Ég vildi að ég gæti trúað þér Ögmundur

Mikið væri það nú mikil blessun ef orð þín væru fyrirheit um að vinstri grænir færu að starfa eftir vinstri grænni stefnu.

Vinstri græn eru að missa trúverðugleika sinn sem stjórnmálaafl vegna þjónkunnar sinnar við kapítalismann/auðvaldið.

Samfylkingin virðist firrt allri dómgreind eða að minnsta kosti standast ákvarðanir og gjörðir hennar engin rök sem ég skil.

Margir þingmenn samfylkingarinnar tengjast fjárglæframönnunum sem rændu þjóðina og margir þingmenn samfylkingarinnar hafa þegið háar fjárhæðir af fjárglæframönnum sem komu þjóðarbúinu í þrot. Ákvarðanir og gjörðir samfylkingarinnar eru því ótraustvekjandi meðan þessir þingmenn ráða þar ríkjum.

Stjórnmálamenn sem lögðu lag sitt við níðinga eru samsekir og ættu ekki að láta sjá sig í stjórnmálum. Hugur þeirra er mengaður af þörf fyrir að leyna aðild þeirra að hruninu. Þessi þörf dregur úr dómgreind þeirra við ákvarðanir sem varða framtíð þjóðarinnar.

Ef einhver þáttur Icesavedeilunnar er með því móti að fórna eigi velferð þjóðarinnar til þess að hylma yfir mistök myndi ég leiða líkum að því að Össur og ISG ættu þar aðild.

Það er alla vega svo að á meðan ekki er dregið fram í dagsljósið hverju er verið að leyna gef ég mér fullan rétt til þess að reyna að geta í eyðurnar. Ég er jú ein af þeim sem á að taka við reikningnum.

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Joð hafa ástundað mikinn hræðsluáróður til þess að þvinga fólk til að standa með erlendum lánadrottnum og fulltrúa þeirra hér, þ.e. Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Sumir frasarnir sem notaðir eru í þessum tilgangi eru fáránlegir, eins og t.d., "þá erum við komin aftur á byrjunarreit", eða "þá erum við aftur komin að 5. október".

En þingmenn eiga að standa með þjóðinni. Þingmenn eiga ekki að ganga erinda AGS eða erlendra lánadrottna. Þingmenn sem eru skíthræddir við þessa aðila eiga einfaldlega að finna sér nýtt starf sem þeir ráða við og láta sterkari aðilum eftir stjórnmálin.


mbl.is Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær pistill hjá þér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.7.2009 kl. 01:01

2 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

Góð lesning, fólk þarf að sjá í gegnum bullið. Við þurfum líka alllangan tíma til að melta vitleysuna, því mikil er hún.

Guðni Þór Björnsson, 22.7.2009 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband