ESB færist nær Nasismanum

Áróður, söfnun persónuupplýsinga og kúgun er að verða einkenni ESB.

Það er fyrirætlun ESB að safna persónuupplýsingum um þegnanna og ekki er farið leynt með það. Frá þessu segir í sænska dagblaðinu Expressen. þar segir m.a.: Nú er á borðinu að ESB fái frjálsan aðgang að upplýsingum um ferðir, fjármál og netnotkun þegnanna. Áhyggjurnar og óánægjan eykst. Þetta myndi bitna illilega á Svíum segir sænski þingmaðurinn Camilla Lindberg.

Mikil söfnun persónuupplýsinga gerir almenning berskjaldaðan gagnvart valdhöfum. Söfnun persónuupplýsinga er bein aðför gegn frelsi almennings.

Frelsi alþjóðafyrirtækja, stóriðju og fjárfesta er hins vegar aukið. Bankaleynd, flutningur fjármagns og vinnuafls þjónar þessum aðilum. Afleiðingarnar eru að velmegandi svæði innan Evrópu eru að breytast í láglaunasvæði. Alþjóðafyrirtæki og fjármálakerfi sem eru í eigu fámenns hóps innan Evrópu ræna almenning með regluverki sem færir tapið sífellt yfir á almenning en gróðann í hendur auðvaldsins.

Þróun ESB er sífellt að færa meira vald til Brussel og þar með meira vald til stóriðju og alþjóðafyrirtækja sem hafa greiðan aðgang að valdhöfum í Brussel.

Svíar greiða yfir 2000 milljarða á ári til ESB og fá til baka um það bil 1000 milljarða. Skýringin, jú það er svo lítill landbúnaður í Svíþjóð. Þeir sem njóta helst styrkja bandalagsins eru Evrópskir aðalsmenn og alþjóðafyrirtæki. En á meðan á þessu gengur hrynur sænska velferðakerfið sem er ekki svipur hjá sjón.


mbl.is Hlé gert á störfum þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mikið til í þessu öllu hjá þér, Jakobína Ingunn. Þakka þér að vera ófeimin við að birta þessar upplýsingar. Og ein rúsínan i lokin: "Þeir sem njóta helst styrkja bandalagsins eru evrópskir aðalsmenn .." – en mest græðir þó drottningin í Bretlandi út á sínar landareignir! – En evrókratar eru seinir að hugsa; þeir vissu það fyrir nokkrum árum, að þá höfðu þeir tögl og hagldir í Evrópuþinginu, en nú í síðustu kosningum var enn að aukast merihluti hægri og miðjumanna. Ætli kratar fatti það fyrr en upp úr 2020?

Jón Valur Jensson, 24.7.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Páll Blöndal

Jakobína,
Þú ert að lýsa kapitalismanum en ekki ESB.
Hins vegar þrífst kapitalisminnn innan ESB sem og annarstaðar í heiminum.
En svo vill til að kapitalisminn er einmitt það sem Sjálfstæðisflokkurinn
gefur sig út fyrir að vera.

Páll Blöndal, 24.7.2009 kl. 02:10

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er alltaf vandasamt Páll að átta sig á því hverju er verið að þjóna. Íslenskir stjórnmálamenn hafa brugðist en Brussel valdið hefur einnig gert það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.7.2009 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband