2009-08-01
Þakka þér fyrir Eva Joly
Eva Joly er óspillt. Hún tekur skildur sínar alvarlega. Hún skilur græðgina sem stýrir þeim sem komist hafa til mikilla valda. Hún skilur að forsendur í fjármálakerfinu brustu og hún skilur að menn þráast við að draga af því lærdóm.
Það er í raun óraunverulegt hversu fátæk stjórnmálastéttin á Íslandi er af heilsteyptum einstaklingum sem geta tekið yfirvegaða afstöðu með velferð þjóðarinnar í huga.
Hvers vegna er ríkisstjórnin tilbúin til þess að þræða leið sem mun gera þessa þjóð að einni þeirri fátækustu í heimi?
Hvers vegna hafnar ríkisstjórnin algjörlega rökun og trúir blint á stofnun sem hefur skilið efir sig blóði drifna slóð hvar sem hún hefur haft viðkomu í heiminum.
Ef Icesave samningurinn verður samþykktur þá mun það festa þjóðarbúið í spíral sem mun leiða til þess að landið verður eitt það fátækasta í heimi. Kynslóðin sem er vaxtarsproti samfélagsins mun flýja. Alþjóðafyrirtæki halda áfram að fara ránshöndum um þjóðarbúið.
Hvað vakir fyrir samfylkingunni. Ætlar hún að ríkja hér yfir flaki þess sem einu sinni var samfélag í boði ESB?
Stöndum ekki undir skuldabyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:58 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 578523
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jakobína, ég get ekki minnst á Samfylkinguna ógrátandi.
Sigurður Þórðarson, 1.8.2009 kl. 11:14
Sammála þér hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2009 kl. 11:57
Á TÍMAMÓTUM
Grein sem birtist eftir undirritaðan í Morgunblaðinu 20.feb.2004
KVÓTAKERFIÐ undir verndarvæng stjórnarliða er að leiða þjóðina út á ystu nöf sjálfstæðis síns efnahagslega og í skjóli þess hrifsa þeir fáu útvöldu til sín eignir og réttindi almennings í landinu. Það er einkennileg tilviljun að þá andstæðu póla á 100 ára afmæli Heimastjórnar á Íslandi skuli bera upp á sama tíma og 20 ára arðrán kvótabraskkerfisins er staðreynd. Erlendu vinnuafli fyrir utan Evrópska efnahagssvæðið (E.E.S.) er boðið upp á vistarband til að geta viðhaft félagsleg undirboð á vinnumarkaðnum og þeim haldið á lægstu töxtum. En þetta er ekki nóg fyrir þetta sjálftökulið, kvótagreifana, nú skal sverfa til stáls og afnema sjómannaafsláttinn til þess að flæma þessa fáu sjómenn vora sem eftir eru í land. Örlög sjómannastéttarinnar hjá fiskiskipaútgerðinni munu með þessu áframhaldandi enda eins og með kaupskipin að þau verða næstum eingöngu mönnuð erlendu vinnuafli. Um eignarhaldsrétt útgerðar og braskara á kvóta Lög nr.38 1990 1.gr ,,Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessa er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstaka aðila yfir veiðiheimildum." Staðreyndin er sú að kvóta er úthlutað til útgerðaraðila af breytilegum forsendum frá ári til árs. Úthlutun fiskikvóta hefur alltaf verið í höndum sjávarútvegsráðherra með hliðsjón af ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og hefur aldrei leikið vafi á rétti hans til þeirra aðgerða. Umræða um eignarhald er því út úr kortinu því stöðug afskipti samfélagsins af þessum verðmætum sínum er til staðar. Því getur hefðarréttur aldrei myndast um kvóta. Enda er það ekki vilji settra laga né markmið. Því er það algjört ábyrgðarleysi og glæfraspil að kvótabraskarar í skjóli núverandi valdhafa sýsli sín á milli í gjafakvótakerfinu sem þeir hafa komið sér upp sjálfir. Heildarverðmæti kerfisins er um 500 milljarða kr. virði á innanlandsmarkaði. Sú tala gæti hæglega þrefaldast ef erlendum fjárfestum yrði hleypt inn í greinina. Hér verða lýðræðis- og sjálfstæðissinnar að standa vaktina. Nú hafa hinir fáu útvöldu tekið a.m.k. 50 milljarða kr. út úr greininni til einkanota með þessari aðferð. Það þarf ekki mikla rökhugsun til að sjá að sú aðgerð ein er ígildi peningaprentunar sem ekki er innistæða fyrir. Klárlega eru engar rekstrarforsendur fyrir því að sjávarútvegurinn geti staðið undir slíku. Því gætu farið að heyrast raddir sem kalla á gengisfellingu og það sem styrkir þessa kenningu að auki er sterk staða íslensku krónunnar vegna stóraukinnar erlendrar lántöku m.a. til að fjármagna langvarandi aflasamdrátt í botnfiskveiðum síðustu tvo áratugina eða síðan hið margrómaða kvótakerfi var sett á. Því á íslenskur útflutningsmarkaður í heild undir högg að sækja. Þessi varnarstaða, sem sumir kalla hagræðingu, er komin í þrot og því lausnir á þessu ástandi dregist á langinn. Vegna sameiningar fyrirtækja og skuldbreytingu lána sem fylgja oft í kjölfarið ýta þeir skuldunum á undan sér. Þetta getur ekki gengið svona endalaust. Því er hætta á að hinir útvöldu reyni að fá stjórnvöld til að breyta settum lögum sem myndu gera erlendum fjárfestum kleift að höndla í þessu gjafakvótakerfi. Núverandi formaður L.Í.Ú. hefur talað fyrir því að opna þurfi fyrir erlenda fjárfesta í sjávarútvegi okkar. Þess vegna verðum við að þjappa okkur saman til að koma í veg fyrir að þurfa að sækja kvótann til baka frá útlöndum og flytja aftur hingað heim. Þessi þróun hefði aldrei getað orðið nema vegna inngöngu okkar í EES. Við þau tímamót sagði þáverandi utanríkisráðherra Jón Baldvin að við hefðum fengið allt fyrir ekkert. Hefur þetta ekki reynst öfugmælavísa, þar sem skuldir heimilanna, útgerðarinnar og reyndar allra landsmanna af vergri landsframleiðslu hafa aldrei verið meiri? Því er mikilvægt að taka kvótabraskið út úr hagkerfinu sem vinnur eins og tölvuvírus sem hagfræðingar hafa ekki enn bent þjóðinni á. Kúgun og nútímaþrælahald Um áratugaskeið voru helstu útgerðarstaðir á landinu Reykjanesbær og bæirnir hér í kring. Á síðustu árum hefur nánast allur kvótinn flust af svæðinu og atvinnubrestur og upplausn tekið við og annar samdráttur í þjónustu og verslun. Nýsköpun er nánast engin til að auka þjóðatekjur. Að vísu eru hérna enn leiguliðaútgerðir, arfleifð kvótakerfisins. Það er grátlegt að sjá í blindri örvæntingu leiguliðana og sjómenn þeirra lenda í þeirri ánauð að þurfa að leigja kvóta á allt að 150 kr. pr.kg, og bera nánast ekkert úr býtum og sjá að lokum útgerðirnar fara í þrot. Hins vegar hafa kvótaeigendur sem leigt hafa kvótann frá sér á okurverði verið í góðum málum, þurft aðeins að fara í bankann með peningana sína. Sú atvinnustarfsemi útheimtir oft einungis einn mann til starfa. Þetta er eitt af mörgum neikvæðum dæmum, sem hægt er að segja um þetta kerfi, veruleiki sem snertir flestar sjávarbyggðir allt í kringum landið. Hér fer fram ein ótrúlegasta hagfræðiflétta sem um getur í veraldarsögunni, að mínu viti. Kannski var þetta það sem háttvirtur utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson meinti þegar hann sagði hjá Sameinuðu þjóðunum að íslenska fiskveiðistjórnarkerfið væri það besta í heimi.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
P.S.
Fæ ég þakkir fyrir hjá íslensku þjóðinni fyrir að hafa skrifað þessa grein eins og margar aðrar þar sem ég marg varaði við bjargbrúninni þó ég hafi ekki fengið neitt greitt fyrir ráðgjöfina úr ríkissjóði sem dæmi eins og Eva Joly?
B.N. (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 12:24
Það er ekki spurning í mínum huga að þetta sjúka kvótakerfi er ein af rótum efnahrunsins.
Ég fullyrði "sjúkt" því að í skjóli þess hafa aflaheimildir verið fluttar til og heilu byggðarlögin verið skilin eftir stípuð og arðrænd; fólk brotið niður, mannafl og aðstaða tekin úr umferð.
Mikil er skömm þeirra einstaklinga sem innleiddu þetta "kerfi", sem er í raun arðrán í sinni skýrustu mynd en í ljóðinu sem tengillinn vísar í segir m.a.:
"Fiskinn þeir færðu og tóku í kvóta
foringjum einum afhent með kæti.
Ráðsmenn í ruglinu blindir fljóta
ramakvein í engu byggðum mæti.
Samvisku verri en sægreifar hljóta
situr í þeim er kunna sér læti"
Gott er að rifja þetta upp hér sem einn veruleikafirrtur stjórnmálamaðurinn sagði fyrir nokkrum mánuðum.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 12:48
Sæl. Eru einhverjir sem hafa greinar Evu Joly í tölvutæku formi á erlendu tungumálum, væri gott að hengja þær upp á Austurvöll svo útlendingar sjái sannleikann svart á hvítu. Útlendingar eru í sífellu að spyrja hverju sé verið að vekja athygli á? Taldborg heimilanna og Agerðarhópur Háttvirtra Örykja, stendur daglega fyrir Hugzúmmi á Austurvelli. Strengd er snúra á milli ljósastaura. þar gefst fólki kostur á að viðra skoðanir sínar á friðsaman máta.
(Þetta segir Eva Joly í harðorðri grein sem birt er samtímis í Morgunblaðinu, norska dagblaðinu Aftenposten, breska dagblaðinu Daily Telegraph og franska stórblaðinu Le Monde um helgina.)
Tjaldborgin og Aðgerðarhópur Háttvirta Örykja
Helga Björk Magnúsar Grétudóttir (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 14:51
Ég er Evu Joly svo sannarlega þakklát en ég er orðlaus gagnvart því að hún skuli taka svo afgerandi afstöðu með landi og þjóð þegar margur Íslendingurinn móast við að taka slíka afstöðu með sjálfum sér, afkomendum sínum og meðbræðrum. Ég er þó fyrst og fremst orðlaus gagnvart þeirri þögn sem launaðir leiðtogar samfélagsins viðhafa og forgangsröðuninni sem við horfum upp á hjá kosnum hagsmunagæslufulltrúum lands og þjóðar! Eðlilega vaknar sú spurning hverra erinda þeir gegna þar sem það er ljóst að það er svo langt frá því að vera hagsmunir okkar; almennings í þessu landi!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.8.2009 kl. 15:26
BRAVÓ EVA JOLY. Loksins einhver sem lætur sig varða ÍSLAND. Er Eva eina manneskjan sem þykir vænt um Ísland?
Baldur Gautur Baldursson, 1.8.2009 kl. 18:01
Sæl Jakobína,
góður pistill, margt getur maður skilið en eins og þú bendir á þá er Samfylkingarfólki ekki sjálfrátt. Hvað eru þau að pæla??
Gunnar Skúli Ármannsson, 1.8.2009 kl. 19:43
Hér er greinin í Aftenposten:
http://www.aftenposten.no/meninger/kronikker/article3195636.ece
Hér er greinin í Le Monde:
http://www.lemonde.fr/archives/article/2009/08/01/l-islande-ou-les-faux-semblants-de-la-regulation-de-l-apres-crise-par-eva-joly_1224837_0_1.html
Daily Telegraph - Ekki alveg sama grein...
http://www.telegraph.co.uk/finance/comment/5961143/How-could-a-handful-of-men-in-Reykjavik-supervise-a-powerful-City-bank.html
Hvar er hægt að nálgast ensku útgáfuna orðrétt?
hb
Helgi Baldvinsson, 2.8.2009 kl. 23:16
Takk fyrir þetta Helgi
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.8.2009 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.