Í hvaða heimi eru þessir menn?

Hvers vegna hafa þeir ákveðið að gerast strengjabrúður erlendra kröfuhafa?

Þegar Steingrímur Joð talar um Icesave talar hann í mótsögnum. Og hann talar í hræðsluáróðri. Hann ætlar að koma þessum samningi í gegn hvað sem það kostar. Þingmenn sem meta samninginn á faglegum forsendum eru kúgaðir og hótað þar til þeir hlýða.

Jóhanna Sigurðardóttir talar eins og hún haldi að það sem hún telur LÍKLEGT sé komið frá guði.

Þegar upplýsingar seðlabankans eru skoðaðar má sjá þar miklar ólíkindakúnstir.

Þegar upplýsingar um stöðu ríkisins eru skoðaðar faglega og á óhlutdrægan hátt er hins vegar ljóst að ríkissjóður er gjaldþrota. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar að sjá til þess að þjóðin verði algjörlega ósjálfbjarga.

Þetta fólk, fólkið sem situr í ríkisstjórn ber ábyrgð á þeim lífsskilyrðum sem skapast í kjölfar ákvarðanna þeirra.


mbl.is Hvorki fyrirvarar né frestun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Já einmitt,
Steingrímur gerði þjóðina gjaldþrota með því einu að
vera í stjórnarandstöðu öll þessi ár.
Mikill  er hans máttur.

Páll Blöndal, 22.7.2009 kl. 21:59

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sjálfstæðismenn og samfylking settu þjóðarbúið á hausinn en það þýðir ekki að Steingrímur geti bara gert það sem honum sýnist.

Steingrímur ber ábyrgð á þeim ákvörðunum sem hann tekur núna. Hann getur ekki, ALDREI, fríðað sig af þeim.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.7.2009 kl. 22:34

3 Smámynd: Páll Blöndal

Mér finnst nú réttara að segja að það hafi verið
Sjallarnir, Framsókn og svo Samfylkingin í blálokin sem
klúðruðu bigtime.
En ef fæðingartíðnin eykst?
Hvað á þá að gera?

Páll Blöndal, 22.7.2009 kl. 23:11

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það sem ég er að benda á Páll er að niðurskurður í velferðarkerfinu upp á hundruð milljarða á eftir að hafa grafalvarlegar afleiðingar.

Jóhanna og Steingrímur þjösnast á þessu Icesavemáli, einkavæðingu bankanna og fleiru og fólk er bara dolfallið. Það er ekker vinstri eða jöfnuðar- við þeirra fyrirætlanir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.7.2009 kl. 00:17

5 Smámynd: Páll Blöndal

Ég deili með þér þessum sömu áhyggjum.
En ef við erum á kúbunni, þá eru öll ráð dýr og engin góð.

Ofdekraðir ESB andstæðingar á moggablogginu
http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/918743/

Páll Blöndal, 23.7.2009 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband