Steingrímur það er ljótt að plata útlendinga

Steingrímur segir við fréttamann Daily Telegraph að það sé hans verkefni að skella dyrum á ný-frjálshyggjuna sem hefur ríkt í tuttugu ár á Íslandi. Ný-frjálshyggjan umbreytti saklausum heimabönkum í risa vogunarsjóði á heimsmælikvarða með skuldir sem voru 11 sinnum landsframleiðslan.

Steingrímur segir að þau ætli algerlega að snúa baki við þessari ógæfustefnu. "Við ætlum að koma landinu aftur á braut norræns velferðarsamfélags með sterkan ríkisgeira og jöfnuði." segir Steingrímur.

En Steingrímur þú ert að vinna eftir hugmyndafræði ný-frjálshyggjunnar. Það er í anda hennar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn starfar. Og það er hún sem ríkisstjórnin beygir sig undir þegar ákveðið er að almenningur eigi að blæða til þess að bjarga fjármálakerfinu, erlendum lánadrottnum og áhættufjárfestum. Bjarga þeim sem rústuðu íslensku efnahagskerfi en eru nú ykkar ráðgjafar um það hvernig og hverjir og í þágu hverra eigi að reisa það.

Hér verður EKKERT sem líkist neinu norrænu velferðarkerfi næstu hundrað árin ef fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga. Hér verður ekki jöfnuður og lítil reisn.

Hvernig ætlar ríkisstjórnin að fara að því að slá skjaldborg um heimilin þegar bankarnir eru komnir í eigu erlendra áhættufjárfesta?

Skuldabréf sem voru gefin út af erlendum bönkum, þegar þeir lánuðu íslenskum bönkum, fóru á uppboð fyrir löngu síðan og voru keypt af áhættufjárfestum sem voru tilbúnir að veðja á hættuleg skuldabréf. Þau voru keypt fyrir slikk. Það eru því erlendir áhættufjárfestar sem eiga miklar kröfur í bankanna núna.

Heldur ríkisstjórnin að erlendir áhættufjárfestar muni hugsa fyrst og fremst um að virða skjaldborg heimilanna (sem ég hef reyndar ekki séð glitta í ennþá) þegar þeir taka yfir rekstur íslensku bankanna? Eða er ríkisstjónin búin að gleyma skjaldborg heimilanna og hugsar nú bara um business?  

  iceland_brown_1391483c



Og ég spyr:

Hvernig voga stjórnmálamenn sér að tala um jöfnuð og velferð

Sá stjórnmálamaður sem hefur efni á því að taka sér þessi orð í munn er stjórnmálamaðurinn sem rekur landshöfðingja AGS úr landi og tekur á málum hér á forsendum þjóðarinnar.


mbl.is Fjallað um reiði Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voru þetta piltarnir sem voru með símasölufyrirtæki og skildu helling af fólki eftir launalaust og skiluðu ekki opinberum gjöldum?

Rósa (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 00:20

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Persónulega mundi ég vilja algerlega annað kerfi til að velja fólk til þings- og ráðherrastarfa og gera út af við flokkapólitíkina því það valkerfi velur ekki fólk sem er hæft til þess sem það þarf að gera. Ég held að yfir heildina hafi Ísland ALDREI verið með jafn óhæft lið á alþingi og þá er sama hvar borið er niður.

Í aðalatriðum þarf "Nýja Ísland" að ná fram að ganga, en Njörður P. Njarðvík hitti naglann á hausinn í flestum atriðum. Í miðju hruni komu alveg ótrúlega margir afskaplega hæfir einstaklingar fram með lausnir en það eina sem kom út úr öllu saman var að lama "byltinguna" með því að kjósa inn á þing örfáa popúlista sem eru algerlega óhæfir til að stjórna, en draga tennurnar úr þeim sem hafa uppi róttækar umbótkröfur og kjósa svo stóru gömlu flokkana aftur til valda, og gleymum ekki að þjóðinni fannst passandi að "refsa" Sjálfstæðisflokknum með 1/4 atkvæða og gefa Framsókn bestu kosningu sína í áratug eða svo.

Þetta blogg, eins og fleiri frá þér, eru ekki að skafa utan af vandamálunum en það er svosem frekar auðvelt að benda á þau. Hvað heldurðu að bæri betri árangur? Hversu langt (stutt) eiga Íslendingar (komumst við upp með) að ganga í að greiðar úr þessu?

Rúnar Þór Þórarinsson, 23.7.2009 kl. 00:31

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Og nei, reyndar treysti ég þessu liði sem þú telur upp þarna í restina bara rétt svona mátulega lítið :)

Össur er svona týpískur atvinnupólitíkus sem á fyrir löngu að vera kominn í eitthvað allt annað.

Rúnar Þór Þórarinsson, 23.7.2009 kl. 00:34

4 identicon

Ég spyr: hvar eru mótmælendurnir?

Núverandi ríkisstjórn er á góðri leið með að fara með þessa þjóð endanlega til andsk.....  og enginn sést niðri á Austurvelli að mótmæla.  Áttu VG Búsáhaldabyltinguna með húð og hári?!   Var það þetta sem mótmælendur voru að berjast fyrir?

Rósa:  já, þessir tveir síðastnefndu.

Whatsername (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 00:52

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég fer oft niður á Austurvöll Whatsername. Ég hvet þig til þess að mæta þangað á-á föstudag kl. 14.00 og ykkur öll.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.7.2009 kl. 00:59

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Árni Páll rekur fyrirtækið Evrópurráðgjöf ehf og Þjóðráð ehf. Hann á líka í hlutafélaginu Ofanleiti ehf, Fjarðaraldan ehf, Eiðar ehf og Þjóðráð ehf.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.7.2009 kl. 01:06

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mikil blessun að erlendir fjárfestar eiga bankana.

Íslendingum er ekki treystandi. Hvorki hinu opinbera né einkaaðilar.  Sagan hefur einfaldlega kennt okkur það.

Prufum erlenda aðila, já takk =)

Sleggjan og Hvellurinn, 23.7.2009 kl. 02:12

8 identicon

Mér finnst þú Jakobína þruma yfir "hinum". Hvar varst þú þegar þetta fólk sem keypti sig inn í fyrirtæki með lánum, lét borga sér arð vegna eftirsóknar í fyrirtækið og setti svo skuldina inn í reksturinn... Varst þú að borða gull?

 Mér finnst kjánalegt að dæma hina, ég fór í bankann og fékk yfirdráttarheimild, það var einfaldlega auðvelda leiðin. Rexaði og Pexaði yfir að svona hefði þetta nú ekki verið hérna áður fyrr, hafði mínar efasemdir um að peningar yrðu til á mörkuðum, en fékk mér yfirdráttarheimild.

 Kveðja, Káta

Káta (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 06:25

9 identicon

Hverjar eru heimildir þínar um erlenda áhættufjárfesta sem keypt hafa umrædd skuldabréf?Getur þú gefið upp heimildir þínar ? Hvaða fjárfestar keyptu af hvaða bönkum? Hver er skýring á því að þú hefur upplýsingar sem fjölmiðlar hafa ekki? Hvað ætti Fme að geraað þínu mati ef þetta reynist rétt?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 09:13

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hrafn Arnarson það var pistill á Vísi um útboð á skuldabréfum bankanna nýlega.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.7.2009 kl. 15:10

11 identicon

Evrópuráðgjöf ehf.

Sá hugsar sér gott til glóðarinnar að koma Íslandi inn í ESB.

Verð að segja það að ég hef farið nokkrum sinnum niður á Austurvöll núna í sumarfríinu mínu, meðal annars daginn sem ESB atkvæðagreiðslan fór fram og sá enga nema "ógæfumenn götunnar"

Whatsername (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband