Er ekki hægt að tattúera skömmina á þessa útrásarvíkinga?

Nú reyna þeir hver um annan þveran að sverja af sér glæpina. Bossinn á Björgólfi er eins og á hvítvoðungi og ekki kannast Karl Wernerson við misgjörðir. Einar Sveinson snaraði peningum til Noregs, og það gerðu einnig Bjarni Ármanns og Lárus Welding en þeir fóru mikinn eftir hrunið. Stóð ekki á þeim að snara peningum úr landi og skilja þjóðina eftir í skítnum.  Stórfelldir fjármagnsflutningar á einkaþotum fjárglæframanna eftir því sem sögur herma.

Hvers vegna var hylmt yfir þessum glæpamönnum í haust. Hvers vegna tafði ríkisstjórn Ingibjargar Sólrúnar og Geir Haarde rannsókn málsins.

Ég þekki fólk sem sér líf sitt í molum eftir gjörðir þessara manna.

Börn og barnabörn flúin úr landi.

Atvinnuleysi að þvinga einstaklinga úr landi sem þurfa að skilja heilsuveila foreldra eftir ráðalitla og eina.

Þetta fólk vaknar með kvíðahnút í maganum á morgnana

En Bjarni Ármanns hefur engar áhyggjur og heldur að hann sé velkomin til Íslands.

Þetta er óþjóðalýður sem á ekkert skilið nema fyrirlitningu þjóðarinnar og það sama má segja um þá sem vildu hylma yfir með þeim.

Einbeittur brotavilji

Rændi þessri af blogginu hjá Rakel. Góður útrásarfílingur í henni.


mbl.is Millifærðu hundruð milljóna milli landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Bjarni er velkominn... í jailið..

hilmar jónsson, 27.7.2009 kl. 22:00

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er grundvallaratriði að böndum sé komið yfir þessa menn ef þjóðin á að geta rifið sig upp úr þessu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.7.2009 kl. 22:05

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Algerlega Jakobína. Maður finnur það á sumum miðlum að töluverð tilhneiging er til þöggunar.

Líklegt er að margir háttsettir stjórnmálamenn séu involveraðir inn í þetta, og þá einkum sjálfstæðismenn.

Fréttin stóð grunsamlega stutt inni á mbl .is. Var skipt út fyrir ómerkilega íþróttarfrétt..

Þeir passa sem áður upp á sína.

Nei, ef þjóðin á að geta unnið úr þessari niðurlægingu og hafið uppbyggingu,verður hún að fá skilaboð um það að þessir menn séu ekki frekar en aðrir yfir lög hafnir. Þeir eiga sem fyrst að fara í varðhald og frysta á eignir þeirra..

hilmar jónsson, 27.7.2009 kl. 22:15

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þessir menn verða að standa skil á gjörðum sínum. Þess er farið á leit við almenna borgara og það sama á að gilda um þessa menn. Persónulega verð ég ekki róleg fyrr en ég sé þessa menn bak við lás og slá.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.7.2009 kl. 22:23

5 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Veistu það Jakobína að ég er svo reið yfir þessu öllu að ég get varla bloggað í kvöld. Það færist hálfgert máttleysi yfir mann.

Helga Þórðardóttir, 27.7.2009 kl. 23:54

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og það er líka ógeðfellt að horfa upp á að vera með grútmáttlaus stjórnvöld í þessu ástandi

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.7.2009 kl. 00:34

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er svona álíka reið og Helga en reyni að fá henni útrás hér á blogginu!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.7.2009 kl. 01:16

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tja, við getum allar vega verið viss um að það gerist ekkert! Er það ekki hughreystandi?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.7.2009 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband