NÁIÐ VERÐUR FYLGST MEÐ því hvernig átökin,
á milli þess að lúta "stefnu" alþjóða-fjármála-samfélagsins
og hins rísa upp í vörn um sjálfstæði þjóðarinnar, þróast á Íslandi
segir blaðamaður New York Times
New York Times skilur nefnilega að þetta tvennt fer ekki saman.
Valið stendur um tvo kosti: Hlýða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, fylgja stefnu hans og fórna sjálfstæðinu.
Hinn kostur er: Að vísa Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á brott og halda sjálfstæði þjóðarinnar.
New York Times orðar þetta svona:
this island nation is locked in a fierce debate over how to pay off its creditors without ceding too much of its vaunted independence.
The balance Iceland strikes between bowing to the policy demands of the global financial community and satisfying the desires of its increasingly resentful population of 300,000 will be closely watched...
New York Times vitnar í orð Simon Johnson sem segir When you impose austerity, it becomes very painful and comes at a cost,
...eða þegar meinlætalifnaði er þvingað (upp á fólk), þá kostar það sársauka og þá kostar það fórnir...
...og herra Johnson (sem er fyrrum starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins) heldur því fram að Íslendingar (sennilega á meðan þeir voru að horfa á flatskjána sem Jón Ásgeir telur að séu rót vandans) hafi sett fjármálakerfi heimsins úr skorðum og þurfi að taka meðulin sín. Hann minnist ekkert á erlenda vogunarsjóði og áhættufjárfesta sem léku sér að íslensku efnahagskerfi og íslensku krónunni. Minnist ekkert á að þeir þurfi að taka meðulin sín.
Þessi meinlætalifnaður sem hann talar um er ekki ætlaður fjárglæframönnum, stjórnmálamönnum og embættismönnum sem voru gerendur og höfðu áhrifavald.
Nei þessi meinlætalifnaður er ætlaður íslenskri alþýðu sem tók engan þátt í leiknum og hafði engin áhrif á þennan leik.
Steingrímur segir einn af veruleikafirringarfrösum sínum við New York Times "við eigum í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en við eigum síðasta orðið" en þá stígur landshöfðinginn Rozwadowski fram og segir Nei ríkisstjórn Íslands verður að lúta vilja okkar og vera búin að slátra velferðarkerfinu fyrir 2013.
Baráttan stendur í raun um það hvort íslenskir stjórnmálamenn lúti því að íslenskum almenningi, íslenskri þjóð og íslenskri menningu og sjálfstæði sé fórnað til þess að fjármálakerfið geti sannað vald sitt.
Það er vert að benda á eitt að lokum:
Hollendingar myndu alls ekki undir nokkrum kringumstæðum veita tryggingarsjóðum bankainnistæðna, banka í Hollandi, ríkisábyrgð. Það er í algjörri andstöðu við tilskipun ESB að gera það. Ekkert land í Evrópu veitir tryggingarsjóðum ríkisábyrgð. Það er í algjörri andstöðu við hlutverk ríkissins að veita slíka ábyrgð.
Annað: samkvæmt stjórnarskránni má ekki greiða Icesave með skatttekjum (vegna þess að lagaheimild var ekki fyrir útgjöldunum þegar atvik áttu sér stað). Hvernig ætlar ríkisstjórnin að afla tekna fyrir Icesave?
Lánasamningur á borð við Icesave er algjör vanvirða við Ríkið Ísland. Þetta er ekki milliríkjasamningur. Þetta er ekki eðlilegt samkomulag um að lágmarka skaða sem flestra.
Að gangast við þessum samningi er algjör hneisa fyrir þessa þjóð. Nái þessi ósvinna í gegn þá ætla ég að flytja úr landi og segja af mér íslenskum ríkisborgararétti því þá mun ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur.
Skammast mín fyrir að vera af sama þjóðerni og veruleikafirrtir einstaklingar sem gefa í burtu sjálfstæði þjóðarinnar án baráttu.
Gefast upp fyrir fjármálakerfinu og valdafíkn þess
Rozwadowski er með svipuna á stjórnmálamönnum og þeir rétta að honum beran bossan. Lítil reisn í því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:54 | Facebook
Athugasemdir
Vel gert! Ég trúi ekki öðru en að Alþingi felli þennan samning.
Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 06:38
Einkabankarnir og ábyrgða menn þeirra á umsvifalaus að setja í gæsluvarðhald og dæma fyrir gálausa meðferð á fjármunum almennings sem skilaði þeim himinháum launum sem sannanlega í dag voru réttlætt á blekkingarforsendum.
Í krafti milliríkja deilu við þriðja aðila utan EU gerir löggjöf EU Bretum kleift að beita öllu kerfi EU gegn okkur sér í hag.
Vegna þess að lánlínur EU lokuðust fóru bankarnir til að reyna að bjarga sér að leit eftir reiðufé í vasa almennings í EU.
Vegna aðildarsamning EFTA við EU. Fellur Ísland undir löggjöf forréttinda ríkja það nágrana ríki í efldu samstarfi. Þess vegna fékk Seðlabankinn svona hagstæð evrulán frá EU bankakerfinu til breyta stjórnsýslu og fjármálakerfi með tilsvarandi einkavæðingu svo Ísland gæti uppfyllt löggjöf um samhlutfallslega samleitni. Þetta olli strax fölsku gengi, og verðbólga óx ekki en laun héldust nánast óbreytt. Við getum ekki alltaf staðið í aðildarbreytingum þannig að lánafyrirgreiðslurnar voru dæmdar til að taka enda.
Hvað aðilar stálu af stöðugri evruinnspýtingu sem fór strax út aftur í fjárfestingar eiganda í EU er ekki okkar ábyrgð nema það hafi verið með samþykki stjórnvalda með okkar vitund.
Júlíus Björnsson, 29.7.2009 kl. 10:19
Blessuð Jakobína.
Eftir að lesa grein eins og þessa, þá græt ég þjóð mína. Látum það vera að fjölmiðlamenn séu vitgrannir, og kenningasmiðir VinstriGrænna séu veruleikafirrtir þegar þeir segja að leið norræns velferðarkerfis sé vörðuð kúgun og þrældómi, en þjóð okkar, þetta skynsama fólk;
Hví trúir hún vitleysunni. Sér hún ekki að einu álitsgjafarnir sem hinir vitgrönnu leita til, eru þeir sem komu helstefnu græðginnar á og vörðu hana fram að hruni. Og sjá ekki ennþá rangindi sín og falsrök.
Friðrik Már Baldursson!!!!! Ha, ha ha.
Hversu vitgrannur þarf fjölmiðlamaður að vera til að spyrja þann mann álits eftir greinina frægu?????
Og allir hagfræðiprófessorarnir sem eru hugmyndafræðingar útrásinnar. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að þeir segi annað en það sem útvegar þeim vinnu að ári, svo þeir geti borgað af húsum sínum og bílum. Öll kúgun byggist á vellaunuðum Leppum og Skreppum.
En þjóðin, af hverju les hún ekki þennan pistil þinn og mokar síðan flórinn. Meintur vilji til landsölu og landráða á ekki að vera ábatasöm iðja hjá nokkurri þjóð.
Standi félagshyggjan ekki með þjóð sinni, þá á að henda henni út í hafsauga, svo einfalt er það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.7.2009 kl. 12:18
TAKK FYRIR GÓÐAN PISTIL,
EF ÞESSI GREIN SNERTIR EKKI TAUG ALLRA ÍSLENDINGA VEIT ÉG EKKI ÞETTA HVAÐ, ÉG SEGI FYRIR MITT LEITI ÉG FÉKK BÆÐI STING Í HJARTA OG TÁR Í AUGU VIÐ LESTURINN.
ÞVÍ MIÐUR ÞÁ ER NÚ EINS KOMIÐ FYRIR MÉR EINS OG ÞÉR JAKOBÍNA AÐ EF VIÐ GETUM EKKI STÖÐVAÐ ÞESSA FIRRINGU OG LEYFUM ÞJÓÐUM SEM Í KRAFTI STÆRÐAR SINNAR OG VALDS NAUÐGA OKKUR OG SVÍVIRÐA ÞÁ MUN ÉG BÆÐI SKAMMAST MÍN OG FLYTJA BURT ÞRÁTT FYRIR AÐ ÞETTA YNDISLEGA LAND OG VÆTTIR ÞESS SKIPI STÓRAN SESS Í HJARTA MÉR OG HUGA.
ÞETTA MUN ÞÁ VERÐA EINA JARÐAFÖRIN SEM ÉG TREYSTI MÉR EKKI TIL AÐ MÆTA Í ÞÓ HIÐ LÁTNA SÉ MÉR KÆRKOMIÐ.
Hulda Haraldsdóttir, 29.7.2009 kl. 13:39
Ég hef tekið atriði eins og þjóðerni, þjóðtungu, menningu og ættjörð til rækilegrar skoðunar. Ég held að þetta skipti allt meira máli en maður leiðir hugann að á meðan maður á þetta allt. Ég segi þó eins og þið Hulda að ég hef virkilega velt því fyrir mér hverju er fórnandi fyrir hvað... þ.e. hvort ég geti búið ef þessu er hvort eð öllu stefnt í enn meiri voða en orðið er.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.7.2009 kl. 14:22
Sammála. Ég fer ef þetta verður samþykkt.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 30.7.2009 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.