til manneldis en ekki síður sem fóður. Burtséð frá skoðunum um erfðabætt maatvæli þá er það þekkt staðreynd að Bygg hefur ALDREI getað sáð sér villt á Íslandi.
Það sem þú sagðir um orkulindirnar á Suðurnesjum var nákvæmlega: "Á suðurnesjum hefur ríkisstjórn samfylkingingar og vinstri grænna og sjálfstæðismenn í Keflavík ákveðið að leyfa útlendingum að tæma orkuauðlindirnar". - Og bíddu, bíddu, í svari þínu segir þú "Það segir ekki að orkuauðlindirnar á Suðurnesjum séu að tæmast". Það verður ekki af þér skafið að þú er skýr í málflutningi.
Þú segir ekki í psstlinum þínum að "stjórnmálamenn hafi orðið uppvísir að viðskiptum við mafíósa, hekdur; "Yfirleitt þegar stjórnmálamenn gera díla við útlendinga um að fá að misnota landið okkar (sem virðist vera að verða ruslahaugur alheimsins) þá gera þau díla við misyndis og glæpamenn". Er ekki á því munur?
Er það virkilega megin einkenni milliríkjasamninga landsins í gegnum áratugina að við séum yfirleitta að díla við misyndis og glæpamenn? Í alvöru þó svo hægt sé að sýna fram á einstök dæmi?
Þakka ábendinguna varðandi barnasíður en hún rímar afar vel við barnalegan pistil og kom eiginlega ekki á óvart. Fer ekki ofan af því að pistillinn er afar ómarkviss og tætingslegur.
Í styttir útfærslu:
Offjölgun og aðbúnaður gamla fólksins í UK er vandamál. VG og Samfylking vilja ekki banna Byggrannsóknir og gera þar með Ísland að ruslkistu fyrir UK og USA. Gengið er þannig á orkulindir Suðurnesja að þær hafa skaða af. Yfirleitt þegar Íslandingar gera millríkjasamninga er það við mafíósa og glæpamenn.
Engin samantekt, engin niðurstaða. Engin tilgangur...
Háski (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 00:33
Háski viltu ekki gera svo vel að skrifa undir nafni þegar þú ferð með svona þvætting á blogginu hjá mér. Mér dettur helst í hug að þú skammist þín fyrir bullið í sjálfum þér og lái þér ekki.
Ég segi skýrt í pistlinum erfðabreytt bygg til lyfjaiðnaðar. Hvernig veist þú að bygg hafi aldrei sáð sér á íslandi. Veistu kannski líka hversu mörg krækiber hafa sáð sér á íslandi.
Það er ekki það sama "að þær séu að" og "að gefið hafi verið leyfi til." Þ.e. ferlið er ekki hafið en fyrirséð er að það muni hefjast. Ég vona að þetta sé nægilega skýrt fyrir þig
Það segir hvergi í pistlinum "í gegn um áratugi" heldur er ég að vísa til þess sem hefur verið að koma upp á yfirborðið undanfarið. Eldri dæmi er þó nóg af, t.d. álver og Impregilo sem eru þekkt fyrir annað en löghlýðni og gott siðferði í viðskiptum.
Sérlega gáfulegt þarna í lokin að taka stikkorð úr pistlinum og tala síðan um samhengisleysi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.7.2009 kl. 00:55
Bara til þess að fyrirbyggja miskilning Háski þá er færslan að ofan bloggfærsla en ekki fræðigrein.
Samhengið sem þú kemur ekki auga á Háski er að Bretar eru búnir að fylla allt af skít hjá sér. Mikil fólksfjölgun í Bretlandi og félagsleg vandamál tengjast að hluta til nýlendutímabilinu. Þeir hafa ekki lagt nægilega mikið af mörkum til að mennta lágstéttina og sitja uppi með fjölþætt vandamál fyrir vikið.
Vandamálin í Bretlandi eru fjölþætt, vatn í London vart drykkjarhæft og skortir jafnvel yfir sumartíman, mengun vegna orkuframleiðslu (kjarnorka), þrengsli (sbr. útflutningur á sorpi og skaðlegum úrgangi) auk félagslegs óréttlætis.
Við eigum mikið af því sem Breta skortir, hreint land, hreint vatn, hreint loft, orku sem tæki 18 kjarnorkuver að framleiða auk matarkistunar á sjávarmiðum.
Öllu þessu er stefnt í hættu með vondum ákvörðunum ríkisstjórnarinnar.
Vona að þetta sé nógu skýrt fyrir þig
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.7.2009 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.