100 spurningar: óskiljanleg markmið ríkisstjórnarinnar

Ég er frekar barnaleg þegar kemur að væntingum mínum til fólks (nei ekki hlæja þetta er alveg satt). Þegar bankarnir hrundu í haust fór ég að skoða upplýsingar um skuldir þjóðarbúsins á heimasíðu hagstofunnar og áttaði mig á því að staðan var grafalvarleg.

Eftir að vera búin að klúðra efnahag þjóðarbúsins á súrrealískan hátt átti ég von á því að þeir sem fóru með völd og báru þess vegna ábyrgð myndu fyllast eftirsjá,

iðrast,

reyna að taka sig á,

endurskoða siðgæðismat,

endurskoða gildi sín, ekki síst frjálshyggjugildin

og umfram allt líta í eigin barm og spyrja sig hversu hæfir þeir væru til þess að taka ábyrgð eftir að vera búin að kollvarpa þjóðarbúinu.

Engin embættismaður hefur séð ástæðu til þess að spyrja sig þessarar spurningar.

Flestir ráðherrar fyrri ríkisstjórnar sýndu það siðleysi að bjóða sig fram á alþingi og sóttust sumir þeirra eftir að fá aftur ráðherraembætti. Þeir sem ég man eftir í fljótu bragði eru Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Kristján Möller, Björgvin Sigurðsson, Þorgerður Katrín, Guðlaugur Þór, Einar K Guðfinnsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Öll sóttust þau aftur til valda þrátt fyrir að hafa setið í ríkisstjórn sem mun verða þekkt af því í sögunni að hafa leitt miklar hörmungar yfir þjóðina undir forystu Geir Haarde og Ingibjargar Sólrúnar.

OG ÞAU SÁU EKKI AÐ SÉR.

Leynimakk, feluleikur og blekkingar hafa verið höfuðeinkenni þess stjórnarfars sem ríkt hefur allt frá hruni bankanna.

Sem persónur sýna ráðherrarnir merki um vanþroska og eigingirni. Þegar litið er yfir ráðherraröðina má sjá að meðal þeirra hafa valist óhæfir stjórnendur og sennilega er Jóhanna þar fremst í flokki. Þetta fólk hefur ekki spurt sig "er ég hæf til þess að takast á við þessi verkefni." Nei þau hlupu flest hver uppveðruð í ráðherrastólanna og engu þeirra datt í hug að spyrja sig hvort þjóðin ætti ekki skilið að fá hæfustu einstaklinganna í ráðherraembætti eftir það sem á undan var gengið.

Sjálf hef ég fylgst með þessu liði í forundran og ætla ég að rekja hér nokkuð af því sem mér er gjörsamlega óskiljanlegt að sé látið viðgangast.

Fyrst Icesave:

Hvers vegna fóru stjórnmálamenn ekki fyrir samninganefndinni fyrst deiluefnið var pólitískt?

Hvers vegna voru embættismenn, reynslulitlir, með litla menntun og embættismenn sem klúðrað málum í aðdraganda hruns, settir í samninganefndina?

Hvers vegna var Steingrími og Jóhönnu svo annt um að leyna samningnum?

Hvers vegna ætluðu þau að blekkja þingmenn til þess að greiða atkvæði með samningi sem þeir hefðu ekki kynnt sér? (þetta er nánast glæpsamlegt)

Útrásarvíkingarnir

Hvers vegna þurfti þjóðin að þvinga Evu Joly upp á ríkisstjórnina?

Hvers vegna eru spilltir bankastjórar ekki reknir?

Hvers vegna hafa fulltrúar útrásartímabils og spillingar makkað í skilanefndum?

Ástandið

Hvers vegna vill ríkisstjórnin ekki viðurkenna að þjóðarbúið er komið í þrot? (Samkvæmt skilgreiningu sem AGS setti fram í haust)

Hvers vegna þráast ríkisstjórnin við að leiða hörmungar yfir þjóðina með því að ganga að samningum sem fela í sér að þjóðin afsalar sér réttindum, fullveldi, griðum?

Hvers vegna fylgir VINSTRI stjórnin ÚLTRA HÆGRI STEFNU?

Hvers vegna er verið að falsa skuldastöðu Íslands?

Lífeyrissjóðirnir

Hvers vegna telur ríkisstjórnin lífeyrissjóðina til eigna ríkisins?

Ætlar ríkisstjórnin ríkisstjórnin að færa erlendum kröfuhöfum lífeyrissjóðina?

Ég gæti bætt við hundrað spurningum eins og t.d. hvers vegna er ekki verið að huga að innviðum samfélagsins, atvinnulífinu og heimilunum. En það er þjóðin hvort sem ISG skilur það eða ekki.

Það sem þeirri ríkisstjórn sem nú situr hefur tekist að gera frá kosningum

Að ljúga og blekkja um Icesave-samninginn og leynigögn

Að koma bönkunum í leynd til erlendra lánadrottna (m.a. vogunarsjóða) sem eru leynilegir. En þjóðin, skattgreiðendur eiga bara að taka á sig að fjármagna dæmið en kemur þetta ekki að öðru leyti við. Skelfileg vanvirðing

Að hunsa heimilin

Að hunsa atvinnulífið

Að safna þúsund milljarða skuldum til að þóknast heimsvaldinu. Skuldum sem eru ríkinu ofviða.

RÍKISSTJÓRNIN FÆR FALLEINKUNN


mbl.is Enn fundað um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar eru lúbarið fólk og kyssa vöndinn. Af hverju gera alþingismenn ekkert af viti?
Af hverju í ósköpunum eigum við að bera virðingu fyrir þessu skítapleisi sem er Alþingi Íslendinga sem er bara show-off?

Það þarf að búa til rannsóknarnefndir, settar saman af alþingismönnum, sem starfa fyrir opnum tjöldum, í beinni útsendingu á vef. Almenningur þolir þetta ekki lengur. Einkavæðing bankanna hulin leyndardómum, Icesave-samningur sem átti að leyna m.a. fyrir alþingismönnum! Skilanefndir sitja kúlulánþegar. OG ALLIR VITA ÞETTA.

Rosa (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 09:09

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Góðar athugasemdir. Kemurðu á fund í kvöld? Hvert á VG að stefna?

Vésteinn Valgarðsson, 21.7.2009 kl. 13:00

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Svarið liggur víst í aftasta blaðinu í möppunni frægu sem fylgir icesave málinu.

Arinbjörn Kúld, 21.7.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband