2009-07-31
Villigötur og aðrar götur
Nú velta menn vöngum yfir því hvers vegna AGS hefur frestað lánveitingu til Íslands.
Menn velta líka fyrir sér afleiðingarnar af frestun lánsins og ekki vantar dómsdagsspár þeirra sem vilja að Íslendingar afsali griðum fullveldisins til Breta og Hollendinga. Sjálfsagt hinir sömu og samþykkja afsal sjálfstæðis með því að færa vald í hendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Menn hafa kannski ekki velt nægilega vöngum yfir því hvers vegna við tökum lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Megintilgangur lántökunnar er að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn. Gjaldeyrisvarasjóðurinn er í vörslu banka í Bandaríkjunum sem greiðir lága vexti af fjárhæðinni. Á hverjum degi mun ríkissjóður, íslenskir skattgreiðendur þurfa að greiða fleiri tugi milljóna í vaxtamun vegna erlendra lána og það í GJALDEYRI. Tilgangurinn, jú efla þarf traust fjármálakerfisins. Ha, fattar alþjóðafjármálakerfið ekki að þetta er bara lán eða treystir fjármálakerfið Íslandi mikið betur ef Ísland er mjög skuldugt.
Treystir alþjóðafjármálakerfið Íslandi t.d. betur ef Ísland skuldar 3.000 milljarða en ef Ísland skuldar t.d. 1.000 milljarða? Hvað ef Ísland skuldar t.d. 10.000 milljarða er því þá treyst enn betur?
Þetta gengur ekki upp í mínum huga og samræmist á engan hátt á skilningi mínum á hugtakinu traust. Það er vert að taka það fram að ég er mikill sérfræðingur í þessu hugtaki. Tók það fyrir í masterritgerðinni minni, þ.e. traust í viðskiptum. Hef líka verið að skoða þetta hugtak í doktorsritgerðinni minni.
Man eftir því að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún ferðuðust vítt og breytt um heiminn í fyrra og lugu að fólki til þess að efla traust þess á Íslenskum bönkum. Traust í skilningi nýfrjálshyggjunnar er nefnilega notað sem samheiti við að ljúga á skilvirkan hátt. Vel heppnuð blekking eflir traust. Þess vegna er lögð rík áhersla á að fjármálakerfið haldi að Íslendingar eigi mikinn gjaldeyrisvarasjóð.
En auðvitað fattar alþjóðafjármálakerfið alveg að nettó gjaldeyrisvaraforði er lítill eftir sem áður. En vegna griðalegrar skuldsetningar verða Íslendingar undir stöðugri ógn af lokun lánalína. Lánalína sem verða að haldast opnar vegna þess að jöfnuður af erlendum viðskiptum dugar skammt til þess að standa undir afborgunum og vöxtum vegna þessara lána.
Hvílíkt vald sem alþjóðafjármálakerfið fær yfir íslensku þjóðarbúi. Vegna þess að ríkisvaldið velur að ganga með betlistaf um heimsbyggðina í stað þess að takast á við vandann. Í minni orðabók heitir það aumingjaskapur. En það sem verra er, er aulahátturinn í strategískum samskiptum við aðrar þjóðir.
Það er því alsendis óvíst að það takist að kjafta upp krónuna eða traust á henni. Rétt eins og Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu tókst ekki að kjafta bankanna upp úr gjaldþrotinu. Og víst reyndu þau.
Lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fer ekki til uppbyggingar atvinnulífs. Ekki til þess að styrkja varnir samfélagsins gegn þeim sem vilja notfæra sér ringulreiðina á Íslandi og hirða hér auðlindir án þess að láta neitt á móti.
Stóriðjan á Íslandi er gott dæmi um bókhaldsbrellur alþjóðafjármálasamfélagsins. Erlendu móðurfyrirtækin lána dótturfélögum sínum, á Íslandi, hundruði milljarða. Við það hækka erlendar skuldir þjóðarbúsins. Hefur það áhrif á lánshæfismat? Hækkar það vaxtabyrði Landsvirkjunar? Hvers vegna skuldsetja alþjóðafyrirtæki dótturfélög sín hér á landi? Jú til þess að losna við að greiða skatt á Íslandi. Viljum við fleiri svona díla? Ekki ég.
Þess má geta að einstaklingar á Íslandi skulda erlendum aðilum ekki neitt. Erlendar skuldir einstaklinga eru 0. Skuldsetning stóriðjunar eru um 600 milljarðar að meðtaldri áhættufjármögnun.
Hvers vegna vill hinn græni forsætisráðherra byggja fleiri álver? Þegar erlendir aðilar byggja á Íslandi eykst eftirspurn eftir krónu. Krónan hækkar í verði.
Ég spyr er endalaust hægt að taka vitlausar ákvarðanir til þess að styrkja krónuna.
Í haust þegar bankarnir hrundu lá fyrir, að mínu mati, áætlun á borði Breta um það hvernig þeir ætluðu að beita öllum valdastofnunum hins vestræna heims til þess að græða sem mest á öngþveitinu.
Hegðun Breta, Hollendinga, Norðurlandanna, ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er strategísk. Fyrsta skrefið var að telja stjórnvöldum á Íslandi í trú um að aðeins ein leið væri út úr vandanum og síðan var sú leið stráð þyrnum.
Stjórnmálamenn sitja fastir í hugmyndafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eru þess vegna hluti af vandamáli þjóðarinnar. Þessi leið er einfaldlega of dýrkeypt.
Vonast eftir láni í lok ágúst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Facebook
Athugasemdir
Frestur er á illu bestur.
Sigurður Þórðarson, 31.7.2009 kl. 06:25
Á þing með þig kona!
Ég hef lesið marga af pistlum þínum og hef oft hugsað...af hverju í ósköpunum fer þessi manneskja ekki á þing? Ísland hefur virkilega þörf fyrir fólk eins og þig með menntun og þekkingu á stjórnsýslufræði til að sigla þjóðarskútunni?
Það er því miður sama rassgatið undir öllu þessu núverandi stjórnarhyski, alltaf sama pakkið, sömu fj. slevlepjararnir og rassasleikjurnar, hvort sem þau koma frá hægri eða vinstri.
Það þarf virkilega algjörlega nýtt blóð á þing, og þótt fyrr hefði verið.
Gangi þér vel með doktorsnámið!
Með kveðju frá Gautaborg.... KullaGulla
KullaGulla (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 06:25
Þjóðin hefur nýlega kosið þessa stjórn eftir hrunið svo ef þeirra stefna er ekki rétt og ekki er stefna D og B betri hvar er hinn pólitíski vilji þjóðarinnar?
Andri Geir Arinbjarnarson, 31.7.2009 kl. 06:45
Góður pistill Jakobína með góða punkta. Ég er með eina spurningu til þín : Hvers vegna, að þínu mati, er öllum svona illa við okkur ?
Lilja Skaftadóttir, 31.7.2009 kl. 11:08
Því er fjótsvarað Lilja. ÞAÐ ER EKKI ÖLLUM ILLA VIÐ OKKUR. Þú Lilja er klár það veit ég. Þú skilur sennilega hugtakið "intentionality". Frasinn að öllum sé illa við Íslendinga er hannaður í herbúðum Browns og Dominique-Strauss.
Áróðurinn hefur skefjalítið fengið að flæða hér um grundir og í erlendum fréttamiðlum.
Það er t.d. merkilegt að Hollenskur almenningur heldur að Landsbankinn hafi verið ríkisbanki. Ég hef rætt Icesave-deiluna við nokkra útlendinga í sumar og viðkvæðið er:
Ja men detta är ju utpressning...og ....but this is extortion....sama setningin á mörgum tungumálum.
Það er grundvallaratriði fyrir þjóðina að senda út PR-fól sem stendur með þjóðinni.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.7.2009 kl. 13:26
Fyrirgefðu: ekki PR-fól heldur PR-fólk...
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.7.2009 kl. 13:28
Það er eins gott að það verði ekki PR fló(n).
Það er sorgarsaga okkar að enginn tók að sér þetta hlutverk þegar hrunið varð, en utanríkisráðherra okkar var á sjúkrahúsi, að ná sér eftir hættulegan uppskurð. Ég benti á þetta á gömlu bloggi mínu þegar þá. Það tók tíma.
En það sem ég sé í þessu er að við sem þjóð ættum að sýna umheiminum að við stöndum við Alþingi okkar. Alþingi gaf ríkisstjórninni leyfi til þess að sjá um að gerður yrði samningur. Alþingi setti ekki, að ég veit, ákvæði um að sá samningur ætti að vera okkur í hag. Hvað segir það um okkar stjórnmálakerfi ? Hvað verður um ríkisstjórnina ef Alþingi sem gaf leyfi til þessa, styður svo ekki samninginn ? Ég bara spyr Jakobína, því ég veit líka að þú ert klár.
Síðan, eftir að hafa sýnt umheiminum að við erum fólk sem stendur við orðin okkar, ÞÁ getum við farið út í það að skýra okkar mál, þá mun vera hlustað á okkur, þjóðina sem tók á sig ábyrgð, þjóðina sem sýndi almenningi í Hollandi og Bretlandi virðingu. Þá getum við sennilega líka fengið þær upplýsingar sem okkur vantar til þess að geta sett saman þetta fádæma einkennilega alþjóða púsluspil.
Lilja Skaftadóttir, 31.7.2009 kl. 14:16
p.s. Tek undir marga af þínum punktum Jakobína.
Lilja Skaftadóttir, 31.7.2009 kl. 14:16
Lilja Össur Skarphéðinsson var starfandi utanríkisráðherra í fjarvist Ingibjargar Sólrúnar. Hann klúðraði þessu viðfangsefni en sá þó enga ástæðu til þess að horfast í augi við að hann væri óhæfur sem utanríkisráðherra.
Ef alþingi styður þennan samning eru það svik við þjóðina. Þetta eru ekki skuldir almennings heldur klúður stjórnmálamanna sem almenningur, þjóðin á alls ekki að greiða svo dýru verði.
Það er í raun kapphlaup, áróður, átök á Íslandi milli þeirra sem eiga mikið í húfi fjárhagslega og þeirra sem hafa haldið dómgreind og sjá að það er ekki hægt að skuldbinda þjóðina til þess að redda þröngum hóp einstalinga sem vilja komast úr vandræðum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.7.2009 kl. 14:51
Sælt veri fólkið, þakka góða pistla Jakobían!
Mér finnst skorta upplýsingar til erlendra fréttaveita hvað liggur/lá, á bak við hrun gróðærisvitafávæðingunnar hér á Íslandi. Ég er margspurð af áhugasömum útlendingum hverju sé verið að mótmæla á Austurvelli og reyni ég eftir bestu getu að útskýra það. Ég hlýt að taka undir orð Indefeence hópsins, fyrir skömma að það þurfi að koma á fót kynningarherferð erlendis um það sem raunverulega gerðist og hverjir eru ábyrgðaraðilar. Við viljum jú, ekki að sagan endurtaki sig?
Það er aðeins örfá prósentubrot að íslendingum sem tengjast fjármálaumhverfinu og fjársýslunni, sem eru höfundar af vanhugsuðum fjármálaglæpum, sem leggjast með ofur þunga og brýtur lappirnar undan meginþorra þjóðarinnar.
Margur örykinn og lífeyrisþeginn er brennimertur og húðflettur fyrir óþjóðalýð.
Við krefjumst skuldajöfnunar á móti "bandorminum".
Að gerast gengilbeina óttans og þræll þeirra óráðsíuafla sem eru voru/eru að verki, neita ég persónulega alfarið. Það er meðvirkni! -Við þurfum sjálf að greina á milli góðs og ill, hvað er rétt og rangt og kenna síðan komandi kynslóðum að greina þar á milli. Nú þurfum við að íklæðast brynju réttlætis og hugrekkis. Vonin er eigi langt undan og kærleikurinn líka, ef við látum sannleikann, leiða okkur vegin.
Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir.- Aðgerðarhóp Háttvirtra Örykja.
Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 15:13
Það er hárrétt hjá þér, að þetta er ekkert annað en fjárkúgun!
Guðmundur Ásgeirsson, 31.7.2009 kl. 15:51
Menn gleyma oft að eignarrétturinn er varinn af stjórnarskrá landsins og mannréttindasáttmála SÞ og Evrópu. Réttur skuldara er enginn. Þetta á við einstaklinga og myndar viðhorf manna til skuldbindinga þjóða. Réttarstaða þeirra sem eiga skuldakröfur er miklu sterkari en hinna. Þannig er nú einfaldlega okkar heimur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Bretar og Hollendingar eru ekki að kúga okkur þeir eru einfaldlega að vernda rétt sinna skattborgar eins og þeim ber skylda til.
Ef við fellum Icesave hvernig byggjum við upp okkar efnahag? Einhverjar hugmyndir?
Andri Geir Arinbjarnarson, 31.7.2009 kl. 16:38
Andri: Það getum við eingöngu gert með raunverulegri verðmætasköpun, og ef við hættum þessum pappírspeningaleikjum.
Guðmundur Ásgeirsson, 31.7.2009 kl. 16:52
Já já Andri fullt af hugmyndum. Það er hægt að ganga aðrar götur en villigötur
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.7.2009 kl. 17:49
Þeir sem halda að við getum haldið uppi nútíma þróuðu hagkerfi án erlendrar lántöku eru að blekkja sig. Til að skapa verðmæti þarf verðmæti. Bátar, togarar, vélar, aðföng, virkjanir og aðrar meiri háttar fjárfestingar verða ekki til nema með lánsfé. 20,000 manns verður ekki komið í vinnu nema með lánsfé, afgangur af viðskiptajöfnuði nægir varla til að halda upp annars flokks velferðarkerfi hvað þá annað.
Pappírspeningaleikur er hættulegur, þegar maður er með allt niður um sig of hefur tapað stórfé sem maður á ekki getur maður ekki bara sagt, úps verða að hætta, þetta var allt í plati. Þá er hætta á að handrukkarar verði sendir sem snúa upp á handlegginn. Það er sárt ekki satt!
Andri Geir Arinbjarnarson, 31.7.2009 kl. 20:15
Andri mikið rétt, pappírspeningaleikur er hættulegur og ekki er hann bundinn við Ísland. Þessi fókus á Ísland er stórhættulegur því alþjóðafjármálakerfið hefur verið mjög óábyrgt í lánveitingum.
Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er sém þú kallar nútíma þróað hagkerfi en ef það er það hið sama og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn boðar þá gef ég ekki mikið fyrir það.
Mér finnst það undarleg kenning að ekki sé hægt að byggja upp samfélag á öðru en skuldum.
Við skulum heldur ekki gleyma að skuldsetningin er ALLS EKKI, ég endurtek alls ekki hugsuð til uppbyggingu atvinnuveganna.
Þvert á móti er þetta nútíma þróaða hagkerfi sem þú talar um að drepa niður atvinnulíf á Íslandi með okurvaxtastefnu.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.7.2009 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.